Afmælisplokkfiskur Guðna forseta Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2018 06:00 Matreiðslumeistarinn Hrefna Sætran segist hafa lært margt af uppskrift Margrétar og mun framvegis nota fisksoð í stað mjólkur í plokkfiskinn Fréttablaðið/Stefán „Mamma, ég missti þetta út úr mér,“ sagði Guðni þegar hann kom til mín í plokkfiskinn. Hann var orðinn svo svangur enda var klukkan orðin margt og matartíminn heima búinn. Þá vissi hann sem var, að ég er alltaf tilbúin og enga stund að gera plokkfiskinn,“ segir Margrét Thorlacius, móðir Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Guðni varð fimmtugur 26. júní og tilkynnti í kvöldfréttum sjónvarps að hann ætlaði í „plokkfisk til mömmu“ að loknu áhorfi á HM-einvígi Íslands og Króatíu í Hljómskálagarðinum. „Það var ósköp indælt og plokkfiskurinn kláraðist eins og alltaf,“ segir Margrét og brosir. „Guðni kom bara einn og við áttum saman góða stund yfir afmælisplokkfisknum og vorum sammála um að þetta hefðu verið ótrúlega hröð fimmtíu ár. Mér finnst þessi hálfa öld hafa flogið því í minningunni er svo stutt síðan drengirnir mínir fæddust og mér er í fersku minni þegar frumburðinn Guðni fæddist, enda var það mesta gleðistund okkar Jóa, föður hans,“ segir Margrét sællar minningar. „Á stórafmælinu rifjuðum við mæðginin upp hvað við hefðum gengið í gegnum í lífinu. Oftast hefur verið bjart en líka erfiðleikar, eins og gengur. Það var auðvitað sárt fyrir alla fjölskylduna þegar Jói minn veiktist en þá var Guðni á viðkvæmasta aldri, aðeins fjórtán ára. Hann varð fullorðinn á þeirri stundu og gekk Jóa, litla bróður sínum sem þá var þriggja ára, nánast í föðurstað og hugsaði mjög vel um bræður sína, en Patrekur var þá tíu ára. Við hjálpuðumst öll að og þetta tókst allt. Ég bað ekki um annað en að koma drengjunum mínum til manns. Ég bað ekki um svona mikið sem orðið hefur, en svona er víst lífið,“ segir Margrét Frægt myndband Elizu Forsetaplokkfiskurinn er vinsæll víðar en heima í eldhúsi hjá Margréti. Þegar tengdadóttir hennar, Eliza Reid forsetafrú, starfaði sem blaðamaður tók hún upp myndband af tengdamóður sinni sýna hvernig ætti að elda plokkfisk. „Mér skilst á Elizu að myndbandið hafi orðið vinsælt víða um heim. Þar er hægt að sjá mig bögglast við enskuna og plokkfiskinn, og nokkrum mánuðum síðar gerði Eliza annað myndband þar sem ég baka pönnukökur,“ segir Margrét og hlær að öllu saman. „Ég hef enga æfingu í að tala ensku en læt mig hafa það. Oft er gert grín að mér fyrir enskuna og enn í minnum haft þegar ég fór með strákunum mínum á hamborgarastað í Glasgow. Þeir voru feimnir að tala ensku svo ég lét mig hafa það þótt ég hefði engan framburð. Þeir vildu nautahakk með osti en mér var lífsins ómögulegt að muna hvað nautahakk þýddi á ensku og veit það varla enn. Eftir mikla umhugsun bað ég um „bull, cut in pieces“,“ segir Margrét og skellir upp úr. „Þetta gleymist aldrei og síðan er alltaf sagt um mat unninn úr nautahakki: „Mamma, er þetta „bull, cut in pieces“?“ En þetta skildist nú þrátt fyrir allt og strákarnir fengu hamborgarana sína.“ Seinna var Margrét á ferð um Skotland þegar hún var stoppuð úti á götu og spurð hvort hún væri plokkfiskskonan. „Ég hafði þá gleymt þessu braski hennar Elizu en hló mig máttlausa þegar ég mundi eftir því og gat víst ekki annað en gengist við því.“ Eldar eftir tilfinningu Plokkfiskur Margrétar er uppskrift frá móður hennar og ömmu. „Sem barn þekkti ég ekki annað en skötu, saltfisk og plokkfisk í matinn. Það var aðalmatur Íslendinga og svo var sunnudagslæri í hádeginu og grautur á eftir. Ég ól mína stráka upp á því og bauð gjarnan mömmu og pabba líka í sunnudagslærið og fjölskyldan naut samverunnar saman,“ segir Margrét sem hefur trú á að fiskur hafi orðið undir sem hversdagsmatur vegna dýrtíðar. „Í þá daga kostaði ekki neitt að ná sér í ýsu eða þorsk en nú eru flökin orðin jafn dýr og kjöt.“ Margrét segir ánægjulegt að óskamatur forsetans hafi verið plokkfiskurinn hennar mömmu. „Strákarnir hafa alltaf verið óskaplega ánægðir með að fá plokkfisk og við viljum hafa mikinn lauk og pipar því það verður að vera svolítið bragð af þessu. Ég hef haldið mig við upprunalegu uppskriftina en nota engin mælitæki heldur elda hann eftir tilfinningunni. Sumir setja mjólk í jafninginn en ég nota bara fiskisoðið sem gerir hann bragðmeiri og einstaklega ljúffengan.“ Plokkfiskur er herramannsmatur og rúgbrauðið með.Fréttablaðið/Stefán Hamingjusöm mæðgin Á uppeldisárum sona Margrétar var gjarnan plokkfiskur einu sinni í viku. „En það þarf meira en plokkfisk til að koma drengjum til manns eða í forsetastól. Guðni er gegnumgóður maður og góðmennska er honum eðlislæg. Ég heyrði eitt sinn á útvarpsstöð að hann væri að þykjast vera góður en hann Guðni er svona í sér og hefur alltaf verið. Þegar hann var ungur við nám í Bretlandi gerðist hann sjálfboðaliði hjá deyjandi fólki. Góðmennskan býr innra með honum og það skín í gegn ef það er ekki ekta. Ég hef svo alltaf haldið að hann væri lítið fyrir mannamót og feiminn, en hann hlýtur að finna það sjálfur að hann gefur af sér og það gefur honum örugglega mikið til baka,“ segir Margrét og lýsir væntumþykju sinni á því að Guðni skyldi koma til sín í plokkfisk á fimmtugsafmælinu. „Við Guðni vorum sammála um að afmælið væri merkisdagur í lífi okkar beggja og óskuðum hvort öðru til hamingju. Þetta eru vissulega líka merkileg tímamót fyrir móðurina svo þetta var okkar sameiginlega stund. Við söknuðum reyndar Jóa míns og föður Guðna og við töluðum um það. En við erum hamingjusöm. Það er fyrir öllu.“ Fiskisoðið betra en mjólk Hrefna Sætran eldaði afmælisplokkfisk forsetans eftir uppskrift Margrétar. Hún er landsþekktur matreiðslumeistari, sjónvarpskokkur og eigandi þekktra veitingastaða sem hafa fiskmeti í hávegum. „Plokkfiskurinn var gómsætur. Uppskriftin er áþekk þeirri sem ég er vön að styðjast við en ég nota alltaf mjólk í stað fiskisoðs í jafninginn. Ég lærði því mikið af þessari uppskrift og verð að viðurkenna að ég er mun hrifnari af plokkfisknum með fiskisoði því hann er miklu léttari í maga. Ég hef verið að prófa að skipta út mjólk fyrir haframjólk en þetta kemur langbest út,“ segir Hrefna og er sammála Margréti með piparinn og laukinn. „Héðan í frá mun ég elda plokkfisk samkvæmt þessari uppskrift. Útkoman er íslenskari en þegar mjólk eða rjómi er notaður, og mikill laukur og pipar gerir bragðið einstaklega gott,“ segir Hrefna sem er reglulega með plokkfisk í matinn fyrir fjölskylduna. „Plokkfiskur er hollur, næringarríkur og góður fiskréttur og í uppáhaldi hjá okkur heima. Ég hef ekki enn boðið upp á plokkfisk á matseðli en hver veit nema ég bjóði forsetafiskinn sem rétt dagsins einn daginn. Það kom mér á óvart hversu miklu munaði um fisksoðið í stað mjólkur. Ég borðaði líka meira af honum ella, og gat í raun ekki hætt,“ segir Hrefna kát í undirbúningi á opnun nýs veitingastaðar, Skelfiskmarkaðsins, í Hjartagarðinum í ágúst. Afmælisplokkfiskur forsetans 600 g ýsa 500 g kartöflur 1 meðalstór laukur 3 msk. hveiti 50 g smjör Salt og grófur pipar Fisksoð ca. 300 ml Aðferð: Hitið vatn að suðu og setjið þá ýsuflök út í sjóðandi vatnið. Lækkið hitann verulega og látið ýsuna vera í pottinum með loki í ca. 10 mínútur. Skerið lauk í litla bita. Veiðið nú fiskinn úr pottinum og látið í fat. Geymið fisksoðið. Bræðið því næst smjör í potti og hrærið hveiti saman við svo úr verði smjörbolla. Hellið þá fisksoðinu saman við og hrærið í þar til áferðin verður eins og fallegur búðingur. Lækkið þá vel á hitanum, hrærið ýsunni saman við sósuna og bætið við skrældum kartöflum. Saltið og piprið að smekk hvers og eins. Berið fram með nýju rúgbrauði og vel af smjöri og njótið vel! Birtist í Fréttablaðinu Sjávarréttir Uppskriftir Tengdar fréttir „Klári, fyndni, góði og jú fjallmyndarlegi“ forsetinn fimmtugur í dag Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á 50 ára afmæli í dag. 26. júní 2018 11:15 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið
„Mamma, ég missti þetta út úr mér,“ sagði Guðni þegar hann kom til mín í plokkfiskinn. Hann var orðinn svo svangur enda var klukkan orðin margt og matartíminn heima búinn. Þá vissi hann sem var, að ég er alltaf tilbúin og enga stund að gera plokkfiskinn,“ segir Margrét Thorlacius, móðir Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Guðni varð fimmtugur 26. júní og tilkynnti í kvöldfréttum sjónvarps að hann ætlaði í „plokkfisk til mömmu“ að loknu áhorfi á HM-einvígi Íslands og Króatíu í Hljómskálagarðinum. „Það var ósköp indælt og plokkfiskurinn kláraðist eins og alltaf,“ segir Margrét og brosir. „Guðni kom bara einn og við áttum saman góða stund yfir afmælisplokkfisknum og vorum sammála um að þetta hefðu verið ótrúlega hröð fimmtíu ár. Mér finnst þessi hálfa öld hafa flogið því í minningunni er svo stutt síðan drengirnir mínir fæddust og mér er í fersku minni þegar frumburðinn Guðni fæddist, enda var það mesta gleðistund okkar Jóa, föður hans,“ segir Margrét sællar minningar. „Á stórafmælinu rifjuðum við mæðginin upp hvað við hefðum gengið í gegnum í lífinu. Oftast hefur verið bjart en líka erfiðleikar, eins og gengur. Það var auðvitað sárt fyrir alla fjölskylduna þegar Jói minn veiktist en þá var Guðni á viðkvæmasta aldri, aðeins fjórtán ára. Hann varð fullorðinn á þeirri stundu og gekk Jóa, litla bróður sínum sem þá var þriggja ára, nánast í föðurstað og hugsaði mjög vel um bræður sína, en Patrekur var þá tíu ára. Við hjálpuðumst öll að og þetta tókst allt. Ég bað ekki um annað en að koma drengjunum mínum til manns. Ég bað ekki um svona mikið sem orðið hefur, en svona er víst lífið,“ segir Margrét Frægt myndband Elizu Forsetaplokkfiskurinn er vinsæll víðar en heima í eldhúsi hjá Margréti. Þegar tengdadóttir hennar, Eliza Reid forsetafrú, starfaði sem blaðamaður tók hún upp myndband af tengdamóður sinni sýna hvernig ætti að elda plokkfisk. „Mér skilst á Elizu að myndbandið hafi orðið vinsælt víða um heim. Þar er hægt að sjá mig bögglast við enskuna og plokkfiskinn, og nokkrum mánuðum síðar gerði Eliza annað myndband þar sem ég baka pönnukökur,“ segir Margrét og hlær að öllu saman. „Ég hef enga æfingu í að tala ensku en læt mig hafa það. Oft er gert grín að mér fyrir enskuna og enn í minnum haft þegar ég fór með strákunum mínum á hamborgarastað í Glasgow. Þeir voru feimnir að tala ensku svo ég lét mig hafa það þótt ég hefði engan framburð. Þeir vildu nautahakk með osti en mér var lífsins ómögulegt að muna hvað nautahakk þýddi á ensku og veit það varla enn. Eftir mikla umhugsun bað ég um „bull, cut in pieces“,“ segir Margrét og skellir upp úr. „Þetta gleymist aldrei og síðan er alltaf sagt um mat unninn úr nautahakki: „Mamma, er þetta „bull, cut in pieces“?“ En þetta skildist nú þrátt fyrir allt og strákarnir fengu hamborgarana sína.“ Seinna var Margrét á ferð um Skotland þegar hún var stoppuð úti á götu og spurð hvort hún væri plokkfiskskonan. „Ég hafði þá gleymt þessu braski hennar Elizu en hló mig máttlausa þegar ég mundi eftir því og gat víst ekki annað en gengist við því.“ Eldar eftir tilfinningu Plokkfiskur Margrétar er uppskrift frá móður hennar og ömmu. „Sem barn þekkti ég ekki annað en skötu, saltfisk og plokkfisk í matinn. Það var aðalmatur Íslendinga og svo var sunnudagslæri í hádeginu og grautur á eftir. Ég ól mína stráka upp á því og bauð gjarnan mömmu og pabba líka í sunnudagslærið og fjölskyldan naut samverunnar saman,“ segir Margrét sem hefur trú á að fiskur hafi orðið undir sem hversdagsmatur vegna dýrtíðar. „Í þá daga kostaði ekki neitt að ná sér í ýsu eða þorsk en nú eru flökin orðin jafn dýr og kjöt.“ Margrét segir ánægjulegt að óskamatur forsetans hafi verið plokkfiskurinn hennar mömmu. „Strákarnir hafa alltaf verið óskaplega ánægðir með að fá plokkfisk og við viljum hafa mikinn lauk og pipar því það verður að vera svolítið bragð af þessu. Ég hef haldið mig við upprunalegu uppskriftina en nota engin mælitæki heldur elda hann eftir tilfinningunni. Sumir setja mjólk í jafninginn en ég nota bara fiskisoðið sem gerir hann bragðmeiri og einstaklega ljúffengan.“ Plokkfiskur er herramannsmatur og rúgbrauðið með.Fréttablaðið/Stefán Hamingjusöm mæðgin Á uppeldisárum sona Margrétar var gjarnan plokkfiskur einu sinni í viku. „En það þarf meira en plokkfisk til að koma drengjum til manns eða í forsetastól. Guðni er gegnumgóður maður og góðmennska er honum eðlislæg. Ég heyrði eitt sinn á útvarpsstöð að hann væri að þykjast vera góður en hann Guðni er svona í sér og hefur alltaf verið. Þegar hann var ungur við nám í Bretlandi gerðist hann sjálfboðaliði hjá deyjandi fólki. Góðmennskan býr innra með honum og það skín í gegn ef það er ekki ekta. Ég hef svo alltaf haldið að hann væri lítið fyrir mannamót og feiminn, en hann hlýtur að finna það sjálfur að hann gefur af sér og það gefur honum örugglega mikið til baka,“ segir Margrét og lýsir væntumþykju sinni á því að Guðni skyldi koma til sín í plokkfisk á fimmtugsafmælinu. „Við Guðni vorum sammála um að afmælið væri merkisdagur í lífi okkar beggja og óskuðum hvort öðru til hamingju. Þetta eru vissulega líka merkileg tímamót fyrir móðurina svo þetta var okkar sameiginlega stund. Við söknuðum reyndar Jóa míns og föður Guðna og við töluðum um það. En við erum hamingjusöm. Það er fyrir öllu.“ Fiskisoðið betra en mjólk Hrefna Sætran eldaði afmælisplokkfisk forsetans eftir uppskrift Margrétar. Hún er landsþekktur matreiðslumeistari, sjónvarpskokkur og eigandi þekktra veitingastaða sem hafa fiskmeti í hávegum. „Plokkfiskurinn var gómsætur. Uppskriftin er áþekk þeirri sem ég er vön að styðjast við en ég nota alltaf mjólk í stað fiskisoðs í jafninginn. Ég lærði því mikið af þessari uppskrift og verð að viðurkenna að ég er mun hrifnari af plokkfisknum með fiskisoði því hann er miklu léttari í maga. Ég hef verið að prófa að skipta út mjólk fyrir haframjólk en þetta kemur langbest út,“ segir Hrefna og er sammála Margréti með piparinn og laukinn. „Héðan í frá mun ég elda plokkfisk samkvæmt þessari uppskrift. Útkoman er íslenskari en þegar mjólk eða rjómi er notaður, og mikill laukur og pipar gerir bragðið einstaklega gott,“ segir Hrefna sem er reglulega með plokkfisk í matinn fyrir fjölskylduna. „Plokkfiskur er hollur, næringarríkur og góður fiskréttur og í uppáhaldi hjá okkur heima. Ég hef ekki enn boðið upp á plokkfisk á matseðli en hver veit nema ég bjóði forsetafiskinn sem rétt dagsins einn daginn. Það kom mér á óvart hversu miklu munaði um fisksoðið í stað mjólkur. Ég borðaði líka meira af honum ella, og gat í raun ekki hætt,“ segir Hrefna kát í undirbúningi á opnun nýs veitingastaðar, Skelfiskmarkaðsins, í Hjartagarðinum í ágúst. Afmælisplokkfiskur forsetans 600 g ýsa 500 g kartöflur 1 meðalstór laukur 3 msk. hveiti 50 g smjör Salt og grófur pipar Fisksoð ca. 300 ml Aðferð: Hitið vatn að suðu og setjið þá ýsuflök út í sjóðandi vatnið. Lækkið hitann verulega og látið ýsuna vera í pottinum með loki í ca. 10 mínútur. Skerið lauk í litla bita. Veiðið nú fiskinn úr pottinum og látið í fat. Geymið fisksoðið. Bræðið því næst smjör í potti og hrærið hveiti saman við svo úr verði smjörbolla. Hellið þá fisksoðinu saman við og hrærið í þar til áferðin verður eins og fallegur búðingur. Lækkið þá vel á hitanum, hrærið ýsunni saman við sósuna og bætið við skrældum kartöflum. Saltið og piprið að smekk hvers og eins. Berið fram með nýju rúgbrauði og vel af smjöri og njótið vel!
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarréttir Uppskriftir Tengdar fréttir „Klári, fyndni, góði og jú fjallmyndarlegi“ forsetinn fimmtugur í dag Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á 50 ára afmæli í dag. 26. júní 2018 11:15 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið
„Klári, fyndni, góði og jú fjallmyndarlegi“ forsetinn fimmtugur í dag Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á 50 ára afmæli í dag. 26. júní 2018 11:15