Lífið

Tólf ára strákur stefnir á að stjórna Brekkusöngnum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Tólf ára drengur í Biskupstungum, Daníel Aron Bjarndal Ívarsson 12 ára tónlistarmaður hefur slegið í gegn sem söngvari og Ukulele leikari. Hann er harðákveðin í því að stjórna brekkusöng í Vestmannaeyjum þegar hann verður eldri.

Daníel Aron býr á bænum Miklaholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Þar býr hann með foreldrum sínum, þeim Ívari Erni Gíslasyni og Elvu Bjarndal Þráinsdóttur og systkinunum Karólínu 19 ára, Önnu Karenu 9 ára og Róberti Þór 8 ára. Daníel hefur vakið athygli fyrir söng sinn og spil á Ukulele gítar.

Aron er flottur söngvari og Ukulele gítarleikari.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
„Mér finnst þetta rosalega skemmtileg, ég spila og syng úti og inni og alls staðar“, segir Daníel sem segist stefna ótrauður að því að fá að stjórna brekkusöngnum á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar fram líða stundir. Hann er ekki bara söngvari og Ukulele gítarleikari því hann elskar að búa í sveit.

„Það er rosalega fallegt og í góðu veðri þá líður mér rosalega vel. Ég ætla mér að verð söngvari og leikari þegar ég verð stór“.

Á þessum tímapunkti var ákveðið að Aron færi á hestbak og tæki eitt lag fyrir fréttamann á baki en þá varð óvænt uppákoma sem enginn átti von á, gamlir taktar tóku sig upp hjá hestinum Kolfinni, 26 vetra,  þar sem hann sá merina Tign standa fyrir framan sig.  Segir ekki einhvers staðar, „Lengi lifir í gömlum glæðum“.

Aron var snöggur af baki þegar hann sá að Kolfinnur fór að sinna kalli náttúrunnar með Tign í miðju lagi, eitthvað sem engin átti von á, enda hesturinn orðinn 26 vetra og er geldur.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.