Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 13:34 Mike Pompeo tekur í hönd Kim Yong-chol, varaformann miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Hann hitti ekki Kim Jong-un í ferð sinni að þessu sinni. Vísir/EPA Fulltrúar Norður-Kóreu lýsa nýafstöðnum viðræðum sínum við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og sendinefnd hans sem „hörmulegum“. Pompeo hafði skömmu áður sagt að viðræðurnar hefðu verið „gagnlegar“. AP-fréttastofan hefur eftir talsmanni norður-kóreska utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin hefðu „svikið anda“ leiðtogafundar Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í síðasta mánuði í viðræðum síðustu tvo daga. Það hefðu þau gert með því að setja „einhliða þrýsting“ um algera afkjarnavopnavæðingu Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu talsmannsins sagði að niðurstöður viðræðnanna yllu „miklum áhyggjum“ þar sem þær leiddu til hættulegs skeiðs þar sem vilji norður-kóreskra stjórnvalda til að afvopnast gæti minnkað en hann hefði fram að þessu verið staðfastur. Annað hljóð var í Pompoe þegar hann ávarpaði fréttamenn á leið sinni heim frá viðræðunum sem fóru fram í Norður-Kóreu. Viðræðurnar hefðu verið gagnlegar og farið fram „í góðri trú“. Mikill árangur hefði náðst á sumum sviðum þótt enn væri mikið verk fyrir höndum á öðrum sviðum. Trump forseti gekk sjálfur svo langt eftir fund sinn með Kim að fullyrða að kjarnavopnahætta stafaði ekki lengur af Norður-Kóreu. Í vikunni stærði hann sig af því að hafa komið í veg fyrir stríð á Kóreuskaga. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. 28. júní 2018 10:16 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira
Fulltrúar Norður-Kóreu lýsa nýafstöðnum viðræðum sínum við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og sendinefnd hans sem „hörmulegum“. Pompeo hafði skömmu áður sagt að viðræðurnar hefðu verið „gagnlegar“. AP-fréttastofan hefur eftir talsmanni norður-kóreska utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin hefðu „svikið anda“ leiðtogafundar Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í síðasta mánuði í viðræðum síðustu tvo daga. Það hefðu þau gert með því að setja „einhliða þrýsting“ um algera afkjarnavopnavæðingu Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu talsmannsins sagði að niðurstöður viðræðnanna yllu „miklum áhyggjum“ þar sem þær leiddu til hættulegs skeiðs þar sem vilji norður-kóreskra stjórnvalda til að afvopnast gæti minnkað en hann hefði fram að þessu verið staðfastur. Annað hljóð var í Pompoe þegar hann ávarpaði fréttamenn á leið sinni heim frá viðræðunum sem fóru fram í Norður-Kóreu. Viðræðurnar hefðu verið gagnlegar og farið fram „í góðri trú“. Mikill árangur hefði náðst á sumum sviðum þótt enn væri mikið verk fyrir höndum á öðrum sviðum. Trump forseti gekk sjálfur svo langt eftir fund sinn með Kim að fullyrða að kjarnavopnahætta stafaði ekki lengur af Norður-Kóreu. Í vikunni stærði hann sig af því að hafa komið í veg fyrir stríð á Kóreuskaga.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39 Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45 Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. 28. júní 2018 10:16 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira
Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Eftir fund sinn með Kim fullyrti Trump að engin hætta væri lengur af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Í gær sagði hann þveröfugt við Bandaríkjaþing. 23. júní 2018 09:39
Halda áfram uppbyggingu kjarnorkuvers þrátt fyrir loforð um afvopnun Norður Kóreumenn halda áfram uppbyggingu kjarnorkuversins í Yongbyun. 27. júní 2018 14:45
Aukin plútónframleiðsla Norður-Kóreu sögð ótengd friðarumleitunum Gervihnattamyndir sýna að ekkert hlé hefur orðið á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu þrátt fyrir nýlegar friðarumleitanir. 28. júní 2018 10:16
Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53