Landspítali og HÍ ætla að fara yfir skýrslu Karólínska Hersir Aron Ólafsson og Kjartan Kjartansson skrifa 26. júní 2018 20:42 Bæði Landspítalinn og Háskóli Íslands ætla að fara yfir nýja skýrslu Karólínsku stofnunarinnar sænsku um plastbarkamálið svonefnda. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, var einn þeirra sem var talinn hafa gerst sekur um vísindalegt misferli. Tómas gagnrýnir sjálfur niðurstöður rektors Karolinska í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í dag. Engin ný efnisatriði hafi komið fram, honum hafi verið eignaðir hlutir sem hann hafi enga aðkomu átt að og hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að fylgja eftir gögnum sem hann afhenti rannsóknarnefndinni, þvert á gefin loforð. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 um niðurstöður rektors Karólínsku sjúkrahússins vísar Landspítalinn til skýrslu óháðrar nefndar Háskóla Íslands og Landspítala um málið sem kom út í vetur. Þar hafi vísindalegur þáttur málsins verið tekinn fyrir. „Landspítali og Háskóli Íslands munu saman og í sitt hvoru lagi fara yfir þessa nýju skýrslu Karolinska Institutet eins og önnur gögn sem fram hafa komið í þessu erfiða og flókna máli,“ segir í svarinu. Í skýrslu óháðu nefndarinnar var fundið að vinnubrögðum Tómasar. Honum hafi ekki verið heimilt að bæta við tilvísun fyrir Beyene fyrir meðferðina á Karólínska sjúkrahúsinu. Nefndin taldi að ítalski læknirinn hefði blekkt Tómas. Varðandi vísindarannsóknir tengdar ígræðslunni átaldi nefndin Tómas fyrir að hafa ekki aflað leyfa fyrir þeim. Tómas og Landspítalinn hafi ekki fylgt lagareglum um vísindarannsóknir í tengslum við mál Beyene. Tómas var sendur í leyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum í nóvember í kjölfar skýrslu óháðu nefndarinnar. Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Bæði Landspítalinn og Háskóli Íslands ætla að fara yfir nýja skýrslu Karólínsku stofnunarinnar sænsku um plastbarkamálið svonefnda. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, var einn þeirra sem var talinn hafa gerst sekur um vísindalegt misferli. Tómas gagnrýnir sjálfur niðurstöður rektors Karolinska í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í dag. Engin ný efnisatriði hafi komið fram, honum hafi verið eignaðir hlutir sem hann hafi enga aðkomu átt að og hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að fylgja eftir gögnum sem hann afhenti rannsóknarnefndinni, þvert á gefin loforð. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 um niðurstöður rektors Karólínsku sjúkrahússins vísar Landspítalinn til skýrslu óháðrar nefndar Háskóla Íslands og Landspítala um málið sem kom út í vetur. Þar hafi vísindalegur þáttur málsins verið tekinn fyrir. „Landspítali og Háskóli Íslands munu saman og í sitt hvoru lagi fara yfir þessa nýju skýrslu Karolinska Institutet eins og önnur gögn sem fram hafa komið í þessu erfiða og flókna máli,“ segir í svarinu. Í skýrslu óháðu nefndarinnar var fundið að vinnubrögðum Tómasar. Honum hafi ekki verið heimilt að bæta við tilvísun fyrir Beyene fyrir meðferðina á Karólínska sjúkrahúsinu. Nefndin taldi að ítalski læknirinn hefði blekkt Tómas. Varðandi vísindarannsóknir tengdar ígræðslunni átaldi nefndin Tómas fyrir að hafa ekki aflað leyfa fyrir þeim. Tómas og Landspítalinn hafi ekki fylgt lagareglum um vísindarannsóknir í tengslum við mál Beyene. Tómas var sendur í leyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum í nóvember í kjölfar skýrslu óháðu nefndarinnar.
Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira