Aldrei aftur nautahlaup Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2018 20:03 Íslendingur varð fyrir árás í nautahlaupi á Spáni í vikunni og skarst illa. Hann féll við á hlaupum undan nauti og náði síðan taki á hornum þess áður en nautið kastaði honum af sér. Hann segir að þetta hafi verið svakalegt og ætlar aldrei að taka aftur þátt. Nautahlaupið er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins Denia á Spáni og kallast Bous a la mar eða nautin í sjóinn en þá er nautum sleppt lausum og fólk reynir að koma þeim í sjóinn og nautin synda svo í land, Adolf Örn Adolfsson var staddur a hátíðinni á miðvikudagskvöldið og ákvað að taka þátt. „Ég var að sækjast eftir einhverri spennu og gerði það sama en ég missti undir mig lappirnar og þegar ég stóð upp þá sneri ég mér við og sá bara augun á nautinu. Ég greip um hausinn á því og reyndi að halda mér bara eins fast og ég gat.“ „Ég átti víst að hafa kastast upp í loft. Ég stóð upp og hoppaði út í síðan.“ Fréttamiðlar á Spáni hafa þegar fjallað um málið og eru myndirnar í fréttinni þaðan. DV sagði fyrst frá málinu hér á landi „Þar komu einhverjir og drógu mig upp í bát og fjórir eða fimm menn báru mig út í sjúkrabíl. Ég skildi ekkert hvað var í gangi.“ „Þetta leit kannski mjög illa út fyrir alla þa var lokað svæðinu í 5 mínútur en ég var rosa heppinn. Ég fékk hérna þrjá stungur undir handakrikana, einn undir hægri og tvo undir vinstri. Svo er ég aðeins krambúleraður út um allan líkamann“ Spurður um líðan sína eftir atvikið segir Adolf: Ég get ekki lyft höndunum. Þetta eru svakalegir skurðir sem ég er með undir handakrikunum. Dagurinn í gær var alveg hræðilegur í dag er ég ágætur komst alla vega í skyrtu“ „Þetta var svakalegt og ég geri þetta aldrei aftur og þetta var rosalega heimskulegt að gera þetta.“ Adolf fór heim af spítalanum eftir að gert hafði verið að sárum hans og ætlar að klára fríið í Denia með fjölskyldu sinni. Erlent Tengdar fréttir Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Íslendingur varð fyrir árás í nautahlaupi á Spáni í vikunni og skarst illa. Hann féll við á hlaupum undan nauti og náði síðan taki á hornum þess áður en nautið kastaði honum af sér. Hann segir að þetta hafi verið svakalegt og ætlar aldrei að taka aftur þátt. Nautahlaupið er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins Denia á Spáni og kallast Bous a la mar eða nautin í sjóinn en þá er nautum sleppt lausum og fólk reynir að koma þeim í sjóinn og nautin synda svo í land, Adolf Örn Adolfsson var staddur a hátíðinni á miðvikudagskvöldið og ákvað að taka þátt. „Ég var að sækjast eftir einhverri spennu og gerði það sama en ég missti undir mig lappirnar og þegar ég stóð upp þá sneri ég mér við og sá bara augun á nautinu. Ég greip um hausinn á því og reyndi að halda mér bara eins fast og ég gat.“ „Ég átti víst að hafa kastast upp í loft. Ég stóð upp og hoppaði út í síðan.“ Fréttamiðlar á Spáni hafa þegar fjallað um málið og eru myndirnar í fréttinni þaðan. DV sagði fyrst frá málinu hér á landi „Þar komu einhverjir og drógu mig upp í bát og fjórir eða fimm menn báru mig út í sjúkrabíl. Ég skildi ekkert hvað var í gangi.“ „Þetta leit kannski mjög illa út fyrir alla þa var lokað svæðinu í 5 mínútur en ég var rosa heppinn. Ég fékk hérna þrjá stungur undir handakrikana, einn undir hægri og tvo undir vinstri. Svo er ég aðeins krambúleraður út um allan líkamann“ Spurður um líðan sína eftir atvikið segir Adolf: Ég get ekki lyft höndunum. Þetta eru svakalegir skurðir sem ég er með undir handakrikunum. Dagurinn í gær var alveg hræðilegur í dag er ég ágætur komst alla vega í skyrtu“ „Þetta var svakalegt og ég geri þetta aldrei aftur og þetta var rosalega heimskulegt að gera þetta.“ Adolf fór heim af spítalanum eftir að gert hafði verið að sárum hans og ætlar að klára fríið í Denia með fjölskyldu sinni.
Erlent Tengdar fréttir Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38