Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Benedikt Bóas skrifar 22. júní 2018 07:00 Þegar stelpurnar fóru á leikinn streymdu að þeim fréttamenn hvaðanæva úr heiminum og báðu um viðtöl; frá Kína, Japan, Mexíkó, Argentínu, Belgíu og svo mætti lengi telja. Hér eru þær í góðu stuði með einum frá Mexíkó sem að sjálfsögðu var með barðastóran hatt. „Ég hef aldrei upplifað svona áður, þó maður hafi oft verið beðinn um eina og eina mynd af gangandi vegfarendum, en þetta var orðið þannig að fólk var löngu hætt að bera virðingu fyrir manni og togaði mann bara til sín til að taka myndir,“ segir Hera Gísladóttir en hún og vinkona hennar, Gurrý Jónsdóttir, urðu frekar óvænt ótrúlega vinsælar í Rússlandi.Stelpurnar pósuðu fyrir hvern sem er en urðu að biðja fólk um það væri bara ein mynd tekin. Áreitið var slíkt.Fyrir leik Íslands og Argentínu sátu þær inni á veitingastað á hótelinu The Four Seasons sem stendur rétt við Rauða torgið. Gurrý stakk upp á því að fara út að torgi að taka myndir og skömmu eftir að hafa smellt af þeirri fyrstu fór fólk að drífa að. „Ég var varla búin að ná einni mynd af henni þegar það hrúgast að okkur fólk og byrjar að gera „húið“ og hrópa áfram Ísland!“ „Þá kom að okkur ein kona og spurði hvort litla stelpan hennar mætti fá mynd af sér með okkur og auðvitað fannst okkur það minnsta mál. Við tókum nokkrar myndir af okkur með henni, en það sem við sáum ekki var að á meðan fór að myndast röð til hliðar við okkur. Svo var pikkað í öxlina á mér og eina sem var sagt var „photo please?“. Stelpurnar fóru að kalla til lýðsins að röðin væri vinstra megin, meira í gríni en alvöru og að hver og einn fengi aðeins eina mynd, slíkt væri áreitið. „Á meðan á þessu stóð vorum við að skrifa undir leyfi að það mætti nota myndband af okkur í auglýsingu þar sem tökumaðurinn hefði náð svo flottu skoti af okkur. Þetta var fyrir stóran bjórframleiðanda.“ „Eftir að einhver fann út Instagramið mitt fór ég að fá helling af einkaskilaboðum og þó svo að ég sé enginn Rúrik þá hef ég síðustu tvo daga fengið yfir 500 nýja fylgjendur.“„Smám saman náðum við að færa okkur nær veitingastaðnum sem við vorum á og hlupum svo þangað inn að lokum og biðum eftir því að leggja af stað á leikinn.“ „Þar tók ekkert minna áreiti við, og streymdu að okkur fréttastofur alls staðar að úr heiminum og báðu um viðtöl. Frá Kína, Japan, Mexíkó, Argentínu, Belgíu og svo mætti lengi telja, og að lokum þurftum við að ganga hratt í gegnum þvöguna til að missa ekki af leiknum.“ „Það gekk samt ekkert allt of vel, þar sem á sama tíma var allt vitlaust í myndatökum,“ segir hún. Þrátt fyrir áreitið og nokkra nýja fylgjendur á samfélagsmiðlum er Hera stolt af því hvað Ísland er að fá mikla landkynningu. „Það var auðvitað rosalega gaman að sjá hvað fólk hafði mikinn áhuga á okkur og Íslandi. Það vekur með manni smá þjóðarstolt.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað svona áður, þó maður hafi oft verið beðinn um eina og eina mynd af gangandi vegfarendum, en þetta var orðið þannig að fólk var löngu hætt að bera virðingu fyrir manni og togaði mann bara til sín til að taka myndir,“ segir Hera Gísladóttir en hún og vinkona hennar, Gurrý Jónsdóttir, urðu frekar óvænt ótrúlega vinsælar í Rússlandi.Stelpurnar pósuðu fyrir hvern sem er en urðu að biðja fólk um það væri bara ein mynd tekin. Áreitið var slíkt.Fyrir leik Íslands og Argentínu sátu þær inni á veitingastað á hótelinu The Four Seasons sem stendur rétt við Rauða torgið. Gurrý stakk upp á því að fara út að torgi að taka myndir og skömmu eftir að hafa smellt af þeirri fyrstu fór fólk að drífa að. „Ég var varla búin að ná einni mynd af henni þegar það hrúgast að okkur fólk og byrjar að gera „húið“ og hrópa áfram Ísland!“ „Þá kom að okkur ein kona og spurði hvort litla stelpan hennar mætti fá mynd af sér með okkur og auðvitað fannst okkur það minnsta mál. Við tókum nokkrar myndir af okkur með henni, en það sem við sáum ekki var að á meðan fór að myndast röð til hliðar við okkur. Svo var pikkað í öxlina á mér og eina sem var sagt var „photo please?“. Stelpurnar fóru að kalla til lýðsins að röðin væri vinstra megin, meira í gríni en alvöru og að hver og einn fengi aðeins eina mynd, slíkt væri áreitið. „Á meðan á þessu stóð vorum við að skrifa undir leyfi að það mætti nota myndband af okkur í auglýsingu þar sem tökumaðurinn hefði náð svo flottu skoti af okkur. Þetta var fyrir stóran bjórframleiðanda.“ „Eftir að einhver fann út Instagramið mitt fór ég að fá helling af einkaskilaboðum og þó svo að ég sé enginn Rúrik þá hef ég síðustu tvo daga fengið yfir 500 nýja fylgjendur.“„Smám saman náðum við að færa okkur nær veitingastaðnum sem við vorum á og hlupum svo þangað inn að lokum og biðum eftir því að leggja af stað á leikinn.“ „Þar tók ekkert minna áreiti við, og streymdu að okkur fréttastofur alls staðar að úr heiminum og báðu um viðtöl. Frá Kína, Japan, Mexíkó, Argentínu, Belgíu og svo mætti lengi telja, og að lokum þurftum við að ganga hratt í gegnum þvöguna til að missa ekki af leiknum.“ „Það gekk samt ekkert allt of vel, þar sem á sama tíma var allt vitlaust í myndatökum,“ segir hún. Þrátt fyrir áreitið og nokkra nýja fylgjendur á samfélagsmiðlum er Hera stolt af því hvað Ísland er að fá mikla landkynningu. „Það var auðvitað rosalega gaman að sjá hvað fólk hafði mikinn áhuga á okkur og Íslandi. Það vekur með manni smá þjóðarstolt.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp