Flugeldasýningin á Menningarnótt: Um þúsund bombur og varir í sex og hálfa mínútu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 19:39 „Þetta eru um þúsund bombur og eitthvað af blysum og dóti, þetta er það mikið að við erum með þrjá stútfulla gáma og það dugði ekki til,“ segir Kjartan Óli Valsson skotstjóri flugeldasýningarinnar. Sýningin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, hún varir í um sex og hálfa mínútu að sögn Kjartans Óla og hefst klukkan ellefu í kvöld. Veðrið hefur leikið við gesti Menningarnætur í Reykjavík í dag. Á þriðja hundrað viðburða voru á dagskrá og er búist við að yfir hundrað þúsund manns leggi leið sína í miðborgina í dag og í kvöld. Borgarstjóri setti Menningarnótt með formlegum hætti á Hafnartorgi í hádeginu en óhætt er að segja að líf og fjör hafi verið í borginni í allan dag enda nóg um að vera.Veðrið lék við gesti Menningarnætur í dag og var nóg um að vera í borginni.Vísir/VilhelmYfir fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem ræst var af stað í morgun sem er metfjöldi en að vanda var keppt í nokkrum greinum. Slökkviliðið var með mikinn viðbúnað á svæðinu en sinnti í ár færri tilfellum sem tengjast hlaupinu en oft áður. Auk hlaupsins var ótalmargt annað á dagskrá en á meðan flestir spókuðu sig í sólinni voru aðrir sem stóðu vaktina við hin ýmsu verkefni. Þá buðu íbúar við Grettisgötu í vöfflur og fjöldi fólks nýtti tækifærið og fór í ódýrt útsýnisflug yfir borgina hjá Reykjavik Helicopters svo fátt eitt sé nefnt. Í flugskýli fyrirtækisins, sem er jafnframt það elsta á landinu, var jafnframt boðið upp á ljósmyndasýningu. Yfir fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem ræst var af stað í morgunVísir/Vilhelm Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Bein útsending: Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt Veislan hefst klukkan 18, stendur til 22:45 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis og sömuleiðis veitingarnar. 18. ágúst 2018 17:00 Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58 Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Menningarmógúlar mæla með þessum viðburðum á Menningarnótt Fréttablaðið fékk fjóra menningarmógúla til þess að velja sér þrjá skemmtilega viðburði á Menningarnótt sem höfða til þeirra. Þau Arnar Eggert, Jóna, Lóa og Matthías Tryggvi mæla með nokkrum góðum. 18. ágúst 2018 08:00 Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. 18. ágúst 2018 07:30 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
„Þetta eru um þúsund bombur og eitthvað af blysum og dóti, þetta er það mikið að við erum með þrjá stútfulla gáma og það dugði ekki til,“ segir Kjartan Óli Valsson skotstjóri flugeldasýningarinnar. Sýningin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, hún varir í um sex og hálfa mínútu að sögn Kjartans Óla og hefst klukkan ellefu í kvöld. Veðrið hefur leikið við gesti Menningarnætur í Reykjavík í dag. Á þriðja hundrað viðburða voru á dagskrá og er búist við að yfir hundrað þúsund manns leggi leið sína í miðborgina í dag og í kvöld. Borgarstjóri setti Menningarnótt með formlegum hætti á Hafnartorgi í hádeginu en óhætt er að segja að líf og fjör hafi verið í borginni í allan dag enda nóg um að vera.Veðrið lék við gesti Menningarnætur í dag og var nóg um að vera í borginni.Vísir/VilhelmYfir fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem ræst var af stað í morgun sem er metfjöldi en að vanda var keppt í nokkrum greinum. Slökkviliðið var með mikinn viðbúnað á svæðinu en sinnti í ár færri tilfellum sem tengjast hlaupinu en oft áður. Auk hlaupsins var ótalmargt annað á dagskrá en á meðan flestir spókuðu sig í sólinni voru aðrir sem stóðu vaktina við hin ýmsu verkefni. Þá buðu íbúar við Grettisgötu í vöfflur og fjöldi fólks nýtti tækifærið og fór í ódýrt útsýnisflug yfir borgina hjá Reykjavik Helicopters svo fátt eitt sé nefnt. Í flugskýli fyrirtækisins, sem er jafnframt það elsta á landinu, var jafnframt boðið upp á ljósmyndasýningu. Yfir fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem ræst var af stað í morgunVísir/Vilhelm
Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Bein útsending: Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt Veislan hefst klukkan 18, stendur til 22:45 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis og sömuleiðis veitingarnar. 18. ágúst 2018 17:00 Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58 Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Menningarmógúlar mæla með þessum viðburðum á Menningarnótt Fréttablaðið fékk fjóra menningarmógúla til þess að velja sér þrjá skemmtilega viðburði á Menningarnótt sem höfða til þeirra. Þau Arnar Eggert, Jóna, Lóa og Matthías Tryggvi mæla með nokkrum góðum. 18. ágúst 2018 08:00 Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. 18. ágúst 2018 07:30 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Bein útsending: Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt Veislan hefst klukkan 18, stendur til 22:45 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis og sömuleiðis veitingarnar. 18. ágúst 2018 17:00
Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58
Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00
Menningarmógúlar mæla með þessum viðburðum á Menningarnótt Fréttablaðið fékk fjóra menningarmógúla til þess að velja sér þrjá skemmtilega viðburði á Menningarnótt sem höfða til þeirra. Þau Arnar Eggert, Jóna, Lóa og Matthías Tryggvi mæla með nokkrum góðum. 18. ágúst 2018 08:00
Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. 18. ágúst 2018 07:30
Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37