Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Aðalheiður Ámundadóttir og Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Reisa á þriðja knatthúsið á svæði FH-inga. Málið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum í Hafnarfirði Fréttablaðið/GVA Fulltrúar minnihluta í Hafnarfirði eru mjög ósáttir vegna þeirrar stefnubreytingar sem varð í stóra knatthúsamáli bæjarins í síðustu viku þegar ákveðið var á fundi bæjarráðs að bærinn keypti öll þrjú knatthús Fimleikafélags Hafnarfjarðar á 790 milljónir og FH-ingar stæðu sjálfir að byggingu nýs knatthúss á eigin kostnað og ábyrgð. Á aukafundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær lögðu fulltrúar minnihlutans fram fjölda fyrirspurna vegna málsins en fyrir liggur að kaup bæjarins á mannvirkjunum hafa það markmið að gera félaginu mögulegt að byggja nýtt knatthús. Meðal annars er vísað til þess að félagið hafi fengið eitt húsanna að gjöf frá bænum árið 1989 en skilyrði gjafagerningsins hafi ekki verið uppfyllt á tilsettum tíma og hann því aldrei farið í gegn og húsið sé því enn í eigu bæjarins. Óskað er upplýsinga um kostnað bæjarins við kaup á þessari eign sinni, þar á meðal tilfallandi kostnaði verði gjafagerningurinn gjaldfærður áður en kaupin fara fram. Einnig er gagnrýnt að hvorki liggi fyrir verðmat né mat á ástandi umræddra eigna heldur fari kaupverðið eftir fjárþörf FH vegna byggingar nýs húss.Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans.Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, segir þetta ekki góða meðferð skattfjár. „Nei, alls ekki, og við í minnihlutanum erum sammála um það að þessi vinnubrögð séu vafasöm og höfum beint því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að ganga úr skugga um það hvort þetta sé löglegt. Okkar tilgáta er sú að þetta sé ólöglegt.“ Knatthúsamálið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum Hafnarfjarðar um nokkurra ára skeið og var málið uppspretta stöðugra deilna innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Fulltrúar minnihluta í Hafnarfirði eru mjög ósáttir vegna þeirrar stefnubreytingar sem varð í stóra knatthúsamáli bæjarins í síðustu viku þegar ákveðið var á fundi bæjarráðs að bærinn keypti öll þrjú knatthús Fimleikafélags Hafnarfjarðar á 790 milljónir og FH-ingar stæðu sjálfir að byggingu nýs knatthúss á eigin kostnað og ábyrgð. Á aukafundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær lögðu fulltrúar minnihlutans fram fjölda fyrirspurna vegna málsins en fyrir liggur að kaup bæjarins á mannvirkjunum hafa það markmið að gera félaginu mögulegt að byggja nýtt knatthús. Meðal annars er vísað til þess að félagið hafi fengið eitt húsanna að gjöf frá bænum árið 1989 en skilyrði gjafagerningsins hafi ekki verið uppfyllt á tilsettum tíma og hann því aldrei farið í gegn og húsið sé því enn í eigu bæjarins. Óskað er upplýsinga um kostnað bæjarins við kaup á þessari eign sinni, þar á meðal tilfallandi kostnaði verði gjafagerningurinn gjaldfærður áður en kaupin fara fram. Einnig er gagnrýnt að hvorki liggi fyrir verðmat né mat á ástandi umræddra eigna heldur fari kaupverðið eftir fjárþörf FH vegna byggingar nýs húss.Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans.Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, segir þetta ekki góða meðferð skattfjár. „Nei, alls ekki, og við í minnihlutanum erum sammála um það að þessi vinnubrögð séu vafasöm og höfum beint því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að ganga úr skugga um það hvort þetta sé löglegt. Okkar tilgáta er sú að þetta sé ólöglegt.“ Knatthúsamálið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum Hafnarfjarðar um nokkurra ára skeið og var málið uppspretta stöðugra deilna innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira