Allt að gerast hjá Ævari vísindamanni Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. júlí 2018 06:00 Ævar á von á sínu fyrsta barni á næstu dögum og á leiðinni eru fleiri nýjar bækur auk leikrits. Fréttablaðið/Stefán „Viðtökurnar síðustu ár hafa verið framar öllum vonum og það gengur vel, sem hvetur mann til að halda áfram að skrifa,“ segir Ævar Þór Benediktsson þegar blaðamaður hrósar honum fyrir velgengnina en bókin hans Ofurhetjuvíddin, sem kom út í maí, rauk upp á topp Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir síðasta mánuð og sló þar með höfundum eins og Lee Child og Jordan Peterson ref fyrir rass. Vel gert það. Ævar viðurkennir að hann sé mjög lélegur að monta sig en er þó að vonum ánægður með árangurinn. Ofurhetjuvíddin var hluti af lestrarátaki Ævars vísindamanns sem Ævar hélt fyrri hluta árs og í henni urðu fimm krakkar sem tóku þátt karakterar í sögunni. Ævar ætlar meðal annars að fagna þessum áfanga með því að gefa út enn fleiri bækur – hann gefur í miðjan ágúst út tvær nýjar bækur í Þín eigin-seríunni, en nú þegar eru komnar út fjórar bækur í þeim bálki, og þetta verða fimmta og sjötta bókin þar og tólfta og þrettánda bókin í heild sem Ævar hefur skrifað. Þessar bækur verða þó með öðru sniði en hinar bækur Þín eigin-seríunnar því að þessar nýju bækur verða léttlestrarbækur ætlaðar börnum á aldrinum 6 til 8 ára. Þar, líkt og í hinum bókunum, fær lesandinn að ráða hvað gerist í sögunni en það eru yfir 10 möguleikar á að enda hvora bók, sem þýðir að hægt er að lesa þær aftur og aftur.Evana Kisa hefur verið að teikna fyrir Ævar síðustu árin og hann segir hana algjöran töframann þegar kemur að því að teikna. Mynd/Evana Kisa„Léttlestrarbækurnar eru afleggjari af bókunum sem ég gef út um jólin og heita Þín eigin, þar sem lesandinn ræður því sjálfur hvað gerist. Þessi afleggjari er með yfirtitilinn ,,Þín eigin saga“ og það sem kemur út núna í ágúst er annars vegar Búkolla og hins vegar Börn Loka. Í báðum tilfellum erum við með persónur sem við höfum hitt áður í Þín eigin-bókunum en í þetta skiptið eru bækurnar stílaðar inn á yngri lesendur – við erum með stærri stafi, einfaldara mál og heilan helling af æðislegum myndum eftir Evönu Kisu. Þetta er fullkomnar bækur fyrir þá sem eru að byrja í lestri.“ Ævar segir að ástæðan fyrir því að hann sé að færa sig yfir í þennan lesendahóp sé sú að mikilvægt sé að það sé til nóg lesefni fyrir krakka á öllum aldri og að hann vilji leggja sitt á vogarskálarnar þegar að því verkefni kemur. „Ég veit að Þín eigin-bækurnar sem koma út um jólin, og eru rosa mikill texti, eru vinsælar og tala vel til krakka sem hafa engan sérstakan áhuga á lestri vegna þess að allt í einu er lesturinn orðinn leikur. Mikill texti er samt ekki fyrir alla þannig að ég hugsaði með mér að það gæti verið gaman að kynna Þín eigin-bækurnar og gagnvirka lestrarformið fyrir krökkum sem eru að byrja að lesa.“ Það að skrifa „einfaldari“ bók fyrir þennan aldursflokk reyndist þó alls ekki eins einfalt og mætti kannski halda. „Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef skrifað. Þegar ég hélt að bækurnar væru tilbúnar sendi ég þær á tvær vinkonur mínar sem vinna í grunnskólum með krökkum á þessum aldri og eru báðar sérfróðar í því sem þær eru að gera. Ég fékk til baka „já, þetta er flott – en þetta eru ekki léttlestrarbækur“. Ég er höfundur sem vill gjarnan nota mörg orð og þurfti þess vegna að temja mér alveg nýjan stíl. Ég endurskrifaði báðar bækurnar aftur og aftur þar til ég fann rétta tóninn, sem tókst að lokum. Það er meira en að segja það að skrifa bók sem talar við þennan aldurshóp, er á einföldu en góðu máli og á sama tíma skemmtileg. Ég lærði því helling af þessu.“ Einnig er á leiðinni frá Ævari önnur bók í Þín eigin-seríunni fyrir jólin eins og venjulega og einnig Þitt eigið leikrit í Þjóðleikhúsinu í janúar. Ef það er svo ekki nóg þá á Ævar von á sínu fyrsta barni hvað úr hverju, með unnustu sinni Védísi Kjartansdóttur. „Þetta er okkar fyrsta jú og það á að koma bara á næstu dögum! Þetta er mjög spennandi tími, allt að gerast.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tíu hljóta viðurkenningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar Í tilkynningu frá samtökunum segir að yfir tvö hundruð tilnefningar hafi borist frá almenningi. 19. maí 2018 10:15 Tilnefningar til Lúðursins 2017 kynntar Ímark, samtök markaðsfólks á Íslandi, kynnti í gær tilnefningar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna, fyrir síðasta ár. 2. mars 2018 13:30 Skilaboð til ráðamanna: „Það skiptir máli hvað öllum finnst, ekki bara fullorðnum“ Yfir 99% nemenda í Laugnarnesskóla og Flataskóla þekkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en síðasta árið hafa skólarnir unnið að því að innleiða sáttmálann. Í dag fengu báðir skólarnir viðurkenningu sem fyrstu Réttindaskólar UNICEF á Íslandi. 20. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Fleiri fréttir Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar Sjá meira
„Viðtökurnar síðustu ár hafa verið framar öllum vonum og það gengur vel, sem hvetur mann til að halda áfram að skrifa,“ segir Ævar Þór Benediktsson þegar blaðamaður hrósar honum fyrir velgengnina en bókin hans Ofurhetjuvíddin, sem kom út í maí, rauk upp á topp Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir síðasta mánuð og sló þar með höfundum eins og Lee Child og Jordan Peterson ref fyrir rass. Vel gert það. Ævar viðurkennir að hann sé mjög lélegur að monta sig en er þó að vonum ánægður með árangurinn. Ofurhetjuvíddin var hluti af lestrarátaki Ævars vísindamanns sem Ævar hélt fyrri hluta árs og í henni urðu fimm krakkar sem tóku þátt karakterar í sögunni. Ævar ætlar meðal annars að fagna þessum áfanga með því að gefa út enn fleiri bækur – hann gefur í miðjan ágúst út tvær nýjar bækur í Þín eigin-seríunni, en nú þegar eru komnar út fjórar bækur í þeim bálki, og þetta verða fimmta og sjötta bókin þar og tólfta og þrettánda bókin í heild sem Ævar hefur skrifað. Þessar bækur verða þó með öðru sniði en hinar bækur Þín eigin-seríunnar því að þessar nýju bækur verða léttlestrarbækur ætlaðar börnum á aldrinum 6 til 8 ára. Þar, líkt og í hinum bókunum, fær lesandinn að ráða hvað gerist í sögunni en það eru yfir 10 möguleikar á að enda hvora bók, sem þýðir að hægt er að lesa þær aftur og aftur.Evana Kisa hefur verið að teikna fyrir Ævar síðustu árin og hann segir hana algjöran töframann þegar kemur að því að teikna. Mynd/Evana Kisa„Léttlestrarbækurnar eru afleggjari af bókunum sem ég gef út um jólin og heita Þín eigin, þar sem lesandinn ræður því sjálfur hvað gerist. Þessi afleggjari er með yfirtitilinn ,,Þín eigin saga“ og það sem kemur út núna í ágúst er annars vegar Búkolla og hins vegar Börn Loka. Í báðum tilfellum erum við með persónur sem við höfum hitt áður í Þín eigin-bókunum en í þetta skiptið eru bækurnar stílaðar inn á yngri lesendur – við erum með stærri stafi, einfaldara mál og heilan helling af æðislegum myndum eftir Evönu Kisu. Þetta er fullkomnar bækur fyrir þá sem eru að byrja í lestri.“ Ævar segir að ástæðan fyrir því að hann sé að færa sig yfir í þennan lesendahóp sé sú að mikilvægt sé að það sé til nóg lesefni fyrir krakka á öllum aldri og að hann vilji leggja sitt á vogarskálarnar þegar að því verkefni kemur. „Ég veit að Þín eigin-bækurnar sem koma út um jólin, og eru rosa mikill texti, eru vinsælar og tala vel til krakka sem hafa engan sérstakan áhuga á lestri vegna þess að allt í einu er lesturinn orðinn leikur. Mikill texti er samt ekki fyrir alla þannig að ég hugsaði með mér að það gæti verið gaman að kynna Þín eigin-bækurnar og gagnvirka lestrarformið fyrir krökkum sem eru að byrja að lesa.“ Það að skrifa „einfaldari“ bók fyrir þennan aldursflokk reyndist þó alls ekki eins einfalt og mætti kannski halda. „Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef skrifað. Þegar ég hélt að bækurnar væru tilbúnar sendi ég þær á tvær vinkonur mínar sem vinna í grunnskólum með krökkum á þessum aldri og eru báðar sérfróðar í því sem þær eru að gera. Ég fékk til baka „já, þetta er flott – en þetta eru ekki léttlestrarbækur“. Ég er höfundur sem vill gjarnan nota mörg orð og þurfti þess vegna að temja mér alveg nýjan stíl. Ég endurskrifaði báðar bækurnar aftur og aftur þar til ég fann rétta tóninn, sem tókst að lokum. Það er meira en að segja það að skrifa bók sem talar við þennan aldurshóp, er á einföldu en góðu máli og á sama tíma skemmtileg. Ég lærði því helling af þessu.“ Einnig er á leiðinni frá Ævari önnur bók í Þín eigin-seríunni fyrir jólin eins og venjulega og einnig Þitt eigið leikrit í Þjóðleikhúsinu í janúar. Ef það er svo ekki nóg þá á Ævar von á sínu fyrsta barni hvað úr hverju, með unnustu sinni Védísi Kjartansdóttur. „Þetta er okkar fyrsta jú og það á að koma bara á næstu dögum! Þetta er mjög spennandi tími, allt að gerast.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tíu hljóta viðurkenningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar Í tilkynningu frá samtökunum segir að yfir tvö hundruð tilnefningar hafi borist frá almenningi. 19. maí 2018 10:15 Tilnefningar til Lúðursins 2017 kynntar Ímark, samtök markaðsfólks á Íslandi, kynnti í gær tilnefningar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna, fyrir síðasta ár. 2. mars 2018 13:30 Skilaboð til ráðamanna: „Það skiptir máli hvað öllum finnst, ekki bara fullorðnum“ Yfir 99% nemenda í Laugnarnesskóla og Flataskóla þekkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en síðasta árið hafa skólarnir unnið að því að innleiða sáttmálann. Í dag fengu báðir skólarnir viðurkenningu sem fyrstu Réttindaskólar UNICEF á Íslandi. 20. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Fleiri fréttir Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar Sjá meira
Tíu hljóta viðurkenningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar Í tilkynningu frá samtökunum segir að yfir tvö hundruð tilnefningar hafi borist frá almenningi. 19. maí 2018 10:15
Tilnefningar til Lúðursins 2017 kynntar Ímark, samtök markaðsfólks á Íslandi, kynnti í gær tilnefningar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna, fyrir síðasta ár. 2. mars 2018 13:30
Skilaboð til ráðamanna: „Það skiptir máli hvað öllum finnst, ekki bara fullorðnum“ Yfir 99% nemenda í Laugnarnesskóla og Flataskóla þekkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en síðasta árið hafa skólarnir unnið að því að innleiða sáttmálann. Í dag fengu báðir skólarnir viðurkenningu sem fyrstu Réttindaskólar UNICEF á Íslandi. 20. nóvember 2017 20:00