Segir vörslusviptingu hrossa í Þrastalundi „ástæðulausan hamagang“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 15:15 Árni Stefán Árnason, lögfræðingur. fréttablaðið/stefán Árni Stefán Árnason, lögfræðingur, gagnrýnir aðferðir dýraeftirlitsmanns hjá Matvælastofnun, MAST, þegar Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar var sviptur tveimur hrossum sem voru í vörslu hans í Þrastalundi. Árni Stefán segir málið „ástæðulausan hamagang.“ Árni Stefán segir málsmeðferð MAST í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga. Í tilkynningu frá MAST vegna málsins í morgun sagði að umráðamaður hefði verið sviptur tveimur hryssum, annarri með folaldi og hin fylfull, þar sem þær hefðu verið í gerði án aðgangs að beit og tryggri brynningu. Að sögn Árna Stefáns er þessi lýsing á aðbúnaði dýranna ekki rétt þar sem hey hafi verið hjá hestunum og vatn. Samkvæmt gögnum málsins liðu þrír dagar frá því að hestirnir komu í gerðið við Þrastalund og þar til búið var að svipta eigandann þeim.Fékk frest fram á mánudag til að bæta aðbúnað Daginn eftir að þeir komu í gerðið, það er á fimmtudegi, var stórri heyrúllu komið þar fyrir sem og sérstökum vatnsfötum, salti og fóðurbæti. Síðdegis á föstudegi kom síðan dýraeftirlitsmaður MAST og tilkynnti starfsmanni Þrastalundar að hann kæmi klukkan 19 það sama kvöld og tæki hestana ef þeim yrði ekki komið í beitarhólf. Síðar um kvöldið fékk Sverrir frest fram til mánudags hjá dýraeftirlitsmanninum til að koma upp rennandi vatni hjá hestunum, samkvæmt gögnum málsins. Daginn eftir, á laugardagsmorgninum, kom hins vegar dýraeftirlitsmaðurinn og tilkynnti Sverri að ekki væri komið rennandi vatn. Hann sagðist myndu koma aftur klukkan 12 til að kanna hvort að komið væri rennandi vatn sem komið var klukkan 11:30 samkvæmt Sverri.Kom í fylgd lögreglu og tók hestana Klukkan 13 kom svo dýraeftirlitsmaðurinn í lögreglufylgd og tók hestana og sagði að þeir þyrftu að vera með sérstakt brynningartæki. Árni Stefán segir að samkvæmt umbjóðanda sínum sé löngu búið að koma upp brynningartæki, nægt hey sé til staðar og þá hafi verið opnað fyrir beitaraðstöðu til vestur og austurs. Vörslusviptingin gildir fram í næstu viku en Árni Stefán gagnrýnir sviptinguna sem hann segir að eigi að framkvæma nema í neyð. „Vandamálið er það að það næst ekki í héraðsdýralækni til að taka út aðstöðuna og gefa grænt ljós á þetta. Þetta gerðist allt mjög hratt og snöggt og algjörlega ástæðulaus hamagangur,“ segir Árni Stefán. Hann segir þennan mikla hraða málsins algjörlega í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga um málsmeðferð. „Það er verulega gengið á rétt umbjóðanda míns,“ segir Árni Stefán. Dýr Tengdar fréttir Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Árni Stefán Árnason, lögfræðingur, gagnrýnir aðferðir dýraeftirlitsmanns hjá Matvælastofnun, MAST, þegar Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar var sviptur tveimur hrossum sem voru í vörslu hans í Þrastalundi. Árni Stefán segir málið „ástæðulausan hamagang.“ Árni Stefán segir málsmeðferð MAST í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga. Í tilkynningu frá MAST vegna málsins í morgun sagði að umráðamaður hefði verið sviptur tveimur hryssum, annarri með folaldi og hin fylfull, þar sem þær hefðu verið í gerði án aðgangs að beit og tryggri brynningu. Að sögn Árna Stefáns er þessi lýsing á aðbúnaði dýranna ekki rétt þar sem hey hafi verið hjá hestunum og vatn. Samkvæmt gögnum málsins liðu þrír dagar frá því að hestirnir komu í gerðið við Þrastalund og þar til búið var að svipta eigandann þeim.Fékk frest fram á mánudag til að bæta aðbúnað Daginn eftir að þeir komu í gerðið, það er á fimmtudegi, var stórri heyrúllu komið þar fyrir sem og sérstökum vatnsfötum, salti og fóðurbæti. Síðdegis á föstudegi kom síðan dýraeftirlitsmaður MAST og tilkynnti starfsmanni Þrastalundar að hann kæmi klukkan 19 það sama kvöld og tæki hestana ef þeim yrði ekki komið í beitarhólf. Síðar um kvöldið fékk Sverrir frest fram til mánudags hjá dýraeftirlitsmanninum til að koma upp rennandi vatni hjá hestunum, samkvæmt gögnum málsins. Daginn eftir, á laugardagsmorgninum, kom hins vegar dýraeftirlitsmaðurinn og tilkynnti Sverri að ekki væri komið rennandi vatn. Hann sagðist myndu koma aftur klukkan 12 til að kanna hvort að komið væri rennandi vatn sem komið var klukkan 11:30 samkvæmt Sverri.Kom í fylgd lögreglu og tók hestana Klukkan 13 kom svo dýraeftirlitsmaðurinn í lögreglufylgd og tók hestana og sagði að þeir þyrftu að vera með sérstakt brynningartæki. Árni Stefán segir að samkvæmt umbjóðanda sínum sé löngu búið að koma upp brynningartæki, nægt hey sé til staðar og þá hafi verið opnað fyrir beitaraðstöðu til vestur og austurs. Vörslusviptingin gildir fram í næstu viku en Árni Stefán gagnrýnir sviptinguna sem hann segir að eigi að framkvæma nema í neyð. „Vandamálið er það að það næst ekki í héraðsdýralækni til að taka út aðstöðuna og gefa grænt ljós á þetta. Þetta gerðist allt mjög hratt og snöggt og algjörlega ástæðulaus hamagangur,“ segir Árni Stefán. Hann segir þennan mikla hraða málsins algjörlega í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga um málsmeðferð. „Það er verulega gengið á rétt umbjóðanda míns,“ segir Árni Stefán.
Dýr Tengdar fréttir Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56