Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 22:08 Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. Það sé greinilegt að íbúar í Mosfellsdal, sem lengi hafa kallað eftir úrbótum á veginum, tali ekki fyrir daufum eyrum.Sjá einnig: Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ „Það er alveg sjálfsagt, það er mjög gott að það hafi verið brugðist svona skjótt við þó að tilefnið hafi verið sorglegt,“ segir Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ er hann er inntur eftir því hvort væntanlegt framúrakstursbann Vegagerðarinnar sé bæjaryfirvöldum fagnaðarefni.Mbl hafði eftir Jónasi Snæbjörnssyni, starfandi forstjóra Vegagerðarinnar, í kvöld að á vegkaflanum yrði yfirfarin miðlína og hún gert heil. Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað kallað eftir því að öryggi á Þingvallavegi verði bætt en banaslys varð á vegkaflanum á laugardag. „Þetta mun náttúrulega þýða það að það er ekki verið að taka fram úr þarna, sem er stórháskalegt þar sem þarna er svo mikið af afleggjurum, þessi langi beini kafli í gegnum dalinn. Maður veit aldrei hvenær bíll getur komið fram af afleggjara beint í flasið á manni, svo þetta er bara fagnaðarefni,“ segir Bjarki.Fyrsta svar við bréfi um úrbætur Þangað til nú höfðu bæjaryfirvöld ekki fengið svar við bréfi sem sent var Vegagerðinni í maí síðastliðnum. Í bréfinu var Vegagerðin hvött til að láta skoða ákveðnar tillögur bæjarstjórnar varðandi öryggismál á Þingvallavegi. Einn aðalpunkturinn í bréfinu var einmitt að banna framúrakstur á vegkaflanum. Þá hefur verið boðað til íbúafundar við Suðurá í Mosfellsdal klukkan 20 annað kvöld þar sem öryggi á Þingvallavegi verður eina mál á dagskrá, að því er segir í fundarboði sem sent var á fjölmiðla í dag. Þar á meðal verður farið yfir hugmyndir um kantmálun, þéttbýlishlið og hraðamyndavélar á vegkaflanum. Ekki er ljóst hvenær framúrakstursbannið á Þingvallavegi tekur gildi. Í frétt Mbl segir að úrbætur séu háðar deiliskipulagi, afgreiðslu samgönguáætlunar og fjármagni. Þá séu önnur svæði, svo sem á Kjalarnesi, í forgangi. Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. Það sé greinilegt að íbúar í Mosfellsdal, sem lengi hafa kallað eftir úrbótum á veginum, tali ekki fyrir daufum eyrum.Sjá einnig: Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ „Það er alveg sjálfsagt, það er mjög gott að það hafi verið brugðist svona skjótt við þó að tilefnið hafi verið sorglegt,“ segir Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ er hann er inntur eftir því hvort væntanlegt framúrakstursbann Vegagerðarinnar sé bæjaryfirvöldum fagnaðarefni.Mbl hafði eftir Jónasi Snæbjörnssyni, starfandi forstjóra Vegagerðarinnar, í kvöld að á vegkaflanum yrði yfirfarin miðlína og hún gert heil. Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað kallað eftir því að öryggi á Þingvallavegi verði bætt en banaslys varð á vegkaflanum á laugardag. „Þetta mun náttúrulega þýða það að það er ekki verið að taka fram úr þarna, sem er stórháskalegt þar sem þarna er svo mikið af afleggjurum, þessi langi beini kafli í gegnum dalinn. Maður veit aldrei hvenær bíll getur komið fram af afleggjara beint í flasið á manni, svo þetta er bara fagnaðarefni,“ segir Bjarki.Fyrsta svar við bréfi um úrbætur Þangað til nú höfðu bæjaryfirvöld ekki fengið svar við bréfi sem sent var Vegagerðinni í maí síðastliðnum. Í bréfinu var Vegagerðin hvött til að láta skoða ákveðnar tillögur bæjarstjórnar varðandi öryggismál á Þingvallavegi. Einn aðalpunkturinn í bréfinu var einmitt að banna framúrakstur á vegkaflanum. Þá hefur verið boðað til íbúafundar við Suðurá í Mosfellsdal klukkan 20 annað kvöld þar sem öryggi á Þingvallavegi verður eina mál á dagskrá, að því er segir í fundarboði sem sent var á fjölmiðla í dag. Þar á meðal verður farið yfir hugmyndir um kantmálun, þéttbýlishlið og hraðamyndavélar á vegkaflanum. Ekki er ljóst hvenær framúrakstursbannið á Þingvallavegi tekur gildi. Í frétt Mbl segir að úrbætur séu háðar deiliskipulagi, afgreiðslu samgönguáætlunar og fjármagni. Þá séu önnur svæði, svo sem á Kjalarnesi, í forgangi.
Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30
Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09