Aftur leita Argentínumenn til AGS Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2018 07:17 Argentínumenn mótmæltu á götum úti þegar fregnir bárust af því að stjórnvöld hefðu aftur leitað á náðir AGS - FMI upp á spænsku. Vísir/AFP Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er sagður hafa samþykkt að veita argentínskum stjórnvöldum lán sem nemur um 50 milljörðum bandaríkjadala, rúmlega 5200 milljörðum íslenskra króna. Láninu er ætlað að styrkja lemstraðan efnahag landsins. Þrátt fyrir að stjórn sjóðsins eigi formlega eftir að gefa grænt ljós á lánveitinguna hefur framkvæmdastjóri AGS, Christine Lagarde, hrósaði Argentínumönnum fyrir að hafa náð samkomulaginu. Því er ætlað að fátt sé því til fyrirstöðu að lánið verði veitt. Argentínumenn, sem hafa í raun glímt við efnahagsvandræði í áratugi, sóttu um aðstoð AGS þann 8. maí síðastliðinn þegar gengi argentínska pesósins hafði sjaldan verið veikara. Stjórnvöld hafa heitið því að bregðast við efnahagsástandinu, ekki síst verðbólgunni sem nú er um 20 prósent. Ætla má að það muni fela í sér umtalsverðan niðurskurð í útgjöldum ríkisins með meðfylgjandi uppsögnum. Forseti landsins, Mauricio Macri, hefur því verið harðlega gagnrýndur heimafyrir vegna lánsumsóknarinnar.AGS óvinsæll AGS er ekki hátt skrifaður í Argentínu en margir telja að efnahagshrun landsins árið 2001 megi að miklu leyti rekja til aðgerða sjóðsins, sem sagður er hafa skilið ríkið eftir eitt úti í kuldanum. Engu að síður telur Macri að lánveitingin muni ýta undir vöxt efnahagskerfisins og tryggja það að Argentínumenn lendi ekki í sömu kröggum og áður. Efnahagssaga Argentínu á liðinni öld er sveiflu- og öfgakennd. Frá miðri síðustu öld hefur argentínskur efnahagur verið verkalýðshreyfingardrifinn sósíalismi undir merkjum Juan Perón, herforingjastjórninn tók svo hægri beygju áður en lýðræðislega kjörin stjórnvöld horfðu aftur til sósíalismans. Á tíunda áratugnum réði frjálshyggjan svo ríkjum og markast endalok hennar af fyrrnefndu hruni árið 2001. Síðan þá hafa efnahagsmál ríkisins markast af samblöndu frjálshyggju og Perónisma - sem leitt hefur til fyrrnefndrar lánveitingar. Argentína Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er sagður hafa samþykkt að veita argentínskum stjórnvöldum lán sem nemur um 50 milljörðum bandaríkjadala, rúmlega 5200 milljörðum íslenskra króna. Láninu er ætlað að styrkja lemstraðan efnahag landsins. Þrátt fyrir að stjórn sjóðsins eigi formlega eftir að gefa grænt ljós á lánveitinguna hefur framkvæmdastjóri AGS, Christine Lagarde, hrósaði Argentínumönnum fyrir að hafa náð samkomulaginu. Því er ætlað að fátt sé því til fyrirstöðu að lánið verði veitt. Argentínumenn, sem hafa í raun glímt við efnahagsvandræði í áratugi, sóttu um aðstoð AGS þann 8. maí síðastliðinn þegar gengi argentínska pesósins hafði sjaldan verið veikara. Stjórnvöld hafa heitið því að bregðast við efnahagsástandinu, ekki síst verðbólgunni sem nú er um 20 prósent. Ætla má að það muni fela í sér umtalsverðan niðurskurð í útgjöldum ríkisins með meðfylgjandi uppsögnum. Forseti landsins, Mauricio Macri, hefur því verið harðlega gagnrýndur heimafyrir vegna lánsumsóknarinnar.AGS óvinsæll AGS er ekki hátt skrifaður í Argentínu en margir telja að efnahagshrun landsins árið 2001 megi að miklu leyti rekja til aðgerða sjóðsins, sem sagður er hafa skilið ríkið eftir eitt úti í kuldanum. Engu að síður telur Macri að lánveitingin muni ýta undir vöxt efnahagskerfisins og tryggja það að Argentínumenn lendi ekki í sömu kröggum og áður. Efnahagssaga Argentínu á liðinni öld er sveiflu- og öfgakennd. Frá miðri síðustu öld hefur argentínskur efnahagur verið verkalýðshreyfingardrifinn sósíalismi undir merkjum Juan Perón, herforingjastjórninn tók svo hægri beygju áður en lýðræðislega kjörin stjórnvöld horfðu aftur til sósíalismans. Á tíunda áratugnum réði frjálshyggjan svo ríkjum og markast endalok hennar af fyrrnefndu hruni árið 2001. Síðan þá hafa efnahagsmál ríkisins markast af samblöndu frjálshyggju og Perónisma - sem leitt hefur til fyrrnefndrar lánveitingar.
Argentína Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira