Engin svör fengust við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til dómsmálaráðherra um það hve oft á undanförnum fimm árum óskað hefur verið eftir nýjum gæsluvarðhaldsúrskurði þegar minna en sólarhringur er eftir af fyrri úrskurði eða sá er þegar liðinn.
Fyrirspurnin var lögð fram í kjölfar fregna af hvarfi Sindra Þórs Stefánssonar af fangelsinu á Sogni eftir að úrskurður um gæsluvarðhald yfir honum hafði runnið sitt skeið. Í fyrirspurninni var einnig spurt um hve oft varðhaldsfangi var látinn laus eftir að fyrri úrskurði lauk eða hvaða úrræðum hafði verið beitt.
Dómsmálaráðuneytið reyndi að afla upplýsinga um efnið hjá Fangelsismálastofnun, Ríkissaksóknara og dómstólasýslunni. Hvergi er til skrá um efnið. Til að afla upplýsinganna hefði þurft að fara yfir hvern og einn gæsluvarðhaldsúrskurð sem fallið hefur síðastliðin fimm ár en með hliðsjón af því var svar ekki veitt.
Engu svarað um gæsluvarðhald

Tengdar fréttir

Sindri áfram í farbann
Sindri Þór Stefánsson var í dag úrskurðaður í eins mánaðar farbann til viðbótar í Héraðsdómi Reykjaness.

Alltof langt gæsluvarðhald hafði áhrif á að Sindri Þór lét sig hverfa að sögn verjanda
Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar furðar sig yfir hversu lengi hann var látinn dúsa í gæsluvarðhaldi eða í alls tíu vikur. Það sé helsta ástæðan fyrir því í að Sindri ákvað að láta sig hverfa úr fangelsinu að Sogni.

Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air
Sindri Þór Stefánsson segist vilja hreinsa mannorð sitt og halda áfram með líf sitt. Hann hafi engan áhuga á að vera þekktur á Íslandi sem strokufangi.