Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júlí 2018 15:35 Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. Deilan sé enn í pattstöðu eftir að kjaranefnd ljósmæðra féllst ekki á það í dag að sáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu. Í samtali við fréttastofu segist Bryndís hafa lagt það til á fundinum að hún fengi að leggja fram miðlunartillögu en sáttasemjari þarf að hafa samráði við samninganefndirnar um slíka tillögu áður en hún er lögð fram. „Og sú miðlunartillaga, hún í raun og veru hefði þá falið það í sér, hefði hún verið samþykkt, að þá hefði þeim ágreiningi sem eftir stendur í málinu sem snýst um það hvort launasetning ljósmæðra endurspegli ábyrgð aukið vinnuálag og svo framvegis í þeirra störfum. Ég vildi vísa þessum ágreiningi inn í þriggja manna gerðardóm sem myndi vinna hratt og skila tillögu innan kannski eins mánaðar um það að hvaða leyti þetta mat myndi fela í sér skila sér inn í launasetningu ljósmæðra,“ segir Bryndís.Steytir á 110 milljónum króna Að öðru leyti væri efnislega sá samningur sem var á borðinu í vor og ljósmæður felldu með fullri afturvirkni. Kostnaðaráætlun hans væri þá það sem ljósmæður myndu fá strax og þær hækkanir sem í honum voru. „En að þessum þætti, þessum hnút sem við höfum setið yfir hérna á síðustu fundum, á síðustu vikum, að hann yrði leystur með þessum hætti að hann yrði ákvarðaður af gerðardómi,“ segir Bryndís og vísar í ágreining um launasetninguna. Ljósmæður vilja fá alls 170 milljónir króna inn í stofnanasamninga til að leiðrétta launasetninguna en ríkið hefur boðið þeim 60 milljónir króna. Það sætta þær sig ekki við. Bryndís segir samninganefnd ljósmæðra hafa hafnað þessari leið í deilunni og ekki heimilað henni að leggja fram miðlunartillögu. Yfirvinnubann ljósmæðra verður því enn í gildi en það hefur nú staðið í tæpa tvo sólarhringa. Stjórnendur Landspítalans lýsa ástandinu sem skapast hefur vegna bannsins, sem og uppsagna ljósmæðra sem tóku gildi þann 1. júlí, sem neyðarástandi.Hefur spítalinn nú ákveðið að grípa til þeirra aðgerða að loka meðgöngu- og sængurlegudeild sem og að fella niður fyrstu reglulegar ómskoðanir þungaðra kvenna frá og með næsta mánudegi.Viðtalið við Bryndísi Hlöðversdóttur má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. Deilan sé enn í pattstöðu eftir að kjaranefnd ljósmæðra féllst ekki á það í dag að sáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu. Í samtali við fréttastofu segist Bryndís hafa lagt það til á fundinum að hún fengi að leggja fram miðlunartillögu en sáttasemjari þarf að hafa samráði við samninganefndirnar um slíka tillögu áður en hún er lögð fram. „Og sú miðlunartillaga, hún í raun og veru hefði þá falið það í sér, hefði hún verið samþykkt, að þá hefði þeim ágreiningi sem eftir stendur í málinu sem snýst um það hvort launasetning ljósmæðra endurspegli ábyrgð aukið vinnuálag og svo framvegis í þeirra störfum. Ég vildi vísa þessum ágreiningi inn í þriggja manna gerðardóm sem myndi vinna hratt og skila tillögu innan kannski eins mánaðar um það að hvaða leyti þetta mat myndi fela í sér skila sér inn í launasetningu ljósmæðra,“ segir Bryndís.Steytir á 110 milljónum króna Að öðru leyti væri efnislega sá samningur sem var á borðinu í vor og ljósmæður felldu með fullri afturvirkni. Kostnaðaráætlun hans væri þá það sem ljósmæður myndu fá strax og þær hækkanir sem í honum voru. „En að þessum þætti, þessum hnút sem við höfum setið yfir hérna á síðustu fundum, á síðustu vikum, að hann yrði leystur með þessum hætti að hann yrði ákvarðaður af gerðardómi,“ segir Bryndís og vísar í ágreining um launasetninguna. Ljósmæður vilja fá alls 170 milljónir króna inn í stofnanasamninga til að leiðrétta launasetninguna en ríkið hefur boðið þeim 60 milljónir króna. Það sætta þær sig ekki við. Bryndís segir samninganefnd ljósmæðra hafa hafnað þessari leið í deilunni og ekki heimilað henni að leggja fram miðlunartillögu. Yfirvinnubann ljósmæðra verður því enn í gildi en það hefur nú staðið í tæpa tvo sólarhringa. Stjórnendur Landspítalans lýsa ástandinu sem skapast hefur vegna bannsins, sem og uppsagna ljósmæðra sem tóku gildi þann 1. júlí, sem neyðarástandi.Hefur spítalinn nú ákveðið að grípa til þeirra aðgerða að loka meðgöngu- og sængurlegudeild sem og að fella niður fyrstu reglulegar ómskoðanir þungaðra kvenna frá og með næsta mánudegi.Viðtalið við Bryndísi Hlöðversdóttur má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32