Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2018 18:49 Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. Vegagerðin stefnir að því að opna útboð í fyrsta áfanga um breikkun Suðurlandsvega milli Hveragerðis og Árborgar í þessum mánuði. RÚV greindi fyrst frá málinu en þar var haft eftir fulltrúa Vegagerðarinnar að framkvæmdir gætu hafist síðar á árinu. Enn á eftir að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar á tveimur stöðum, annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar í Reykjanesbæ og upp að flugstöð. Menn spyrja sig hvort ekki eigi að klára þessa tvöföldun áður en ráðist er í tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar.Mörg alvarleg umferðarslysMörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á síðustu misserum á þeim tveimur vegarköflum sem um ræðir. Síðast í morgun lentu fjórir bílar í árekstri við Reykjanesbraut þar sem ein aksturstefna er í hvora átt í Hafnarfirði. Bæjarstjórar tveggja sveitarfélaga, þar sem Reykjanesbraut liggur í gegn undrast forgangsröðun Vegargerðarinnar. „Ef menn ætla að fara að ráðast í tvöföldun á Suðurlandsvegi þá er það bara fínt mál. En við erum ekki sátt við það ef það verður til þess að tefja þessar tímasetningar sem menn hafa verið að varpa fram með tvöföldun hjá okkur,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Í sama streng tekur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og óskar eftir skýrum svörum. „Þessar fréttir að Reykjanesbrautin sé ekki að fara í útboð á þessum tíma sem við vorum búin að binda miklar vonir við og þrýsta á í langan tíma, þær eru okkur mikil vonbrigði og í kjölfar þeirra munum við núna strax krefjast svara,“ segir Rósa.Þurfa að halda málstaðnum á loftiKjartan segist ekki vilja gera lítið úr mikilvægi þess að tvöfalda Suðurlandsveginn. „En við þurfum að halda áfram að halda okkar málstað á lofti í samráði við þingmenn og ráðherra.“ Rósa bendir á að það séu 600 milljónir í fjárlögum til Reykjanesbrautarinnar á þessu ári. „Og við viljum sjá það að þeir fjármunir fari að vinna á réttum stað og því eru þetta mikil vonbrigði að sjá að það sé ekki verið að fara í útboð á Reykjanesbrautinni," segir hún. Samgöngur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. Vegagerðin stefnir að því að opna útboð í fyrsta áfanga um breikkun Suðurlandsvega milli Hveragerðis og Árborgar í þessum mánuði. RÚV greindi fyrst frá málinu en þar var haft eftir fulltrúa Vegagerðarinnar að framkvæmdir gætu hafist síðar á árinu. Enn á eftir að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar á tveimur stöðum, annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar í Reykjanesbæ og upp að flugstöð. Menn spyrja sig hvort ekki eigi að klára þessa tvöföldun áður en ráðist er í tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar.Mörg alvarleg umferðarslysMörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á síðustu misserum á þeim tveimur vegarköflum sem um ræðir. Síðast í morgun lentu fjórir bílar í árekstri við Reykjanesbraut þar sem ein aksturstefna er í hvora átt í Hafnarfirði. Bæjarstjórar tveggja sveitarfélaga, þar sem Reykjanesbraut liggur í gegn undrast forgangsröðun Vegargerðarinnar. „Ef menn ætla að fara að ráðast í tvöföldun á Suðurlandsvegi þá er það bara fínt mál. En við erum ekki sátt við það ef það verður til þess að tefja þessar tímasetningar sem menn hafa verið að varpa fram með tvöföldun hjá okkur,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Í sama streng tekur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og óskar eftir skýrum svörum. „Þessar fréttir að Reykjanesbrautin sé ekki að fara í útboð á þessum tíma sem við vorum búin að binda miklar vonir við og þrýsta á í langan tíma, þær eru okkur mikil vonbrigði og í kjölfar þeirra munum við núna strax krefjast svara,“ segir Rósa.Þurfa að halda málstaðnum á loftiKjartan segist ekki vilja gera lítið úr mikilvægi þess að tvöfalda Suðurlandsveginn. „En við þurfum að halda áfram að halda okkar málstað á lofti í samráði við þingmenn og ráðherra.“ Rósa bendir á að það séu 600 milljónir í fjárlögum til Reykjanesbrautarinnar á þessu ári. „Og við viljum sjá það að þeir fjármunir fari að vinna á réttum stað og því eru þetta mikil vonbrigði að sjá að það sé ekki verið að fara í útboð á Reykjanesbrautinni," segir hún.
Samgöngur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent