Þá segjast ISIS-liðar hafa eytt fimm flutningsbílum, brynvörðum farartækjum og skemmt skotvörpu (e. Rocket launcher). Ekki liggur fyrir hvort að ISIS-liðar hafi verið að vísa til sama atviks og Varnarmálaráðuneyti Rússlands.
Í tilkynningu ráðuneytisins segir að umrædd árás hafi átt sér stað að nóttu til og að tveir hermenn hafi fallið á staðnum og að fimm hafi særst. Tveir hinna særðu dóu á sjúkrahúsi. Þeir tveir sem féllu á staðnum eru sagðir hafa stýrt skotvörpu. Átökin munu hafa staðið yfir í nærri því klukkustund.
Guardian hefur eftir Syrian Observatory for Human Rights, eftirlitssamtökum sem reka umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, að á undanförnum fimm dögum hafi minnst 76 Assad-liðar fallið í átökum í Deir ez-Zor og minnst 25 ISIS-liðar.