Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2018 08:00 Saga Þingvalla geymir marga óhugnanlega atburði. Vísir/Vilhelm „Þetta er frekar óhugguleg rannsókn hjá mér,“ játar Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem rannsakar nú aftökur á Íslandi eftir siðaskiptin. Vitað er um 220 aftökur á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830. Steinunn fræðir um þessa sögu á Þingvöllum annað kvöld klukkan átta. Mismunandi aftökuaðferðum var beitt. Til dæmis var konum drekkt fyrir blóðskömm og fyrir að koma nýfæddum börnum fyrir kattarnef en karlar hálshöggnir. Öxin beið líka þeirra sem fundnir voru sekir um morð. Hengt var fyrir þjófnað en brennt fyrir galdra. „Á Þingvöllum er Drekkingarhylur, Höggstokkseyri, Brennugjáin og Gálgaklettur,“ segir Steinunn. „Ég ætla að ganga að þessum stöðum og fjalla almennt um þennan tíma.“ Að sögn Steinunnar voru teknar upp dauðarefsingar á Íslandi árið 1564 í kjölfar siðaskipta 1551; þegar Íslendingar hættu að tilheyra kaþólsku kirkjunni og færðust undir þá lútersku. Kirkjan hafi þá misst rétt til refsinga til Danakonungs. Fyrsta aftakan hafi farið fram 1596. „Kaþólska kirkjan græddi mjög mikið á syndum annarra. Hún refsaði yfirleitt ekki líkamlega heldur átti fólk að gefa til kirkjunnar og bæta fyrir syndir með samfélagsþjónustu eða skrifta,“ segir Steinunn. Danakonungur hafi einfaldlega hirt eigur fólks sem tekið var af lífi. Eftir siðaskiptin var tekið til við að refsa fyrir sifjaspell og barneignir utan hjónabands.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði. Vísir/GVA„Það sem gerði að verkum að mig langaði að skoða þetta er að það er mest lágstéttarfólk sem er tekið af lífi. Það eru vinnukonur sem eignast börn sem er ekki hægt að feðra og vinnumenn sem geta börn utan hjónabands,“ segir Steinunn. „Mig langar til að skoða þessi mál líka út frá metoo-umræðunni og órétti gagnvart lágstéttarfólki því það er greinilegt að valdi var misbeitt í mörgum þessara mála.“ Þeir sem voru líflátnir voru dysjaðir á aftökustað. Fyrir um tuttugu árum var grafnar upp tvær dysjar við Kópavogslæk.„Konan var bara grafin í pokanum sem henni var drekkt í. Höfuð mannsins var sett á stöng.“ Þá nefnir Steinunn svonefnt Sunnevumál frá Borgarfirði eystra. „Þar eignast sextán ára stelpa barn sem hún segir að presturinn eigi. Þá er hún sett í þumalskrúfu þangað til hún segir að bróðir sinn eigi barnið. Hann er fjórtán ára og þau eru bæði dæmd til dauða. Hann er yngsti Íslendingurinn sem ég veit um sem hefur verið dæmdur til dauða,“ segir Steinunn. Á Þingvöllum voru 65 manns líflátnir. Steinunn segir að þar hafi lík jafnvel verið sett í gjótur því erfitt hafi verið að búa til dysjar. Almenningi hafi verið skylt að fylgjast með aftökum og horfa á líkamshluta sem raðað var upp í Almannagjá. „Það lifir enn með kynslóðunum hversu hræðilegt var að upplifa þetta,“ segir Steinunn en undirstrikar um leið að ekki megi horfa fram hjá þessum atburðum: „Þetta er alveg skelfileg saga en mér finnst við þurfa að draga hana fram svo við getum líka lært af því slæma.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
„Þetta er frekar óhugguleg rannsókn hjá mér,“ játar Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem rannsakar nú aftökur á Íslandi eftir siðaskiptin. Vitað er um 220 aftökur á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830. Steinunn fræðir um þessa sögu á Þingvöllum annað kvöld klukkan átta. Mismunandi aftökuaðferðum var beitt. Til dæmis var konum drekkt fyrir blóðskömm og fyrir að koma nýfæddum börnum fyrir kattarnef en karlar hálshöggnir. Öxin beið líka þeirra sem fundnir voru sekir um morð. Hengt var fyrir þjófnað en brennt fyrir galdra. „Á Þingvöllum er Drekkingarhylur, Höggstokkseyri, Brennugjáin og Gálgaklettur,“ segir Steinunn. „Ég ætla að ganga að þessum stöðum og fjalla almennt um þennan tíma.“ Að sögn Steinunnar voru teknar upp dauðarefsingar á Íslandi árið 1564 í kjölfar siðaskipta 1551; þegar Íslendingar hættu að tilheyra kaþólsku kirkjunni og færðust undir þá lútersku. Kirkjan hafi þá misst rétt til refsinga til Danakonungs. Fyrsta aftakan hafi farið fram 1596. „Kaþólska kirkjan græddi mjög mikið á syndum annarra. Hún refsaði yfirleitt ekki líkamlega heldur átti fólk að gefa til kirkjunnar og bæta fyrir syndir með samfélagsþjónustu eða skrifta,“ segir Steinunn. Danakonungur hafi einfaldlega hirt eigur fólks sem tekið var af lífi. Eftir siðaskiptin var tekið til við að refsa fyrir sifjaspell og barneignir utan hjónabands.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði. Vísir/GVA„Það sem gerði að verkum að mig langaði að skoða þetta er að það er mest lágstéttarfólk sem er tekið af lífi. Það eru vinnukonur sem eignast börn sem er ekki hægt að feðra og vinnumenn sem geta börn utan hjónabands,“ segir Steinunn. „Mig langar til að skoða þessi mál líka út frá metoo-umræðunni og órétti gagnvart lágstéttarfólki því það er greinilegt að valdi var misbeitt í mörgum þessara mála.“ Þeir sem voru líflátnir voru dysjaðir á aftökustað. Fyrir um tuttugu árum var grafnar upp tvær dysjar við Kópavogslæk.„Konan var bara grafin í pokanum sem henni var drekkt í. Höfuð mannsins var sett á stöng.“ Þá nefnir Steinunn svonefnt Sunnevumál frá Borgarfirði eystra. „Þar eignast sextán ára stelpa barn sem hún segir að presturinn eigi. Þá er hún sett í þumalskrúfu þangað til hún segir að bróðir sinn eigi barnið. Hann er fjórtán ára og þau eru bæði dæmd til dauða. Hann er yngsti Íslendingurinn sem ég veit um sem hefur verið dæmdur til dauða,“ segir Steinunn. Á Þingvöllum voru 65 manns líflátnir. Steinunn segir að þar hafi lík jafnvel verið sett í gjótur því erfitt hafi verið að búa til dysjar. Almenningi hafi verið skylt að fylgjast með aftökum og horfa á líkamshluta sem raðað var upp í Almannagjá. „Það lifir enn með kynslóðunum hversu hræðilegt var að upplifa þetta,“ segir Steinunn en undirstrikar um leið að ekki megi horfa fram hjá þessum atburðum: „Þetta er alveg skelfileg saga en mér finnst við þurfa að draga hana fram svo við getum líka lært af því slæma.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira