Kafarinn mun kæra Musk: „Þessu er ekki lokið“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2018 07:10 Elon Musk lofaði í síðustu viku að hætta vera grimmur á samfélagsmiðlum. Vísir/getty Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. Björgunarmaðurinn, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk um helgina fyrir að hafa blandað sér inn í björgunaraðgerðirnar og segir hann hafa reynt að nýta sér þá miklu athygli sem málið fékk. Musk brást ókvæða við og skrifaði á Twitter-síðu sína að kafarinn væri barnaníðingur.Í samtali við Guardian segist kafarinn vera furðulostinn og brjálaður út af ásökununum, en Musk reiddi ekki fram nein sönnunargögn þeim til stuðnings. Hann hefur nú eytt færslunum þar sem ásakanirnar komu fram. Unsworth segir að ummæli tæknirisans væru ekki aðeins árás á sig heldur björgunaraðgerðina eins og hún leggur sig. „Ég heyrði að hann hefði kallað mig barnaníðing,“ segir Unsworth. „Mig grunar að fólk átti sig nú á því hverslags maður hann er,“ bætti hann við og vísaði til Musk. Aðspurður um hvort hann ætli sér að leita réttar síns svaraði Unsworth: „Já, þessu er ekki lokið.“Sjá einnig: Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“Umræddur kafbátur.Elon MuskSem fyrr segir hófust deilur þeirra Unsworth og Musk um helgina þegar kafarinn sagði að kafbátur, sem Musk lét vísindamenn sína klambra saman á skotstundu svo að bjarga mætti fótboltadrengjunum í hellinum, myndi aldrei nokkurn tímann koma að gagni við aðgerðirnar. „Hann hafði ekki hugmynd um legu hellisins. Mig grunar að kafbáturinn hafi verið rúmlega 160 sentímetrar langur og ósveigjanlegur þannig að það hefði ekki verið möguleiki fyrir hann að taka beygjur eða fara framhjá hindrunum.“ Eftir ummæli Unsworth fór Musk á Twitter-síðu sína og dældi út ótal færslum um getu kafbátsins. Sagðist hann meðal annars ætla að birta myndband til að sýna fram á hvernig kafbáturinn gæti smeygt sér inn um minnstu glufur áður en hann bætti við: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta.“ Færslunum hefur nú verið eytt. Unsworth, sem býr í Tælandi, var meðal fyrstu manna á vettvang þegar fregnir bárust af raunum fótboltadrengjanna 12 sem skriðið höfðu ofan í helli með þjálfaranum sínum í lok júnímánaðar. Hann er sagður hafa nýtt sér gríðarlega þekkingu sína á hellakerfinu til að finna strákana og svo aðstoðað við að ná þeim út, rúmum tveimur vikum eftir að þeir höfðu haldið ofan í hellinn. Unsworth segist hafa vistað afrit af tístum Musk sem hann sakar um að hafa „tapað þræðinum.“ „Ég finn fyrir miklum stuðningi frá fólki um allan heim sem furðar sig á þessum tilhæfulausu ummælum,“ segir Unsworth. Hann segist ekki hafa rætt neitt við Musk síðan að aðgerðunum lauk. „Ég þekki þennan mann ekki neitt, hef aldrei hitt hann og mig langar ekki að hitta hann.“ Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Breski kafarinn, sem sagður er hafa leikið lykilhlutverk í björguninni á tælensku fótboltadrengjunum tólf, íhugar nú að sækja tæknifrömuðinn Elon Musk til saka. Björgunarmaðurinn, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk um helgina fyrir að hafa blandað sér inn í björgunaraðgerðirnar og segir hann hafa reynt að nýta sér þá miklu athygli sem málið fékk. Musk brást ókvæða við og skrifaði á Twitter-síðu sína að kafarinn væri barnaníðingur.Í samtali við Guardian segist kafarinn vera furðulostinn og brjálaður út af ásökununum, en Musk reiddi ekki fram nein sönnunargögn þeim til stuðnings. Hann hefur nú eytt færslunum þar sem ásakanirnar komu fram. Unsworth segir að ummæli tæknirisans væru ekki aðeins árás á sig heldur björgunaraðgerðina eins og hún leggur sig. „Ég heyrði að hann hefði kallað mig barnaníðing,“ segir Unsworth. „Mig grunar að fólk átti sig nú á því hverslags maður hann er,“ bætti hann við og vísaði til Musk. Aðspurður um hvort hann ætli sér að leita réttar síns svaraði Unsworth: „Já, þessu er ekki lokið.“Sjá einnig: Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“Umræddur kafbátur.Elon MuskSem fyrr segir hófust deilur þeirra Unsworth og Musk um helgina þegar kafarinn sagði að kafbátur, sem Musk lét vísindamenn sína klambra saman á skotstundu svo að bjarga mætti fótboltadrengjunum í hellinum, myndi aldrei nokkurn tímann koma að gagni við aðgerðirnar. „Hann hafði ekki hugmynd um legu hellisins. Mig grunar að kafbáturinn hafi verið rúmlega 160 sentímetrar langur og ósveigjanlegur þannig að það hefði ekki verið möguleiki fyrir hann að taka beygjur eða fara framhjá hindrunum.“ Eftir ummæli Unsworth fór Musk á Twitter-síðu sína og dældi út ótal færslum um getu kafbátsins. Sagðist hann meðal annars ætla að birta myndband til að sýna fram á hvernig kafbáturinn gæti smeygt sér inn um minnstu glufur áður en hann bætti við: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta.“ Færslunum hefur nú verið eytt. Unsworth, sem býr í Tælandi, var meðal fyrstu manna á vettvang þegar fregnir bárust af raunum fótboltadrengjanna 12 sem skriðið höfðu ofan í helli með þjálfaranum sínum í lok júnímánaðar. Hann er sagður hafa nýtt sér gríðarlega þekkingu sína á hellakerfinu til að finna strákana og svo aðstoðað við að ná þeim út, rúmum tveimur vikum eftir að þeir höfðu haldið ofan í hellinn. Unsworth segist hafa vistað afrit af tístum Musk sem hann sakar um að hafa „tapað þræðinum.“ „Ég finn fyrir miklum stuðningi frá fólki um allan heim sem furðar sig á þessum tilhæfulausu ummælum,“ segir Unsworth. Hann segist ekki hafa rætt neitt við Musk síðan að aðgerðunum lauk. „Ég þekki þennan mann ekki neitt, hef aldrei hitt hann og mig langar ekki að hitta hann.“
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02