Lady Gaga minntist Genest á samfélagsmiðlum og sagði hann hafa svipt sig lífi og að nauðsynlegt væri að opna betur umræðuna um geðsjúkdóma. Ekki hefur fengist staðfest hvort raunverulega hafi verið um sjálfsvíg að ræða og telur fjölskylda Genest að hann hafi látist af slysförum.
Genest var þekktur fyrir beina- og líffærahúðflúr sín og birtist meðal annars í tónlistarmyndbandi Lady Gaga við lagið Born This Way.
Lady Gaga hefur nú fjarlægt tíst sitt þar sem hún minntist á „sjálfsvíg vinar [síns] Rick Genest“.
Í tveimur nýjum tístum biður hún fjölskyldu Genest afsökunar og birtir mynd af þeim tveimur saman.
Out of respect for Rick's family, Rick & his legacy I apologize if I spoke too soon as there was no witnesses or evidence to support any conclusion for the cause of his death. I in no way meant to draw an unjust conclusion My deepest condolences to his entire family and friends. pic.twitter.com/CJ9AdOJ22j
— Lady Gaga (@ladygaga) August 4, 2018
The art we made was sacred to me and I was emotional, he was an incredible artist and his art and heart will live on. Rest In Peace You beautiful soul. pic.twitter.com/0gXTJ6cHYB
— Lady Gaga (@ladygaga) August 4, 2018