Aukin pressa á að ná markinu þegar yngri bróðirinn skoraði Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2018 10:15 Finnur Orri var feginn að ná marki í Pepsi-deildinni áður en hann lék 200. leik sinn í efstu deild. Fréttablaðið/anton Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður hjá KR, átti svo sannarlega viðburðaríka helgi þegar hann skoraði loksins fyrsta mark sitt í Pepsi-deild karla, rúmum sólarhring eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt. Eignaðist hann barn snemma dags á laugardaginn og var svo mættur í byrjunarlið KR í 4-1 sigri á ÍBV í Pepsi-deild karla um miðjan sunnudag. Tókst honum þar, loksins, að brjóta ísinn rúmum tíu árum eftir að hann lék fyrsta leik sinn í efstu deild fyrir uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Hann var skiljanlega afar kátur er Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir helgina. „Það er ekki hægt að segja annað en að lífið sé gott þessa dagana, þetta var ansi mögnuð helgi. Auðvitað gerðist þetta svona, að fyrsta markið komi sömu helgi og maður eignast fyrsta barnið sitt,“ segir Finnur hlæjandi og heldur áfram: „Það var ljúf tilfinning að sjá hann loksins í netinu, ekki að þetta hafi eitthvað legið þungt á manni.“ Eina mark hans í meistaraflokki kom í undankeppni Evrópudeildarinnar en það mark var tekið af honum í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum. Var það síðar skráð sem sjálfsmark og biðin hélt áfram. Sló einn dómaranna á létta strengi með Finni eftir leik. „Einn dómarinn hitti á mig eftir leikinn til að tilkynna mér að þetta hefði verið skráð sem sjálfsmark, hann náði mér upp í nokkrar sekúndur en svo var þetta allt á léttu nótunum,“ sagði Finnur en Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, var í boltanum á leiðinni í netið. Aðspurður sagðist hann ekki hafa haft tíma til að henda í neitt eftirminnilegt fagn í tilefni dagsins. „Ég náði því ekki, strákarnir voru svo ánægðir fyrir mína hönd að þegar ég sneri mér við voru þeir allir komnir brosandi til mín. Þetta er búið að liggja svolítið í loftinu, ég var búinn að vera nálægt því að skora í sumar en það gerðist ekki. Við töluðum um það um daginn að annaðhvort kæmi markið núna í sumar eða aldrei.“ Yngri bróðir hans, Viktor Örn Margeirsson, braut ísinn í efstu deild fyrr í sumar þegar hann skoraði tvívegis fyrir Blika í sigri á Víkingi. „Þegar hann tók upp á því að skora, þá fór ég að finna fyrir smá pressu. Ég gat ekki staðið hjá markalaus á meðan hann er að skila á báðum endum vallarins,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Ég veit samt ekki hvort ég næ að skora tvö í einum leik,“ sagði Finnur léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður hjá KR, átti svo sannarlega viðburðaríka helgi þegar hann skoraði loksins fyrsta mark sitt í Pepsi-deild karla, rúmum sólarhring eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt. Eignaðist hann barn snemma dags á laugardaginn og var svo mættur í byrjunarlið KR í 4-1 sigri á ÍBV í Pepsi-deild karla um miðjan sunnudag. Tókst honum þar, loksins, að brjóta ísinn rúmum tíu árum eftir að hann lék fyrsta leik sinn í efstu deild fyrir uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Hann var skiljanlega afar kátur er Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir helgina. „Það er ekki hægt að segja annað en að lífið sé gott þessa dagana, þetta var ansi mögnuð helgi. Auðvitað gerðist þetta svona, að fyrsta markið komi sömu helgi og maður eignast fyrsta barnið sitt,“ segir Finnur hlæjandi og heldur áfram: „Það var ljúf tilfinning að sjá hann loksins í netinu, ekki að þetta hafi eitthvað legið þungt á manni.“ Eina mark hans í meistaraflokki kom í undankeppni Evrópudeildarinnar en það mark var tekið af honum í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum. Var það síðar skráð sem sjálfsmark og biðin hélt áfram. Sló einn dómaranna á létta strengi með Finni eftir leik. „Einn dómarinn hitti á mig eftir leikinn til að tilkynna mér að þetta hefði verið skráð sem sjálfsmark, hann náði mér upp í nokkrar sekúndur en svo var þetta allt á léttu nótunum,“ sagði Finnur en Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, var í boltanum á leiðinni í netið. Aðspurður sagðist hann ekki hafa haft tíma til að henda í neitt eftirminnilegt fagn í tilefni dagsins. „Ég náði því ekki, strákarnir voru svo ánægðir fyrir mína hönd að þegar ég sneri mér við voru þeir allir komnir brosandi til mín. Þetta er búið að liggja svolítið í loftinu, ég var búinn að vera nálægt því að skora í sumar en það gerðist ekki. Við töluðum um það um daginn að annaðhvort kæmi markið núna í sumar eða aldrei.“ Yngri bróðir hans, Viktor Örn Margeirsson, braut ísinn í efstu deild fyrr í sumar þegar hann skoraði tvívegis fyrir Blika í sigri á Víkingi. „Þegar hann tók upp á því að skora, þá fór ég að finna fyrir smá pressu. Ég gat ekki staðið hjá markalaus á meðan hann er að skila á báðum endum vallarins,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Ég veit samt ekki hvort ég næ að skora tvö í einum leik,“ sagði Finnur léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira