Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júní 2018 12:38 Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. vísir/getty Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. Þetta segir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en yfirlýsing hans kemur rúmlega hálfum sólarhring áður en þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hittast á sögulegum fundi í Singapúr á þriðjudag. Fundurinn hefst klukkan níu að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Á vef Guardian segir að Pompeo hafi ekki farið nánar út í það hvað gæti falist í þeim griðasamningi sem Trump myndi bjóða Kim en sagði þó ljóst að samkomulagið myndi ganga lengra en loforð sem Bandaríkin gáfu Norður-Kóreu árið 2005. „Við erum tilbúnir til að gefa Norður-Kóreumönnum ákveðin loforð svo þeir geti hafið afkjarnorkuvæðingu. Vð erum tilbúnir til að fara í aðgerðir sem munu veita þeim fullvissu um að þeir geti farið í kjarnorkuafvopnun áhyggjulausir um að hún muni ekki enda illa fyrir þá,“ sagði Pompeo við blaðamenn fyrr í dag og bætti við að Bandaríkin væru tilbúin að gefa Norður-Kóreu loforð sem væru öðruvísi en áður hefði verið gert. Yfirvöld í Pyongyang sjá kjarnorkuafvopnun sem ferli sem tekið er skref fyrir skref þar sem bæði Bandaríkin og Norður-Kórea taki skref í átt að því fjarlæga lokamarkmiði sem væri alger kjarnorkuafvopnun. Trump hefur áður lýst því yfir að hann krefjist algjörrar kjarnorkuafvopnunar Norður-Kóreu þar sem yfirvöldum í Pyongyang yrði umbunað með tryggingum í öryggismálum fari þau í einhliða aðgerðir með kjarnorkuafvopnun að markmiði. Eftir því sem nær hefur dregið fundi þeirra Kim hefur forsetinn hins vegar ekki tekið jafn djúpt í árinni og gefið því undir fótinn að viðræðurnar gætu verið opnar í annan endann með fleiri samningaviðræðum í framtíðinni. Á Twitter í dag sagði Pompeo síðan að Bandaríkin stæðu föst á því að Norður-Kórea skuli fara í algjöra kjarnorkuafvopnun. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim mættur til Singapúr Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 10. júní 2018 08:48 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Segist geta lesið Kim eins og opna bók á innan við einni mínútu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni vita innan einnar mínútu frá upphafi leiðtogafundarins með Kim Jong-un í næstu viku hvort fundurinn beri árangur. 9. júní 2018 16:17 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. Þetta segir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en yfirlýsing hans kemur rúmlega hálfum sólarhring áður en þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hittast á sögulegum fundi í Singapúr á þriðjudag. Fundurinn hefst klukkan níu að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Á vef Guardian segir að Pompeo hafi ekki farið nánar út í það hvað gæti falist í þeim griðasamningi sem Trump myndi bjóða Kim en sagði þó ljóst að samkomulagið myndi ganga lengra en loforð sem Bandaríkin gáfu Norður-Kóreu árið 2005. „Við erum tilbúnir til að gefa Norður-Kóreumönnum ákveðin loforð svo þeir geti hafið afkjarnorkuvæðingu. Vð erum tilbúnir til að fara í aðgerðir sem munu veita þeim fullvissu um að þeir geti farið í kjarnorkuafvopnun áhyggjulausir um að hún muni ekki enda illa fyrir þá,“ sagði Pompeo við blaðamenn fyrr í dag og bætti við að Bandaríkin væru tilbúin að gefa Norður-Kóreu loforð sem væru öðruvísi en áður hefði verið gert. Yfirvöld í Pyongyang sjá kjarnorkuafvopnun sem ferli sem tekið er skref fyrir skref þar sem bæði Bandaríkin og Norður-Kórea taki skref í átt að því fjarlæga lokamarkmiði sem væri alger kjarnorkuafvopnun. Trump hefur áður lýst því yfir að hann krefjist algjörrar kjarnorkuafvopnunar Norður-Kóreu þar sem yfirvöldum í Pyongyang yrði umbunað með tryggingum í öryggismálum fari þau í einhliða aðgerðir með kjarnorkuafvopnun að markmiði. Eftir því sem nær hefur dregið fundi þeirra Kim hefur forsetinn hins vegar ekki tekið jafn djúpt í árinni og gefið því undir fótinn að viðræðurnar gætu verið opnar í annan endann með fleiri samningaviðræðum í framtíðinni. Á Twitter í dag sagði Pompeo síðan að Bandaríkin stæðu föst á því að Norður-Kórea skuli fara í algjöra kjarnorkuafvopnun.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim mættur til Singapúr Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 10. júní 2018 08:48 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Segist geta lesið Kim eins og opna bók á innan við einni mínútu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni vita innan einnar mínútu frá upphafi leiðtogafundarins með Kim Jong-un í næstu viku hvort fundurinn beri árangur. 9. júní 2018 16:17 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Kim mættur til Singapúr Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 10. júní 2018 08:48
Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53
Segist geta lesið Kim eins og opna bók á innan við einni mínútu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni vita innan einnar mínútu frá upphafi leiðtogafundarins með Kim Jong-un í næstu viku hvort fundurinn beri árangur. 9. júní 2018 16:17