Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. júlí 2018 20:00 Forsvarsmenn ISAVIA segja bráðabirgðaniðurstöðu um að hætta skuli gjaldtöku í fjarstæðum við Leifsstöð koma á óvart. Þeir hafi talið gjaldtökuna eiga fullan rétt á sér en ákvörðuninni verði þó hlýtt. Stjórnarformaður Gray Line fagnar niðurstöðunni og segir að um óheimila skattheimtu hafi verið að ræða. Gjaldtaka á svokölluðum fjarstæðum við Leifsstöð var kynnt í desember. Gjaldið átti að vera 7900 krónur fyrir hverja ferð fyrir rútur sem taka 19 eða færri farþega og 19900 krónur fyrir stærri bíla, og gjaldtakan skyldi hefjast í mars. Verðskráin breyttist þó lítillega síðar, en í janúar kvartaði Gray Line, eitt fyrirtækjanna sem notar fjarstæðin til samkeppniseftirlitsins.Sögðu ISAVIA misnota einokunarstöðu Forsvarsmenn þess töldu ISAVIA misnota einokunarstöðu sína með ofurgjaldtöku og bentu á að gjöldin væru langtum hærri en tíðkuðust í nágrannalöndum.Frétt Vísis: Gray Line kærir ISAVIA fyrir „ofurgjaldtöku“Í gær birti Samkeppniseftirlitið svo bráðabirgðaákvörðun þar sem ISAVIA er gert að stöðva gjaldtökuna tímabundið. Þar segir m.a. að hún muni hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstarforsendur fyrirtækja sem stæðin nýta og rekstarforsendur þeirra séu brostnar að óbreyttu. „Niðurstaðan er náttúrulega í takt við það sem við gerðum ráð fyrir í upphafi þegar við fórum af stað í þessi málaferli, vegna þess að þessi gjaldtaka er með öllu óhófleg, úr hófi fram,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line.Flugvöllurinn ekki á fjárlögum Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir niðurstöðuna koma á óvart. Henni verði fylgt, en forsvarsmenn hafi talið það sanngjarnt og eðlilegt. „Keflavíkurflugvöllur er rekinn fyrir notendagjöld þar sem aðilar sem eru að nýta sér þjónustuaðstöðu við flugvöllinn greiða fyrir það og það fé fer í ýmislegt sem tengist rekstri og uppbyggingu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er ekki á fjárlögum,“ segir Guðjón.Ekki hundruð milljóna kostnaður við að reka bílastæðin Stjórnarformaður segir hins vegar um hreina og klára skattlagningu að ræða. „Þetta er náttúrulega ekkert annað en skattlagning, vegna þess að þetta er opinbert fyrirtæki og eins og er með opinber fyrirtæki geta þau aðeins innheimt gjöld fyrir það sem kostar að veita þá þjónustu sem menn eru að nýta á flugvellinum. Kostnaðurinn við að byggja og reka þetta bílastæði eru ekki fleiri hundruð milljónir á ári. Það vitum við,“ segir Þórir. Samkeppnismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira
Forsvarsmenn ISAVIA segja bráðabirgðaniðurstöðu um að hætta skuli gjaldtöku í fjarstæðum við Leifsstöð koma á óvart. Þeir hafi talið gjaldtökuna eiga fullan rétt á sér en ákvörðuninni verði þó hlýtt. Stjórnarformaður Gray Line fagnar niðurstöðunni og segir að um óheimila skattheimtu hafi verið að ræða. Gjaldtaka á svokölluðum fjarstæðum við Leifsstöð var kynnt í desember. Gjaldið átti að vera 7900 krónur fyrir hverja ferð fyrir rútur sem taka 19 eða færri farþega og 19900 krónur fyrir stærri bíla, og gjaldtakan skyldi hefjast í mars. Verðskráin breyttist þó lítillega síðar, en í janúar kvartaði Gray Line, eitt fyrirtækjanna sem notar fjarstæðin til samkeppniseftirlitsins.Sögðu ISAVIA misnota einokunarstöðu Forsvarsmenn þess töldu ISAVIA misnota einokunarstöðu sína með ofurgjaldtöku og bentu á að gjöldin væru langtum hærri en tíðkuðust í nágrannalöndum.Frétt Vísis: Gray Line kærir ISAVIA fyrir „ofurgjaldtöku“Í gær birti Samkeppniseftirlitið svo bráðabirgðaákvörðun þar sem ISAVIA er gert að stöðva gjaldtökuna tímabundið. Þar segir m.a. að hún muni hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstarforsendur fyrirtækja sem stæðin nýta og rekstarforsendur þeirra séu brostnar að óbreyttu. „Niðurstaðan er náttúrulega í takt við það sem við gerðum ráð fyrir í upphafi þegar við fórum af stað í þessi málaferli, vegna þess að þessi gjaldtaka er með öllu óhófleg, úr hófi fram,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line.Flugvöllurinn ekki á fjárlögum Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir niðurstöðuna koma á óvart. Henni verði fylgt, en forsvarsmenn hafi talið það sanngjarnt og eðlilegt. „Keflavíkurflugvöllur er rekinn fyrir notendagjöld þar sem aðilar sem eru að nýta sér þjónustuaðstöðu við flugvöllinn greiða fyrir það og það fé fer í ýmislegt sem tengist rekstri og uppbyggingu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er ekki á fjárlögum,“ segir Guðjón.Ekki hundruð milljóna kostnaður við að reka bílastæðin Stjórnarformaður segir hins vegar um hreina og klára skattlagningu að ræða. „Þetta er náttúrulega ekkert annað en skattlagning, vegna þess að þetta er opinbert fyrirtæki og eins og er með opinber fyrirtæki geta þau aðeins innheimt gjöld fyrir það sem kostar að veita þá þjónustu sem menn eru að nýta á flugvellinum. Kostnaðurinn við að byggja og reka þetta bílastæði eru ekki fleiri hundruð milljónir á ári. Það vitum við,“ segir Þórir.
Samkeppnismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira