Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um forsögu hörmunganna í Jemen, seinni hlutann má finna hér. Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. Af þeim tæpu 28 milljónum sem búa í landinu þurfa 22 milljónir mataraðstoð og að minnsta kosti 8 milljónir lifa við hungurmörk. Milljónir barna þjást af næringarskorti og útlit er fyrir að ástandið versni áður en það batnar. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa staðið fyrir mannskæðum loftárásum í Jemen síðustu þrjú ár eða síðan borgarastríð hófst í landinu. Íhlutun Sáda, og bandamanna þeirra, hefur gert skelfingarástand enn verra og komið í veg fyrir að hjálpargögn berist til bágstaddra. Milljónir gætu soltið ef svo fer fram sem horfir. En hvar hófust vandræðin og hverjir bera ábyrgð? Svarið við þeirri spurningu virðist fara mikið eftir því hvar menn standa í valdapólitík Miðausturlanda.Kaffi á uppruna sinn í Jemen og grannríkinu EþíópíuKaffi og Kóraninn Jemen er næst stærsta ríki Arabíuskagans og elstu minjar um byggð þar ná 7000 ár aftur í tímann. Þeir sem hafa gluggað í eldri rit Biblíunnar muna kannski eftir drottningunni af Saba, sem sótti heim Salómon konung, en Saba er einmitt hið forna heiti á Jemen. Þar var um tíma, á sjöttu öld eftir Krist, mesta veldi sem gyðingar hafa stjórnað utan Ísraels. Um svipað leyti fæddist Múhameð Spámaður rétt norður af Jemen, þar sem Sádí-Arabía er í dag. Þegar Múhameð byrjaði að boða Íslam var Jemen langþróaðasta svæði Arabíuskagans. Hann sendi þann mann sem hann treysti best, Ali frænda sinn, til að boða þessa nýju trú í Jemen þar sem henni var vel tekið. Næstu aldir einkenndust af valdabaráttu og stjórnarskiptum í hinum íslamska heimi þar sem Jemen var oft vígvöllur. Landið öðlaðist á sama tíma frægð og auð sem langstærsti kaffiútflytjandi heims. Nafnið Mocha er dregið af heiti hafnarborgar í Jemen og öldum saman kom nánast allt kaffi sem var drukkið í heiminum frá Jemen.Jemenskir karlmenn eru nánast aldrei án kutans og bera hann í belti sínu nánast óháð öðrum klæðnaðiErlendar hersveitir hverfa eins og salt í vatni Nú ber að geta þess að öldum saman þótti Jemen sérstaklega erfitt landsvæði til að halda yfirráðum yfir. Í heimildum Ottóman Tyrkja kemur fram að á 7 ára tímabili hafi þeir sent meira en 80.000 hermenn til að berja niður uppreisnir í Jemen. Aðeins sjö þúsund þeirra lifðu það af. „Hersveitir okkar hverfa í Jemen eins og salt sem leyst er upp í vatni,“ segir í einni heimild. Landið er afar harðbýlt og fornar minjar um vel varða byggð í fjalllendi benda til þess að íbúar svæðisins hafi snemma búið við átök og verið harðir í horn að taka. Enn þann dag í dag ganga flestir jemenskir karlmenn með stærðarinnar rýting eða laghníf sem er hluti af bæði þjóðarbúningi þeirra og hversagsklæðnaði.Það er hægara sagt en gert að ráðast á byggð sem þessaFyrir vikið hafa Jemenar varðveitt mjög sjaldgæfa útgáfu af Íslam sem var útrýmt á öðrum svæðum: Zaidisma. Aðeins 0,5% af múslimum heimsins aðhyllast þessa túlkun á Íslam og eru þeir nánast allir í Jemen þar sem þeir eru rúmlega 40% af þjóðinni. Tæknilega fellur Zaidismi í sama flokk og sjía útgáfan af Íslam, sem Íranar aðhyllast. Það átti eftir að skipta máli í borgarastríðinu sem hófst árið 2015.Sádar hafa náð að breiða öfgafulla túlkun sína á Íslam, Wahabisma, um allan heiminn í krafti olíuauðsVísir/GettySádar: Þjóð í hlekkjum hugarfarsins Sádar, nánustu nágrannar og áhrifavaldar í lífum Jemena til margra alda, hafa ráðið lögum og lofum í samfélagi Persaflóaríkjanna síðustu áratugi. Það gera þeir í krafti olíuauðs og pólitískra tengsla við Vesturveldin. Það voru jú vesturlönd sem komu Sádí ættinni til valda á 20. Öldinni og var það gagngert til að tryggja aðgengi vestrænna fyrirtækja að olíunni. Íran er eina ógnin við algjör yfirráð Sáda, og bandamanna þeirra, yfir Persaflóanum. Íranar aðhyllast sem fyrr segir sjía Íslam, ólíkt Sádum sem líta á það afbrigði Íslam sem ekkert annað en villutrú sem beri að útrýma með öllum tiltækum ráðum. Ástæðan er sú að það form Íslam sem náði undirtökunum í Sádí-Arabíu kallast Wahabismi og er það sama afbrigði og hryðjuverkasamtök á borð við al Kaída og ISIS hafa notað til að réttlæta voðaverk sín. Wahabismi er frekar ung hugmyndafræði sem nánast enginn aðhylltist fyrr en um miðja 20. öldina þegar olía fannst fyrir tilviljun á því svæði sem fylgismenn Wahabs bjuggu á í Sádí-Arabíu. Um er að ræða gríðarlega íhaldssama túlkun á trúarritum og endurskoðun á sögu múslima. Inntakið í trú Wahabista er að snúa beri aftur til hugsunarháttar miðalda og afskrifa mest allt sem gerst hefur í þróun mannkyns og Íslam síðan þá. Þá beri að myrða alla sem standi gegn túlkun þeirra á trúnni, sérstaklega aðra múslima. Þeir skeggjuðu vígamenn múslimaheimsins sem við sjáum í sjónvarpsfréttum eru nánast allir Wahabistar og þannig í miklum minnihluta í hinum íslamska heimi almennt. Í nafni þessarar hugmyndafræði hafa Sádar þó reynt að hafa sterk ítök í grannríkjum sínum og raunar múslimaheiminum öllum með fjárgjöfum og útbreiðslu á Wahabisma til annarra landa.Hörmundarástand er í Jemen, skortur er á mat og öllum nauðsynjum og milljónir lifa við hungurmörkVísir/GettyÓstöðugleiki og stríð Til einföldunar verður hér skautað yfir skiptingu Jemen í Norður- og Suður-Jemen eftir nýlendutímann en eftir langt og blóðugt borgarastríð var landið sameinað á ný árið 1990. Forseti nýja lýðveldisins, Ali Abdullah Saleh, reitti Sáda strax til reiði sama ár þegar hann lagðist alfarið gegn því að Arabaríkin leyfðu Bandaríkjamönnum að nota herstöðvar sínar í stríðinu gegn Írak. Fyrir vikið ráku Sádar tæpa milljón jemenskra ríkisborgara úr landi og studdu andófsmenn í Jemen sem endurvöktu borgarastríðið um tíma. Óstöðugleikinn sem einkennt hafði Jemen síðustu áratugi átti því eftir að halda áfram að há allri framþróun í landinu. Endurteknir þurrkar, uppskerubrestir og eyðing ræktarlands gerðu illt verra.Hútarnir rísa uppVísir/GettyEinangraður trúarhópur rís til valda Árið 2004 áttu sér stað atburðir sem fáir tóku eftir og enn færri gátu séð fyrir að myndu óbeint leiða til þeirra hörmunga sem við sjáum í dag. Í norðurhluta Jemens, þar sem fyrrnefndir Zaidi múslimar eru fjölmennastir, hófst lítil uppreisn trúarleiðtoga gegn héraðsstjórninni. Leiðtogi þessara Zaidi uppreisnarmanna hét Hussein al Houthi. Uppreisnarmennirnir voru fljótlega kenndir við andlegan leiðtoga sinn og kallaðir Hútar. Fyrstu árin voru kröfur Húta nokkuð hófsamar og sneru mest að sjálfstjórn og bættum kjörum í héröðum sínum. Það var ekki fyrr en arabíska vorið hófst árið 2011, og ríkisstjórn Jemens féll vegna mótmæla almennings, sem valdajafnvægið gjörbreyttist. Í kjölfarið náðu Hútar undirtökunum í baráttu sinni við stjórnarherinn sem var klofinn og illa búinn eftir stjórnarskiptin. Árið 2015 voru Hútar búnir að ná völdum í höfuðborginni en borgarastríðið geysaði áfram og Sádar blönduðu sér í leikinn fyrir alvöru. Fréttaskýringar Jemen Tengdar fréttir Segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi á vopnum Þingmaður Vinstri grænna segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi þegar kemur að vopnaflutningum með heimild íslenskra yfirvalda. Yfirvöld þurfi að kanna til hlítar hvers eðlis slíkir flutningar séu hverju sinni. 3. mars 2018 19:00 Barist um mikilvæga jemenska hafnarborg Hersveitir, studdar af Sádum, byrjuðu sókn sína inn í jemensku hafnarborgina Hudaydah í nótt. 13. júní 2018 06:35 Öryggisráðið fundar í dag vegna árásarinnar í Jemen Óttast er um fjölda óbreyttra borgara sem búa í Hodeidah. 14. júní 2018 09:02 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent
Þetta er fyrri hluti fréttaskýringar um forsögu hörmunganna í Jemen, seinni hlutann má finna hér. Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. Af þeim tæpu 28 milljónum sem búa í landinu þurfa 22 milljónir mataraðstoð og að minnsta kosti 8 milljónir lifa við hungurmörk. Milljónir barna þjást af næringarskorti og útlit er fyrir að ástandið versni áður en það batnar. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa staðið fyrir mannskæðum loftárásum í Jemen síðustu þrjú ár eða síðan borgarastríð hófst í landinu. Íhlutun Sáda, og bandamanna þeirra, hefur gert skelfingarástand enn verra og komið í veg fyrir að hjálpargögn berist til bágstaddra. Milljónir gætu soltið ef svo fer fram sem horfir. En hvar hófust vandræðin og hverjir bera ábyrgð? Svarið við þeirri spurningu virðist fara mikið eftir því hvar menn standa í valdapólitík Miðausturlanda.Kaffi á uppruna sinn í Jemen og grannríkinu EþíópíuKaffi og Kóraninn Jemen er næst stærsta ríki Arabíuskagans og elstu minjar um byggð þar ná 7000 ár aftur í tímann. Þeir sem hafa gluggað í eldri rit Biblíunnar muna kannski eftir drottningunni af Saba, sem sótti heim Salómon konung, en Saba er einmitt hið forna heiti á Jemen. Þar var um tíma, á sjöttu öld eftir Krist, mesta veldi sem gyðingar hafa stjórnað utan Ísraels. Um svipað leyti fæddist Múhameð Spámaður rétt norður af Jemen, þar sem Sádí-Arabía er í dag. Þegar Múhameð byrjaði að boða Íslam var Jemen langþróaðasta svæði Arabíuskagans. Hann sendi þann mann sem hann treysti best, Ali frænda sinn, til að boða þessa nýju trú í Jemen þar sem henni var vel tekið. Næstu aldir einkenndust af valdabaráttu og stjórnarskiptum í hinum íslamska heimi þar sem Jemen var oft vígvöllur. Landið öðlaðist á sama tíma frægð og auð sem langstærsti kaffiútflytjandi heims. Nafnið Mocha er dregið af heiti hafnarborgar í Jemen og öldum saman kom nánast allt kaffi sem var drukkið í heiminum frá Jemen.Jemenskir karlmenn eru nánast aldrei án kutans og bera hann í belti sínu nánast óháð öðrum klæðnaðiErlendar hersveitir hverfa eins og salt í vatni Nú ber að geta þess að öldum saman þótti Jemen sérstaklega erfitt landsvæði til að halda yfirráðum yfir. Í heimildum Ottóman Tyrkja kemur fram að á 7 ára tímabili hafi þeir sent meira en 80.000 hermenn til að berja niður uppreisnir í Jemen. Aðeins sjö þúsund þeirra lifðu það af. „Hersveitir okkar hverfa í Jemen eins og salt sem leyst er upp í vatni,“ segir í einni heimild. Landið er afar harðbýlt og fornar minjar um vel varða byggð í fjalllendi benda til þess að íbúar svæðisins hafi snemma búið við átök og verið harðir í horn að taka. Enn þann dag í dag ganga flestir jemenskir karlmenn með stærðarinnar rýting eða laghníf sem er hluti af bæði þjóðarbúningi þeirra og hversagsklæðnaði.Það er hægara sagt en gert að ráðast á byggð sem þessaFyrir vikið hafa Jemenar varðveitt mjög sjaldgæfa útgáfu af Íslam sem var útrýmt á öðrum svæðum: Zaidisma. Aðeins 0,5% af múslimum heimsins aðhyllast þessa túlkun á Íslam og eru þeir nánast allir í Jemen þar sem þeir eru rúmlega 40% af þjóðinni. Tæknilega fellur Zaidismi í sama flokk og sjía útgáfan af Íslam, sem Íranar aðhyllast. Það átti eftir að skipta máli í borgarastríðinu sem hófst árið 2015.Sádar hafa náð að breiða öfgafulla túlkun sína á Íslam, Wahabisma, um allan heiminn í krafti olíuauðsVísir/GettySádar: Þjóð í hlekkjum hugarfarsins Sádar, nánustu nágrannar og áhrifavaldar í lífum Jemena til margra alda, hafa ráðið lögum og lofum í samfélagi Persaflóaríkjanna síðustu áratugi. Það gera þeir í krafti olíuauðs og pólitískra tengsla við Vesturveldin. Það voru jú vesturlönd sem komu Sádí ættinni til valda á 20. Öldinni og var það gagngert til að tryggja aðgengi vestrænna fyrirtækja að olíunni. Íran er eina ógnin við algjör yfirráð Sáda, og bandamanna þeirra, yfir Persaflóanum. Íranar aðhyllast sem fyrr segir sjía Íslam, ólíkt Sádum sem líta á það afbrigði Íslam sem ekkert annað en villutrú sem beri að útrýma með öllum tiltækum ráðum. Ástæðan er sú að það form Íslam sem náði undirtökunum í Sádí-Arabíu kallast Wahabismi og er það sama afbrigði og hryðjuverkasamtök á borð við al Kaída og ISIS hafa notað til að réttlæta voðaverk sín. Wahabismi er frekar ung hugmyndafræði sem nánast enginn aðhylltist fyrr en um miðja 20. öldina þegar olía fannst fyrir tilviljun á því svæði sem fylgismenn Wahabs bjuggu á í Sádí-Arabíu. Um er að ræða gríðarlega íhaldssama túlkun á trúarritum og endurskoðun á sögu múslima. Inntakið í trú Wahabista er að snúa beri aftur til hugsunarháttar miðalda og afskrifa mest allt sem gerst hefur í þróun mannkyns og Íslam síðan þá. Þá beri að myrða alla sem standi gegn túlkun þeirra á trúnni, sérstaklega aðra múslima. Þeir skeggjuðu vígamenn múslimaheimsins sem við sjáum í sjónvarpsfréttum eru nánast allir Wahabistar og þannig í miklum minnihluta í hinum íslamska heimi almennt. Í nafni þessarar hugmyndafræði hafa Sádar þó reynt að hafa sterk ítök í grannríkjum sínum og raunar múslimaheiminum öllum með fjárgjöfum og útbreiðslu á Wahabisma til annarra landa.Hörmundarástand er í Jemen, skortur er á mat og öllum nauðsynjum og milljónir lifa við hungurmörkVísir/GettyÓstöðugleiki og stríð Til einföldunar verður hér skautað yfir skiptingu Jemen í Norður- og Suður-Jemen eftir nýlendutímann en eftir langt og blóðugt borgarastríð var landið sameinað á ný árið 1990. Forseti nýja lýðveldisins, Ali Abdullah Saleh, reitti Sáda strax til reiði sama ár þegar hann lagðist alfarið gegn því að Arabaríkin leyfðu Bandaríkjamönnum að nota herstöðvar sínar í stríðinu gegn Írak. Fyrir vikið ráku Sádar tæpa milljón jemenskra ríkisborgara úr landi og studdu andófsmenn í Jemen sem endurvöktu borgarastríðið um tíma. Óstöðugleikinn sem einkennt hafði Jemen síðustu áratugi átti því eftir að halda áfram að há allri framþróun í landinu. Endurteknir þurrkar, uppskerubrestir og eyðing ræktarlands gerðu illt verra.Hútarnir rísa uppVísir/GettyEinangraður trúarhópur rís til valda Árið 2004 áttu sér stað atburðir sem fáir tóku eftir og enn færri gátu séð fyrir að myndu óbeint leiða til þeirra hörmunga sem við sjáum í dag. Í norðurhluta Jemens, þar sem fyrrnefndir Zaidi múslimar eru fjölmennastir, hófst lítil uppreisn trúarleiðtoga gegn héraðsstjórninni. Leiðtogi þessara Zaidi uppreisnarmanna hét Hussein al Houthi. Uppreisnarmennirnir voru fljótlega kenndir við andlegan leiðtoga sinn og kallaðir Hútar. Fyrstu árin voru kröfur Húta nokkuð hófsamar og sneru mest að sjálfstjórn og bættum kjörum í héröðum sínum. Það var ekki fyrr en arabíska vorið hófst árið 2011, og ríkisstjórn Jemens féll vegna mótmæla almennings, sem valdajafnvægið gjörbreyttist. Í kjölfarið náðu Hútar undirtökunum í baráttu sinni við stjórnarherinn sem var klofinn og illa búinn eftir stjórnarskiptin. Árið 2015 voru Hútar búnir að ná völdum í höfuðborginni en borgarastríðið geysaði áfram og Sádar blönduðu sér í leikinn fyrir alvöru.
Segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi á vopnum Þingmaður Vinstri grænna segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi þegar kemur að vopnaflutningum með heimild íslenskra yfirvalda. Yfirvöld þurfi að kanna til hlítar hvers eðlis slíkir flutningar séu hverju sinni. 3. mars 2018 19:00
Barist um mikilvæga jemenska hafnarborg Hersveitir, studdar af Sádum, byrjuðu sókn sína inn í jemensku hafnarborgina Hudaydah í nótt. 13. júní 2018 06:35
Öryggisráðið fundar í dag vegna árásarinnar í Jemen Óttast er um fjölda óbreyttra borgara sem búa í Hodeidah. 14. júní 2018 09:02