Stórfé í góðgerðarstarf eftir mótorhjólamessu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Um fjögur hundruð sóttu mótorhjólamessu allra mótorhjólamanna höfuðborgarsvæðins í Digraneskirkju á annan í hvítasunnu. Vísir/ernir trúmál „Þetta var mín fyrsta en ekki síðasta ferð í mótorhjólamessu í Digraneskirkju,“ segir séra Bára Friðriksdóttir, ánægð með mótorhjólamessu á annan í hvítasunnu í kirkjunni. Bára segir að margvíslegt góðgerðarstarf hafi tengst mótorhjólamessunni sem nú var haldin í tólfta sinn. „Í samstarfi Digraneskirkju, Grillhússins og Sniglanna voru þennan dag seldir sérlagaðir hamborgarar með nafninu Kraftaklerkurinn og rennur ágóðinn til Grensásdeildar. Sniglarnir tvöfölduðu upphæðina og komu inn ríflega 400 þúsund krónur,“ segir Bára. Þá hafi félagið Bikers Against Child Abuse á Íslandi annast vöfflusölu og safnað 160 þúsund krónum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Auk þess hafi samtökin Toy Run Iceland hrint af stað söfnun í messunni fyrir Pieta samtökin sem vinna að forvörnum fyrir fólk sem beitir sig sjálfsskaða eða er í sjálfsvígshættu.Séra Bára Friðriksdóttir. „Verndari söfnunarinnar er séra Gunnar Sigurjónsson en hann er sjálfur vélhjólamaður og stýrði messunni af töffaraskap. Hann keypti fyrsta barmmerkið en Toy Run Iceland mun selja það í sumar á bæjarhátíðum kringum landið,“ segir Bára. Alls hafi 116 þúsund krónur safnast fyrsta söludaginn. Tæplega 400 manns sóttu messuna og við kirkjuna voru talin 194 hjól af öllum gerðum. Meðal þátttakenda voru félagar úr bæði Outlaws og Hells Angels sem ekki eru kunnir að því að hittast undir sama þaki. „Það var allt gert í friði, samkennd og virðingu þar sem ólíkir mótorhjólahópar komu saman og voru sem heild. Þetta er þakkar- og gleðiefni og vert að því sé lyft upp,“ segir Bára og kveður mótorhjólamenn hafa lesið úr ritningunni og aðstoðað við útdeilingu. Tónlist hafi verið flutt. „Það var rokkað stuð og fílingur yfir í blíðar ballöður.“ Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
trúmál „Þetta var mín fyrsta en ekki síðasta ferð í mótorhjólamessu í Digraneskirkju,“ segir séra Bára Friðriksdóttir, ánægð með mótorhjólamessu á annan í hvítasunnu í kirkjunni. Bára segir að margvíslegt góðgerðarstarf hafi tengst mótorhjólamessunni sem nú var haldin í tólfta sinn. „Í samstarfi Digraneskirkju, Grillhússins og Sniglanna voru þennan dag seldir sérlagaðir hamborgarar með nafninu Kraftaklerkurinn og rennur ágóðinn til Grensásdeildar. Sniglarnir tvöfölduðu upphæðina og komu inn ríflega 400 þúsund krónur,“ segir Bára. Þá hafi félagið Bikers Against Child Abuse á Íslandi annast vöfflusölu og safnað 160 þúsund krónum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Auk þess hafi samtökin Toy Run Iceland hrint af stað söfnun í messunni fyrir Pieta samtökin sem vinna að forvörnum fyrir fólk sem beitir sig sjálfsskaða eða er í sjálfsvígshættu.Séra Bára Friðriksdóttir. „Verndari söfnunarinnar er séra Gunnar Sigurjónsson en hann er sjálfur vélhjólamaður og stýrði messunni af töffaraskap. Hann keypti fyrsta barmmerkið en Toy Run Iceland mun selja það í sumar á bæjarhátíðum kringum landið,“ segir Bára. Alls hafi 116 þúsund krónur safnast fyrsta söludaginn. Tæplega 400 manns sóttu messuna og við kirkjuna voru talin 194 hjól af öllum gerðum. Meðal þátttakenda voru félagar úr bæði Outlaws og Hells Angels sem ekki eru kunnir að því að hittast undir sama þaki. „Það var allt gert í friði, samkennd og virðingu þar sem ólíkir mótorhjólahópar komu saman og voru sem heild. Þetta er þakkar- og gleðiefni og vert að því sé lyft upp,“ segir Bára og kveður mótorhjólamenn hafa lesið úr ritningunni og aðstoðað við útdeilingu. Tónlist hafi verið flutt. „Það var rokkað stuð og fílingur yfir í blíðar ballöður.“
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira