Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Atli Ísleifsson skrifar 4. júlí 2018 11:47 Drengirnir fundust á mánudag eftir níu daga leit. Vísir/EPA Umfangsmiklar aðgerðir sem miða að því að ná fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra sem fastir eru í hellakerfinu í norðurhluta Taílands standa nú yfir. Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs segir að nú búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. Jákvæðar fréttir bárust af liðinu í gær þar sem sérsveit taílenska hersins sendi frá sér nýtt myndband af drengjunum. Þar kynntu þeir sér með nafni, heilsuðu að taílenskum sið, sögðust vera við hestaheilsu og virtust nokkuð brattir þrátt fyrir allt.Governor of Chiang Rai province says the rescue of the 12 boys trapped in a flood cave complex in Thailand will depend on their physical condition and says a new cave discovered is suspected to be connected to Tham Luang Nang Non where the survivors are— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 4, 2018 Drengirnir komu í leitirnar á mánudaginn eftir níu daga leit. Vistum hefur verið komið til drengjanna sem sjá þó fram á að þurfa að dvelja í hellinum eitthvað áfram. Tveir liðsmenn sérsveitarinnar munu þó veita drengjunum og þjálfara þeirra félagsskap öllum stundum þar til að þeim verður bjargað. Leiðin upp á yfirborðið er mjög erfið yfirferðar og vegna mikilla rigninga hefur mikið vatn torveldað leiðina enn frekar. Drengirnir eru ekki syndir og þurfa þeir mögulega að hírast í hellinum þar til regntímabilið er á enda eða þá að boruð verði leið að skotinu þar sem þeir dvelja. Sé það rétt að ný leið hafi fundist kann það að auðvelda björgunarstörf, þó að það eigi eftir að koma almennilega í ljós. Drengirnir eru allir í sama fótboltaliði og heimsóttu hellakerfið að lokinni fótboltaæfingu. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Umfangsmiklar aðgerðir sem miða að því að ná fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra sem fastir eru í hellakerfinu í norðurhluta Taílands standa nú yfir. Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs segir að nú búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. Jákvæðar fréttir bárust af liðinu í gær þar sem sérsveit taílenska hersins sendi frá sér nýtt myndband af drengjunum. Þar kynntu þeir sér með nafni, heilsuðu að taílenskum sið, sögðust vera við hestaheilsu og virtust nokkuð brattir þrátt fyrir allt.Governor of Chiang Rai province says the rescue of the 12 boys trapped in a flood cave complex in Thailand will depend on their physical condition and says a new cave discovered is suspected to be connected to Tham Luang Nang Non where the survivors are— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 4, 2018 Drengirnir komu í leitirnar á mánudaginn eftir níu daga leit. Vistum hefur verið komið til drengjanna sem sjá þó fram á að þurfa að dvelja í hellinum eitthvað áfram. Tveir liðsmenn sérsveitarinnar munu þó veita drengjunum og þjálfara þeirra félagsskap öllum stundum þar til að þeim verður bjargað. Leiðin upp á yfirborðið er mjög erfið yfirferðar og vegna mikilla rigninga hefur mikið vatn torveldað leiðina enn frekar. Drengirnir eru ekki syndir og þurfa þeir mögulega að hírast í hellinum þar til regntímabilið er á enda eða þá að boruð verði leið að skotinu þar sem þeir dvelja. Sé það rétt að ný leið hafi fundist kann það að auðvelda björgunarstörf, þó að það eigi eftir að koma almennilega í ljós. Drengirnir eru allir í sama fótboltaliði og heimsóttu hellakerfið að lokinni fótboltaæfingu.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18