Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júlí 2018 13:35 Ættingjar drengjanna voru himinlifandi þegar fregnir bárust af því að þeir hefðu fundist á lífi í hellinum Vísir/Getty Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Strákarnir og þjálfari þeirra eru þrekaðir og vannærðir. Aðstæður í hellinum eru með versta móti og ekki er hættandi á að reyna að grafa göng til drengjanna þar sem það gæti valdið hruni. Strákarnir eru í algjöru myrkri og ósyndir þar að auki en rætt hefur verið um að reyna að kenna þeim undirstöðuatriði í köfun til að koma þeim út. Sérfræðingar eru ekki vongóðir um að það beri árangur og spá því að strákarnir geti þurft að dvelja í hellinum í einhverja mánuði. Hugmyndir eru uppi um að pakka drengjunum inn í einhverskonar flotholt með súrefnistanki en því fylgir áhætta. Auðvelt er að festast á leiðinni og óvanir kafarar fá oft ofsahræðslu við svo erfiðar aðstæður. Vegna vatnavaxta þarf nú að kafa um einn og hálfan kílómetra í hálfgerðu Völundarhúsi til að komast út úr hellinum, sem er ekki á færi flestra. Til að byrja með ætlar taílenski herinn að sjá til þess að nóg sé af mat og öðrum nauðsynjum á vettvangi. Strákarnir eru byrjaðir að borða auðmeltan mat en eru enn veikburða. Illa gengur að lækka vatnsyfirborðið með því að dæla vatni úr hellinum. Ummálið er svo gríðarlegt. Þar að auki er búið að spá úrhelli á næstunni sem veitir ekki á gott. Monsúnrigningin gæti leitt til flóða og þá yrði jafnvel að beita neyðarúrræðum til að ná drengjunum út við illan leik, í stað þess að hætta á að þeir drukkni í hellinum. Björgunarmenn hafa beðið um fimmtán litlar köfunargrímur fyrir börn, sem verði til taks. Nýjustu fregnir frá Taílandi herma að menn séu að búa sig undir að aðgerðirnar standi næstu vikur og janvel mánuði. Tveir læknar úr sjóhernum hafi boðist til að kafa til drengjanna og verða eftir hjá þeim í einhvern tíma á meðan næstu skref verða ákveðin. Ef ákveðið verður að senda kafara til að ná strákunum út er ljóst að þær aðgerðir þarf að æfa og skipuleggja mjög nákvæmlega. Yfirvöld í Taílandi gefa til kynna að löng bið sé í vændum. Drengirnir tólf, sem eru á aldrinum ellefu til sextán ára, festust í sjálfheldu í hellinum fyrir tíu dögum eftir úrhellisrigningu. Þeir fundust í gær eftir umfangsmikla leit. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Strákarnir og þjálfari þeirra eru þrekaðir og vannærðir. Aðstæður í hellinum eru með versta móti og ekki er hættandi á að reyna að grafa göng til drengjanna þar sem það gæti valdið hruni. Strákarnir eru í algjöru myrkri og ósyndir þar að auki en rætt hefur verið um að reyna að kenna þeim undirstöðuatriði í köfun til að koma þeim út. Sérfræðingar eru ekki vongóðir um að það beri árangur og spá því að strákarnir geti þurft að dvelja í hellinum í einhverja mánuði. Hugmyndir eru uppi um að pakka drengjunum inn í einhverskonar flotholt með súrefnistanki en því fylgir áhætta. Auðvelt er að festast á leiðinni og óvanir kafarar fá oft ofsahræðslu við svo erfiðar aðstæður. Vegna vatnavaxta þarf nú að kafa um einn og hálfan kílómetra í hálfgerðu Völundarhúsi til að komast út úr hellinum, sem er ekki á færi flestra. Til að byrja með ætlar taílenski herinn að sjá til þess að nóg sé af mat og öðrum nauðsynjum á vettvangi. Strákarnir eru byrjaðir að borða auðmeltan mat en eru enn veikburða. Illa gengur að lækka vatnsyfirborðið með því að dæla vatni úr hellinum. Ummálið er svo gríðarlegt. Þar að auki er búið að spá úrhelli á næstunni sem veitir ekki á gott. Monsúnrigningin gæti leitt til flóða og þá yrði jafnvel að beita neyðarúrræðum til að ná drengjunum út við illan leik, í stað þess að hætta á að þeir drukkni í hellinum. Björgunarmenn hafa beðið um fimmtán litlar köfunargrímur fyrir börn, sem verði til taks. Nýjustu fregnir frá Taílandi herma að menn séu að búa sig undir að aðgerðirnar standi næstu vikur og janvel mánuði. Tveir læknar úr sjóhernum hafi boðist til að kafa til drengjanna og verða eftir hjá þeim í einhvern tíma á meðan næstu skref verða ákveðin. Ef ákveðið verður að senda kafara til að ná strákunum út er ljóst að þær aðgerðir þarf að æfa og skipuleggja mjög nákvæmlega. Yfirvöld í Taílandi gefa til kynna að löng bið sé í vændum. Drengirnir tólf, sem eru á aldrinum ellefu til sextán ára, festust í sjálfheldu í hellinum fyrir tíu dögum eftir úrhellisrigningu. Þeir fundust í gær eftir umfangsmikla leit.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. 27. júní 2018 07:31
Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46