Deila um lögmæti öryggishliðs við frístundabyggð í landi Fells Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2018 06:00 Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Á Gullna hringnum í Bláskógabyggð eru þrír fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins; Gullfoss og Geysir og Þingvellir. VÍSIR/EINAR Áralöng deila hefur staðið um öryggishlið að frístundabyggð í landi Fells í Biskupstungum. Eigendur jarðarinnar telja að hliðinu hafi verið komið ólöglega fyrir og að það skerði eignarrétt þeirra. Nær allir eigendur frístundahúsa eru hins vegar á öðru máli. Eigandi Fells, en jörðin er um 770 hektarar að flatarmáli, er félagið Selmúli ehf. og hóf félagið að selja lóðir úr jörðinni árið 1997. Frístundahús eru bæði fyrir ofan og neðan þjóðveg sem liggur gegnum jörðina. Ásar eru fyrir ofan þjóðveg. Árið 2014 ræddu lóðareigendur Ása um það að setja upp öryggishlið inn í byggðina og var það samþykkt með meirihluta atkvæða. Einn eigandi vildi ekki greiða sinn hluta í kostnaði af uppsetningu hliðsins og varð af dómsmál. Þetta er ekki eina dómsmálið sem höfðað hefur verið en eigendur Selmúla hafa mótmælt hliðinu og telja uppsetningu þess ólögmæta. Skemmdarverk hafa verið unnin á hliðinu og lögreglan rannsakað hver var þar að verki. Þá hefur málið farið fyrir kærunefnd húsamála sem úrskurðaði að uppsetning hliðsins væri lögmæt. „Þau biðja okkur um að fá að setja upp hlið þarna upp á öryggismál að gera. Stjórn Selmúla ákvað að veita ekki leyfi fyrir því en í framhaldinu gera þau það samt,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, stjórnarformaður Selmúla.Hjalti Úrsus ÁrnasonFélagið fór fram á það að lögbann yrði lagt við uppsetningu þess. Það mál dróst svo fyrir dómstólum að þegar loks var úrskurðað í málinu var hliðið löngu tilbúið og lögbanni hafnað af þeim sökum. Umrætt hlið er þannig úr garði gert að hægt er að opna það með því að hringja í ákveðið símanúmer. Lóðareigendur hafa meðal annars borið því við að eigendur Selmúla geti fengið símanúmerið og þar með aðgang að landi sínu. Þá hafi þeir séð um að bera í veginn og halda honum við í fjölda ára. „Fyrir innan frístundahúsin eru hátt í tvö hundruð hektarar lands sem þau eru að loka á aðgang okkar að,“ segir Hjalti og líkir málinu við það að einhver girði af hluta íbúðar annars manns en veiti honum leyfi til að fara þangað inn með þar til gerðu tæki. „Staðsetning hliðsins er í okkar landi, það er alveg óumdeilt. Við lögðum veginn að bústöðunum svo hann er í okkar eigu. Það er alveg kýrskýrt í kaupsamningunum að við seldum lóðirnar en ekki veginn að þeim. Lögmæti hliðsins hefur ekki enn farið fyrir dómstóla en það mál er í undirbúningi,“ segir Hjalti. Sigurður Guðmundsson, formaður Ása, vildi ekki ræða málið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Áralöng deila hefur staðið um öryggishlið að frístundabyggð í landi Fells í Biskupstungum. Eigendur jarðarinnar telja að hliðinu hafi verið komið ólöglega fyrir og að það skerði eignarrétt þeirra. Nær allir eigendur frístundahúsa eru hins vegar á öðru máli. Eigandi Fells, en jörðin er um 770 hektarar að flatarmáli, er félagið Selmúli ehf. og hóf félagið að selja lóðir úr jörðinni árið 1997. Frístundahús eru bæði fyrir ofan og neðan þjóðveg sem liggur gegnum jörðina. Ásar eru fyrir ofan þjóðveg. Árið 2014 ræddu lóðareigendur Ása um það að setja upp öryggishlið inn í byggðina og var það samþykkt með meirihluta atkvæða. Einn eigandi vildi ekki greiða sinn hluta í kostnaði af uppsetningu hliðsins og varð af dómsmál. Þetta er ekki eina dómsmálið sem höfðað hefur verið en eigendur Selmúla hafa mótmælt hliðinu og telja uppsetningu þess ólögmæta. Skemmdarverk hafa verið unnin á hliðinu og lögreglan rannsakað hver var þar að verki. Þá hefur málið farið fyrir kærunefnd húsamála sem úrskurðaði að uppsetning hliðsins væri lögmæt. „Þau biðja okkur um að fá að setja upp hlið þarna upp á öryggismál að gera. Stjórn Selmúla ákvað að veita ekki leyfi fyrir því en í framhaldinu gera þau það samt,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, stjórnarformaður Selmúla.Hjalti Úrsus ÁrnasonFélagið fór fram á það að lögbann yrði lagt við uppsetningu þess. Það mál dróst svo fyrir dómstólum að þegar loks var úrskurðað í málinu var hliðið löngu tilbúið og lögbanni hafnað af þeim sökum. Umrætt hlið er þannig úr garði gert að hægt er að opna það með því að hringja í ákveðið símanúmer. Lóðareigendur hafa meðal annars borið því við að eigendur Selmúla geti fengið símanúmerið og þar með aðgang að landi sínu. Þá hafi þeir séð um að bera í veginn og halda honum við í fjölda ára. „Fyrir innan frístundahúsin eru hátt í tvö hundruð hektarar lands sem þau eru að loka á aðgang okkar að,“ segir Hjalti og líkir málinu við það að einhver girði af hluta íbúðar annars manns en veiti honum leyfi til að fara þangað inn með þar til gerðu tæki. „Staðsetning hliðsins er í okkar landi, það er alveg óumdeilt. Við lögðum veginn að bústöðunum svo hann er í okkar eigu. Það er alveg kýrskýrt í kaupsamningunum að við seldum lóðirnar en ekki veginn að þeim. Lögmæti hliðsins hefur ekki enn farið fyrir dómstóla en það mál er í undirbúningi,“ segir Hjalti. Sigurður Guðmundsson, formaður Ása, vildi ekki ræða málið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira