Sagðist hafa orðið manni að bana Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2018 12:15 Valur Lýðsson, til hægri, í réttarsal á Selfossi. Vísir/Vilhelm Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II, sagði björgunarsveitarfólki sem kallað var út að hann hefði „orðið manni að bana“. Sjálfur sagðist hann ekki muna eftir neinum átökum þeirra bræðra. Aðalmeðferð í máli Vals hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns með því að ráðast á hann með ofbeldi. Valur sagðist ekkert muna eftir átökum þeirra á milli vegna ölvunar þegar hann bar vitni í morgun. Hann taldi þó miklar líkur á að komið hefði til átaka á milli þeirra en hafði engar skýringar á hvers vegna eða hvernig það bar til. Björgunarsveitarfólk frá Flúðum sem kallað var út þegar tilkynningin um dauða Ragnars barst kom fyrir dóminn í morgun. Óskar Rafn Emilsson bar að Valur hefði verið rólegur og í símanum þegar hann bar þar að garði. Hann hafi ekki séð áverka á Vali en blóð hafi verið á höfði hans og hnúa. Sagðist Óskar Rafn ekki muna orðrétt hvað Valur hefði sagt en að það hafi verið eitthvað háfleygt um að hann hefði „orðið manni að bana“. Halldóra Hjörleifsdóttir frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum sagði að Valur hafi virst í uppnámi. Hún sagðist heldur ekki muna hvað Valur sagði orðrétt en taldi að hann hefði haft orð á því þeir bræðurnir hefðu eitthvað rifist og tekist á. Hún hafi einnig séð blóðslettur á enni Vals og hendi.Vel áttaður og samvinnufús Einar Þorfinnsson, lögreglumaður á Selfossi, sagði að Valur hefði verið sjáanlega ölvaður en þó vel áttaður þegar lögreglu bar að garði um morguninn. Valur hafi jafnframt verið samvinnufús en hann hafi strax verið færður í járn og út í lögregubíl. Bæði hann og Þórunn Þrastardóttir, lögreglumaður, báru um að Valur hefði verið blóðugur á höfði og á hendi. Sagði Þórunn að Valur hefði jafnframt virst vera með áverka á höfði sjálfur. Einar sagði að þriðji bróðirinn, sem gengið hafði til hvílu fyrr um kvöldið á meðan Valur og Ragnar héldu áfram drykkju, hefði verið í húsinu þegar hann kom inn í íbúðarhúsið þar sem Ragnar lá látinn. Bróðirinn, sem er fatlaður eftir heilablóðfall, hafi virst utan við sig og ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Hann kom fyrir dóminn í morgun en kaus að gefa ekki skýrslu.Lést líklega um nóttina Andri Kristinsson, læknir, fór að Gýgjarhóli sagði dómnum að dánartími Ragnars hafi verið að minnsta kosti sex klukkustundum áður en hann skoðaði líkið um klukkan ellefu morguninn eftir. Þórður Guðmundsson, læknir sem skoðaði Val, sagðist hafa fundið tvær rispur á höfði hans og mar og roða á hnúa hægri hendi handar hans. Áverkarnir gætu verið í samræmi við þá sem kæmu á hnúa ofbeldismanna. Taldi Þórður ólíklegt að áverki á hnúa Vals gæti hafa komið af handjárni eins og Valur hafði leitt líkur að þegar hann bar vitni. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II, sagði björgunarsveitarfólki sem kallað var út að hann hefði „orðið manni að bana“. Sjálfur sagðist hann ekki muna eftir neinum átökum þeirra bræðra. Aðalmeðferð í máli Vals hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns með því að ráðast á hann með ofbeldi. Valur sagðist ekkert muna eftir átökum þeirra á milli vegna ölvunar þegar hann bar vitni í morgun. Hann taldi þó miklar líkur á að komið hefði til átaka á milli þeirra en hafði engar skýringar á hvers vegna eða hvernig það bar til. Björgunarsveitarfólk frá Flúðum sem kallað var út þegar tilkynningin um dauða Ragnars barst kom fyrir dóminn í morgun. Óskar Rafn Emilsson bar að Valur hefði verið rólegur og í símanum þegar hann bar þar að garði. Hann hafi ekki séð áverka á Vali en blóð hafi verið á höfði hans og hnúa. Sagðist Óskar Rafn ekki muna orðrétt hvað Valur hefði sagt en að það hafi verið eitthvað háfleygt um að hann hefði „orðið manni að bana“. Halldóra Hjörleifsdóttir frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum sagði að Valur hafi virst í uppnámi. Hún sagðist heldur ekki muna hvað Valur sagði orðrétt en taldi að hann hefði haft orð á því þeir bræðurnir hefðu eitthvað rifist og tekist á. Hún hafi einnig séð blóðslettur á enni Vals og hendi.Vel áttaður og samvinnufús Einar Þorfinnsson, lögreglumaður á Selfossi, sagði að Valur hefði verið sjáanlega ölvaður en þó vel áttaður þegar lögreglu bar að garði um morguninn. Valur hafi jafnframt verið samvinnufús en hann hafi strax verið færður í járn og út í lögregubíl. Bæði hann og Þórunn Þrastardóttir, lögreglumaður, báru um að Valur hefði verið blóðugur á höfði og á hendi. Sagði Þórunn að Valur hefði jafnframt virst vera með áverka á höfði sjálfur. Einar sagði að þriðji bróðirinn, sem gengið hafði til hvílu fyrr um kvöldið á meðan Valur og Ragnar héldu áfram drykkju, hefði verið í húsinu þegar hann kom inn í íbúðarhúsið þar sem Ragnar lá látinn. Bróðirinn, sem er fatlaður eftir heilablóðfall, hafi virst utan við sig og ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Hann kom fyrir dóminn í morgun en kaus að gefa ekki skýrslu.Lést líklega um nóttina Andri Kristinsson, læknir, fór að Gýgjarhóli sagði dómnum að dánartími Ragnars hafi verið að minnsta kosti sex klukkustundum áður en hann skoðaði líkið um klukkan ellefu morguninn eftir. Þórður Guðmundsson, læknir sem skoðaði Val, sagðist hafa fundið tvær rispur á höfði hans og mar og roða á hnúa hægri hendi handar hans. Áverkarnir gætu verið í samræmi við þá sem kæmu á hnúa ofbeldismanna. Taldi Þórður ólíklegt að áverki á hnúa Vals gæti hafa komið af handjárni eins og Valur hafði leitt líkur að þegar hann bar vitni.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28