Þverá og Kjarrá aflahæstar það sem af er sumri Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2018 15:31 Nú er aðaltíminn í gangi í laxveiðiánum og það er farið að bera á því í veiðitölum vikunnar. Nýjar veiðitölur fyrir liðna viku voru birtar á vefnum www.angling.is og samkvæmt þeim er heildarveiðin mest það sem af er sumri í Þverá og Kjarrá en þar hafa veiðst 1.525 laxar. Mesta veiðin á stöng er í Urriðafossi en heildarveiðin þar er 842 laxar á fjórar stangir. Veiðitölurnar á vesturlandi taka mikinn kipp og er greinilegt að smálaxagöngurnar eru sterkar í ár og kemur eins árs laxinn vel haldinn úr sjó. Vikuveiðin var afskaplega góð í nokkrum ám og sem dæmi var vikuveiðin í Þverá og Kjarrá 339 laxar, í Norðurá 291 lax, í Miðfjarðará 244 laxar, Ytri Rangá 347 laxar, Haffjarðará 235 laxar og í Langá á Mýrum 262 laxar. Árnar á vesturlandi eru komnar í sannkallað gullvatn og það er ennþá mjög góður kraftur í göngunum svo það stefnir í að þetta sumar verði vel yfir meðallagi. Það ber mun minna á smálaxi á norðurlandi og er það farið að valda nokkrum áhyggjum að láti þær ekki sjá sig verði þetta sumar langt undir væntingum í þeim landshluta en það skyldi engin örvænta ennþá því það hefur alveg gerst áður að þær hafi verið seinna á ferð en venjulega en það er þó harla ólíklegt að það verði í því magni sem þarf til að hífa árnar á norðurlandi upp á topp 10 listann yfir aflahæstu árnar. Miðfjarðará stendur að vísu upp úr þar sem fyrr og greinilegt að áin fylgir einhverjum öðrum lögmálum en hinar. Fimm aflahæstu árnar eru: 1. Þverá og Kjarrá 1.525 laxar 2. Norðurá 1.125 laxar 3. Urriðafoss 842 laxar 4. Miðfjarðará 759 laxar 5. Ytri Rangá 748 laxar Mest lesið Mokveiðin heldur áfram í Stóru Laxá Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Veiðibókin hans Bubba komin út Veiði Margir komnir með jólarjúpur í hús Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði
Nú er aðaltíminn í gangi í laxveiðiánum og það er farið að bera á því í veiðitölum vikunnar. Nýjar veiðitölur fyrir liðna viku voru birtar á vefnum www.angling.is og samkvæmt þeim er heildarveiðin mest það sem af er sumri í Þverá og Kjarrá en þar hafa veiðst 1.525 laxar. Mesta veiðin á stöng er í Urriðafossi en heildarveiðin þar er 842 laxar á fjórar stangir. Veiðitölurnar á vesturlandi taka mikinn kipp og er greinilegt að smálaxagöngurnar eru sterkar í ár og kemur eins árs laxinn vel haldinn úr sjó. Vikuveiðin var afskaplega góð í nokkrum ám og sem dæmi var vikuveiðin í Þverá og Kjarrá 339 laxar, í Norðurá 291 lax, í Miðfjarðará 244 laxar, Ytri Rangá 347 laxar, Haffjarðará 235 laxar og í Langá á Mýrum 262 laxar. Árnar á vesturlandi eru komnar í sannkallað gullvatn og það er ennþá mjög góður kraftur í göngunum svo það stefnir í að þetta sumar verði vel yfir meðallagi. Það ber mun minna á smálaxi á norðurlandi og er það farið að valda nokkrum áhyggjum að láti þær ekki sjá sig verði þetta sumar langt undir væntingum í þeim landshluta en það skyldi engin örvænta ennþá því það hefur alveg gerst áður að þær hafi verið seinna á ferð en venjulega en það er þó harla ólíklegt að það verði í því magni sem þarf til að hífa árnar á norðurlandi upp á topp 10 listann yfir aflahæstu árnar. Miðfjarðará stendur að vísu upp úr þar sem fyrr og greinilegt að áin fylgir einhverjum öðrum lögmálum en hinar. Fimm aflahæstu árnar eru: 1. Þverá og Kjarrá 1.525 laxar 2. Norðurá 1.125 laxar 3. Urriðafoss 842 laxar 4. Miðfjarðará 759 laxar 5. Ytri Rangá 748 laxar
Mest lesið Mokveiðin heldur áfram í Stóru Laxá Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Veiðibókin hans Bubba komin út Veiði Margir komnir með jólarjúpur í hús Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði