Leyfi veitt fyrir vindmöstur í Dölunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2018 19:00 Meirihluti sveitarstjórnar Dalabyggðar hefur samþykkt að veita fyrirtækinu Storm orku ehf. stöðuleyfi til þess að reista þrjú rannsóknarmöstur í landi Hróðnýjarstaða þar sem meta á kosti þess að byggja upp vindorkuver. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vinnur að regluverki um vindorkuver.Fréttastofan fjallaði um fyrirhugað vindorkuver Storm orku í landi Hróðnýjarstaða í lok janúar en þá kvörtuðu íbúar undan því á áformin hefðu lítið sem ekkert verið kynnt heimamönnum.Á opnum íbúafundi sem haldinn var í febrúar gerðu sveitarstjórn og eigendur fyrirtækisins íbúum grein fyrir fyrirætlunum sínum en þær gera ráð fyrir vindorkuveri á um sex hundruð hektara svæði þar sem hægt yrði að reisa allt að fjörutíu vindmyllur sem myndu skila af sér að að 130 MW. Sveitarstjórnin hafði áður verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins vegna skorts á upplýsingum.Í byrjun júlí var óskað eftir því að reisa þrjú möstur í landi Hróðnýjarstaða sem eiga að rannsaka mögulega vindorkuframleiðslu og tók umhverfis og skipulagsnefnd sveitarfélagsins jákvætt í erindið en kallaði aftur eftir betri gögnum. Á sama tíma var lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Eflu , „Vindorka í Dalabyggð“, fram fyrir nefndina en skýrslan var unnin að beiðni Dalabyggðar en með henni vildi sveitarfélagið taka saman viðmið og almennar leiðbeiningar til að nota við stefnumótun vegna nýtingar vindorku innan sveitarfélagsins. Skýrslan var gerð í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags og verður nýtt sem stefnumótun fyrir mögulega nýtingu vindorku í aðalskipulaginu. Nokkrum dögum síðar samþykkti svona sveitarstjórn að þrjú möstur verði reist á landinu en leyfið er veit til tveggja ára. Eigendur Storm orku mega hins vegar ekki ráðast í framkvæmdir fyrr en nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra liggja fyrir hjá byggingafulltrúa sem gefur úr leyfi. Þessi tillaga sveitarstjórnarinnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir að setja þurfi lög um vindorkuver ásamt því að vinna með sveitarfélögum leiðbeiningar um skipulagsákvarðanir og leyfisveitingar. Dalabyggð Tengdar fréttir Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15 Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Meirihluti sveitarstjórnar Dalabyggðar hefur samþykkt að veita fyrirtækinu Storm orku ehf. stöðuleyfi til þess að reista þrjú rannsóknarmöstur í landi Hróðnýjarstaða þar sem meta á kosti þess að byggja upp vindorkuver. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vinnur að regluverki um vindorkuver.Fréttastofan fjallaði um fyrirhugað vindorkuver Storm orku í landi Hróðnýjarstaða í lok janúar en þá kvörtuðu íbúar undan því á áformin hefðu lítið sem ekkert verið kynnt heimamönnum.Á opnum íbúafundi sem haldinn var í febrúar gerðu sveitarstjórn og eigendur fyrirtækisins íbúum grein fyrir fyrirætlunum sínum en þær gera ráð fyrir vindorkuveri á um sex hundruð hektara svæði þar sem hægt yrði að reisa allt að fjörutíu vindmyllur sem myndu skila af sér að að 130 MW. Sveitarstjórnin hafði áður verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins vegna skorts á upplýsingum.Í byrjun júlí var óskað eftir því að reisa þrjú möstur í landi Hróðnýjarstaða sem eiga að rannsaka mögulega vindorkuframleiðslu og tók umhverfis og skipulagsnefnd sveitarfélagsins jákvætt í erindið en kallaði aftur eftir betri gögnum. Á sama tíma var lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Eflu , „Vindorka í Dalabyggð“, fram fyrir nefndina en skýrslan var unnin að beiðni Dalabyggðar en með henni vildi sveitarfélagið taka saman viðmið og almennar leiðbeiningar til að nota við stefnumótun vegna nýtingar vindorku innan sveitarfélagsins. Skýrslan var gerð í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags og verður nýtt sem stefnumótun fyrir mögulega nýtingu vindorku í aðalskipulaginu. Nokkrum dögum síðar samþykkti svona sveitarstjórn að þrjú möstur verði reist á landinu en leyfið er veit til tveggja ára. Eigendur Storm orku mega hins vegar ekki ráðast í framkvæmdir fyrr en nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra liggja fyrir hjá byggingafulltrúa sem gefur úr leyfi. Þessi tillaga sveitarstjórnarinnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir að setja þurfi lög um vindorkuver ásamt því að vinna með sveitarfélögum leiðbeiningar um skipulagsákvarðanir og leyfisveitingar.
Dalabyggð Tengdar fréttir Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15 Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45
Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45