Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2018 09:39 Dagur Hoe Sigurjónsson við aðalmeðferð málsins. Fréttablaðið Dagur Hoe Sigurjónsson, sem var ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana með hnífsstungu á Austurvelli í desember í fyrra, hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun. Dagur var dæmdur í 17 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mbl greinir frá.Sjá einnig: Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli Dagur neitaði sök þegar málið var þingfest fyrir héraðsdómi í mars. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula, Elio Hasani, þrisvar sinnum sömu nótt, aðfararnótt sunnudagsins 3. desember. Dagur neitaði einnig sök í þeim ákærulið. Þá bar hann fyrir sig minnisleysi við aðalmeðferð málsins nú í júní. Þar sagði hann m.a. að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og veitt sér höfuðhögg. Eftir höfuðhöggið sagðist Dagur ekki muna neitt um hvað hefði gerst á Austurvelli umrædda nótt. Saksóknari fór fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi.Sjá einnig: „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Foreldrar Sula kröfðu Dag um rúmlega 20 milljónir króna í miskabætur vegna sonarmissins. Við dómsuppkvaðningu í héraðsdómi í dag var Degi gert að greiða móður Sula rúmar fjórar milljónir króna í miskabætur og föður hans rúmlega þrjár milljónir. Þá ber Degi að greiða Hasani, sem krafðist 3,2 milljóna í miskabætur, 1,5 milljónir, að því er segir í frétt Mbl.Fréttin hefur verið uppfærð. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann. 12. júní 2018 06:00 Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps. 12. júní 2018 18:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Dagur Hoe Sigurjónsson, sem var ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana með hnífsstungu á Austurvelli í desember í fyrra, hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun. Dagur var dæmdur í 17 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mbl greinir frá.Sjá einnig: Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli Dagur neitaði sök þegar málið var þingfest fyrir héraðsdómi í mars. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula, Elio Hasani, þrisvar sinnum sömu nótt, aðfararnótt sunnudagsins 3. desember. Dagur neitaði einnig sök í þeim ákærulið. Þá bar hann fyrir sig minnisleysi við aðalmeðferð málsins nú í júní. Þar sagði hann m.a. að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og veitt sér höfuðhögg. Eftir höfuðhöggið sagðist Dagur ekki muna neitt um hvað hefði gerst á Austurvelli umrædda nótt. Saksóknari fór fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi.Sjá einnig: „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Foreldrar Sula kröfðu Dag um rúmlega 20 milljónir króna í miskabætur vegna sonarmissins. Við dómsuppkvaðningu í héraðsdómi í dag var Degi gert að greiða móður Sula rúmar fjórar milljónir króna í miskabætur og föður hans rúmlega þrjár milljónir. Þá ber Degi að greiða Hasani, sem krafðist 3,2 milljóna í miskabætur, 1,5 milljónir, að því er segir í frétt Mbl.Fréttin hefur verið uppfærð.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann. 12. júní 2018 06:00 Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps. 12. júní 2018 18:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25
Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann. 12. júní 2018 06:00
Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps. 12. júní 2018 18:00