Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2018 13:00 Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. Vísir/Getty Faith Rogers hefur kært R&B söngvarann R. Kelly. Hún segir að hann hafi beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi auk þess sem hann á að hafa vitandi vits smitað hana af Herpes-veirunni. Hún lýsir meintu kynferðisofbeldi sem „ekki með samþykki, sárt og ofbeldisfullt.“ Þá greinir hún frá því að rapparinn hafi án hennar samþykkis myndað hana í „afbrigðilegum og vafasömum kynferðislegum aðstæðum“. Að því er fram kemur á vef Guardian hefur Kelly ekki enn svarað ásökunum sem bornar eru á hendur honum en í hvert sinn sem kona hefur stigið fram og greint frá reynslu sinni af R. Kelly hefur hann staðfastlega neitað sök. Hann kallar ásakanir á hendur sér „gráðugt, meðvitað og illgjarnt samsæri ætlað til að lítillækka sig, fjölskyldu sína og konurnar sem hann umgengst“. Rogers segir Kelly hafa læst sig inn í ýmsum herbergjum og bílum til þess að refsa henni fyrir að hafa ekki náð að „fullnægja honum kynferðislega og fyrir að ætluð brot á siðareglum sem hann skrifaði“. Tarana Burke er upphafskona Metoo byltingarinnar. Hún vill að umheimurinn þaggi niður í R. Kelly. Frásögn Rogers svipar mjög til fjölda frásagna kvenna sem var haldið gegn vilja sínum í „sértrúarsöfnuði“ söngvarans. Fjöldi kvenna steig fram í fyrrasumar með ásakanir á hendur R. Kelly. Honum var gefið að sök að hafa heilaþvegið konur, beitt þær harðræði og kynferðislegu ofbeldi. Hann er sagður skipa þeim að slíta á öll tengsl við fjölskyldu og vini. Sjá frétt Vísis um hóp kvenna sem steig fram með ásakanir á hendur R. Kelly hér. Upphafskona Metoo byltingarinnar, Tarana Burke, segir að ástæðan fyrir því að almenningur hafi ekki lokað á söngvarann sé sú að meintir brotaþolar eru svartar konur. Ava DuVerney, leikstjóri kvikmyndarinnar A Wrinkle in Time, tekur stöðu með kynsystrum sínum og segir velgengni R. Kellys velta á ósýnileika svartra kvenna og stúlkan í samfélaginu. Svartar konur séu þjóðfélagsstétt sem hafi löngum hvorki átt skilið vernd né umhyggju. Svartar konur hafa efnt til byltingar undir myllumerkinu þöggum niður í R. Kelly eða #muterkelly. Sjá frétt Vísis um baráttu svartra kvenna hér. Eitthvað virðist hafa þokast áfram í baráttu svartra kvenna fyrir réttlæti því tónlistarveitan Spotify ákvað á dögunum að fjarlægja lög söngvarans af lagalistum sínum. Talsmenn Spotify segja að lagalistar veitunnar eigi að endurspegla gildi fyrirtækisins. Ákvörðunin byggir á nýrri stefnu veitunnar um „hatursefni og hatursfulla hegðun“. Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32 R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Faith Rogers hefur kært R&B söngvarann R. Kelly. Hún segir að hann hafi beitt sig kynferðislegu og andlegu ofbeldi auk þess sem hann á að hafa vitandi vits smitað hana af Herpes-veirunni. Hún lýsir meintu kynferðisofbeldi sem „ekki með samþykki, sárt og ofbeldisfullt.“ Þá greinir hún frá því að rapparinn hafi án hennar samþykkis myndað hana í „afbrigðilegum og vafasömum kynferðislegum aðstæðum“. Að því er fram kemur á vef Guardian hefur Kelly ekki enn svarað ásökunum sem bornar eru á hendur honum en í hvert sinn sem kona hefur stigið fram og greint frá reynslu sinni af R. Kelly hefur hann staðfastlega neitað sök. Hann kallar ásakanir á hendur sér „gráðugt, meðvitað og illgjarnt samsæri ætlað til að lítillækka sig, fjölskyldu sína og konurnar sem hann umgengst“. Rogers segir Kelly hafa læst sig inn í ýmsum herbergjum og bílum til þess að refsa henni fyrir að hafa ekki náð að „fullnægja honum kynferðislega og fyrir að ætluð brot á siðareglum sem hann skrifaði“. Tarana Burke er upphafskona Metoo byltingarinnar. Hún vill að umheimurinn þaggi niður í R. Kelly. Frásögn Rogers svipar mjög til fjölda frásagna kvenna sem var haldið gegn vilja sínum í „sértrúarsöfnuði“ söngvarans. Fjöldi kvenna steig fram í fyrrasumar með ásakanir á hendur R. Kelly. Honum var gefið að sök að hafa heilaþvegið konur, beitt þær harðræði og kynferðislegu ofbeldi. Hann er sagður skipa þeim að slíta á öll tengsl við fjölskyldu og vini. Sjá frétt Vísis um hóp kvenna sem steig fram með ásakanir á hendur R. Kelly hér. Upphafskona Metoo byltingarinnar, Tarana Burke, segir að ástæðan fyrir því að almenningur hafi ekki lokað á söngvarann sé sú að meintir brotaþolar eru svartar konur. Ava DuVerney, leikstjóri kvikmyndarinnar A Wrinkle in Time, tekur stöðu með kynsystrum sínum og segir velgengni R. Kellys velta á ósýnileika svartra kvenna og stúlkan í samfélaginu. Svartar konur séu þjóðfélagsstétt sem hafi löngum hvorki átt skilið vernd né umhyggju. Svartar konur hafa efnt til byltingar undir myllumerkinu þöggum niður í R. Kelly eða #muterkelly. Sjá frétt Vísis um baráttu svartra kvenna hér. Eitthvað virðist hafa þokast áfram í baráttu svartra kvenna fyrir réttlæti því tónlistarveitan Spotify ákvað á dögunum að fjarlægja lög söngvarans af lagalistum sínum. Talsmenn Spotify segja að lagalistar veitunnar eigi að endurspegla gildi fyrirtækisins. Ákvörðunin byggir á nýrri stefnu veitunnar um „hatursefni og hatursfulla hegðun“.
Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32 R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37
R. Kelly hent út af lagalistum Spotify Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína. 10. maí 2018 17:32
R. Kelly hafnar ásökunum um „hrottafenginn sértrúarsöfnuð“ Bandaríski R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur neitað ásökunum um að hann hafi heilaþvegið hóp kvenna, beitt þær harðræði og ofbeldi. 18. júlí 2017 06:47
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent