Von á 24 stiga hita á morgun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júlí 2018 07:30 Borgarbúar nýttu sólina vel í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Dagurinn í gær var sá hlýjasti á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og var veður gott víðast hvar á landinu. Úrkomulítið og í hlýrra lagi. Spáin í dag er öllu votari. Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður norðaustanátt á höfuðborgarsvæðinu í dag og talsverð rigning um tíma víðs vegar á landinu. Þó styttir upp þegar líða tekur á kvöldið. Allt að sextán gráða hiti á höfuðborgarsvæðinu og átján á Austfjörðum. Á sunnudag geta margir svo tekið gleði sína á ný. Er þá spáð allt að 24 gráðum og sól á höfuðborgarsvæðinu, 24 gráðum á Suðurlandi sömuleiðis, tuttugu á sunnanverðum Vestfjörðum og nítján á Akureyri. Þá er spáð rigningu á Austurlandi. Þessi miklu hlýindi vara þó ekki lengi samkvæmt spánni en á mánudaginn er spáð allt að sextán gráðum og skýjuðu á höfuðborgarsvæðinu, svalara verður annars staðar og rigning á norðanverðu landinu. Mikil spenna var í Noregi í gær en líkur voru taldar á því að 48 ára gamalt hitamet yrði slegið. Sú varð ekki raunin og mældist hitinn hæstur 34,6 gráður í Blindern í Ósló. Metið var sett í Nesbyen, 35,6 gráður. Til samanburðar er íslenska hitametið 30,5 gráður. Það mældist á Teigarhorni árið 1939. – þea Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Dagurinn í gær var sá hlýjasti á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og var veður gott víðast hvar á landinu. Úrkomulítið og í hlýrra lagi. Spáin í dag er öllu votari. Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður norðaustanátt á höfuðborgarsvæðinu í dag og talsverð rigning um tíma víðs vegar á landinu. Þó styttir upp þegar líða tekur á kvöldið. Allt að sextán gráða hiti á höfuðborgarsvæðinu og átján á Austfjörðum. Á sunnudag geta margir svo tekið gleði sína á ný. Er þá spáð allt að 24 gráðum og sól á höfuðborgarsvæðinu, 24 gráðum á Suðurlandi sömuleiðis, tuttugu á sunnanverðum Vestfjörðum og nítján á Akureyri. Þá er spáð rigningu á Austurlandi. Þessi miklu hlýindi vara þó ekki lengi samkvæmt spánni en á mánudaginn er spáð allt að sextán gráðum og skýjuðu á höfuðborgarsvæðinu, svalara verður annars staðar og rigning á norðanverðu landinu. Mikil spenna var í Noregi í gær en líkur voru taldar á því að 48 ára gamalt hitamet yrði slegið. Sú varð ekki raunin og mældist hitinn hæstur 34,6 gráður í Blindern í Ósló. Metið var sett í Nesbyen, 35,6 gráður. Til samanburðar er íslenska hitametið 30,5 gráður. Það mældist á Teigarhorni árið 1939. – þea
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira