Stillt til friðar á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2018 21:15 Frá mótmælum við landamæri Ísrael og Palestínu í dag. Vísir/EPA Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé á Gasaströndinni, samkvæmt talsmanni Hamas. Hann segir Egypta og Sameinuðu þjóðirnar hafa komið að það því að stilla til friðar eftir að ísraelskur hermaður var skotinn til bana af leyniskyttu. Ísraelsher svaraði með fjölda árása. Reuters ræddi við íbúa sem segja allt vera með kyrrum kjörum á Gasa. Ísraelsher hefur gert loftárásir á minnst 60 skotmörk á Gasa í kjölfarið og fellt minnst fjóra Palestínumenn. Þrír þeirra eru sagðir vera Hamas-liðar og sá fjórði mun vera almennur borgari og var hann skotinn á mótmælum við landamærin. 120 Palestínumenn eru sagðir vera særðir. Þá hefur eldflaugum verið skotið að Ísrael og voru minnst tvær skotnar niður. Vitað er að ein til viðbótar lenti á akri og hefur engan sakað. Nickolay Mladenov, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna varðandi Miðausturlönd, hvatti báðar fylkingar í dag til þess að „stíga frá brúninni“, eins og hann orðaði það. Ekki mætti koma til annars stríðs á milli IDF og Hamas.Áðurnefndur hermaður er fyrsti Ísraelsmaðurinn til að falla frá 30. mars þegar umfangsmikil mótmæli hófust við landamæri Palestínu og Ísrael. Síðan þá hafa minnst 149 Palestínumenn fallið, þar af voru flestir skotnir til bana á meðan á mótmælum stóð. Í síðustu viku sagði Ísraelsher að umfangsmiklar loftárásir hefðu verið gerðar á Gasa og það hafi verið viðbrögð við rúmlega 200 eldflauga- og sprengjuvörpuskotum að Ísrael. Þar að auki hafa Palestínumenn verið að senda loftdreka, hlaðna eldfimum efnum, yfir landamærin. Heilu akrarnir hafa orðið eldi að bráð.Uppfært 23:30 með tilliti til vopnahlésins. Recap of tonight's events pic.twitter.com/HsbtHHqq2G— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 The IDF struck 60 sites in 3 Hamas battalion compounds. The targets included weapon manufacturing sites, a shaft to a tunnel network, a factory used for underground infrastructure manufacturing, a UAV warehouse, military operations room, training facilities, and observation posts pic.twitter.com/uTCxAyg2By— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 IDF fighter jets continue to strike military targets throughout the Gaza Strip. The IDF recently completed an additional strike on 25 military targets located in a Hamas battalion headquarter in Khan Yunis in the southern Gaza Strip pic.twitter.com/jcQL21fgKQ— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé á Gasaströndinni, samkvæmt talsmanni Hamas. Hann segir Egypta og Sameinuðu þjóðirnar hafa komið að það því að stilla til friðar eftir að ísraelskur hermaður var skotinn til bana af leyniskyttu. Ísraelsher svaraði með fjölda árása. Reuters ræddi við íbúa sem segja allt vera með kyrrum kjörum á Gasa. Ísraelsher hefur gert loftárásir á minnst 60 skotmörk á Gasa í kjölfarið og fellt minnst fjóra Palestínumenn. Þrír þeirra eru sagðir vera Hamas-liðar og sá fjórði mun vera almennur borgari og var hann skotinn á mótmælum við landamærin. 120 Palestínumenn eru sagðir vera særðir. Þá hefur eldflaugum verið skotið að Ísrael og voru minnst tvær skotnar niður. Vitað er að ein til viðbótar lenti á akri og hefur engan sakað. Nickolay Mladenov, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna varðandi Miðausturlönd, hvatti báðar fylkingar í dag til þess að „stíga frá brúninni“, eins og hann orðaði það. Ekki mætti koma til annars stríðs á milli IDF og Hamas.Áðurnefndur hermaður er fyrsti Ísraelsmaðurinn til að falla frá 30. mars þegar umfangsmikil mótmæli hófust við landamæri Palestínu og Ísrael. Síðan þá hafa minnst 149 Palestínumenn fallið, þar af voru flestir skotnir til bana á meðan á mótmælum stóð. Í síðustu viku sagði Ísraelsher að umfangsmiklar loftárásir hefðu verið gerðar á Gasa og það hafi verið viðbrögð við rúmlega 200 eldflauga- og sprengjuvörpuskotum að Ísrael. Þar að auki hafa Palestínumenn verið að senda loftdreka, hlaðna eldfimum efnum, yfir landamærin. Heilu akrarnir hafa orðið eldi að bráð.Uppfært 23:30 með tilliti til vopnahlésins. Recap of tonight's events pic.twitter.com/HsbtHHqq2G— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 The IDF struck 60 sites in 3 Hamas battalion compounds. The targets included weapon manufacturing sites, a shaft to a tunnel network, a factory used for underground infrastructure manufacturing, a UAV warehouse, military operations room, training facilities, and observation posts pic.twitter.com/uTCxAyg2By— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 IDF fighter jets continue to strike military targets throughout the Gaza Strip. The IDF recently completed an additional strike on 25 military targets located in a Hamas battalion headquarter in Khan Yunis in the southern Gaza Strip pic.twitter.com/jcQL21fgKQ— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018
Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira