Vankaður smyrill gisti á lúxushóteli í viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Guttormur Hugi hefur heimsótt hótelið aftur eftir að honum var sleppt. Lemstraður smyrill varð gleðigjafi á hótelinu Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði í liðinni viku. Fuglinn varð fyrir því óláni að fljúga á einn af gluggum byggingarinnar en staðarhaldarar tóku hann að sér og hlúðu að honum. „Yfirkokkurinn okkar, Garðar Kári Garðarsson, heyrði mikinn dynk og tók eftir því að smyrillinn hafði lent á glugganum. Hann skellti sér í hanska, tók hann inn og við pössuðum upp á hann,“ segir aðstoðarhótelstjórinn Kjartan Ólafsson. Að sögn Kjartans var fuglinn með laskaðan vinstri væng og nokkuð ringlaður eftir byltuna. Smyrlinum var komið fyrir í búri og hlúð að honum. Meðan hann var í umsjá þeirra Kjartans og Garðars var ákveðið að nefna fuglinn og hlaut hann nafnið Guttormur Hugi Eleven Garðarsson en eigandi Depla er fyrirtækið Eleven Experiences. Sem kunnugt er þá eru smyrlar ránfuglar og næra sig með því að veiða smáfugla og mýs. Matseðill Guttorms, eða Gutta eins og hann var kallaður í daglegu tali, breyttist næsta lítið við dvölina hjá þeim köppum.„Það gerist mjög reglulega hjá okkur að smáfuglar lenda á rúðunum hjá okkur og drepast við höggið. Meðan Gutti var hjá okkur þá var þeim hent inn í búrið hjá honum í stað þess að fleygja þeim eitthvert annað.“ Smyrlar eru alls ekki vinsælustu fuglar landsins enda margir sem kunna betur við söngfugla og kunna fuglum sem vilja gera þá að bráð litlar þakkir. Eflaust hefðu einhverjir talið réttara að koma smyrlinum undir græna torfu til að tryggja að fuglasöngur myndi óma í Fljótunum Kjartan segir að það hafi ekki komið til greina að losa nærumhverfi hótelsins við smyrilinn enda komi veiðar fuglsins reglulega að góðum notum. „Hann var á lífi þegar við fundum hann og við ákváðum að halda lífinu í honum. Við erum ekki mikið í því að drepa dýr til þess að drepa þau og við hugsum líka um aðra fugla sem eru á lífi þegar við finnum þá. Smyrlarnir ráðast líka á mýsnar og koma þannig í veg fyrir að þær skili sér inn til okkar,“ segir Kjartan. Gutti var gestur hótelsins í sex daga. Á fjórða degi var reynt að sleppa honum en hann vildi ekki fara. Tveimur dögum síðar var hann hins vegar tilbúinn til að fljúga á brott í frelsið á ný. „Hann lítur alltaf við hjá okkur núna, lendir á handriðinu hérna og horfir inn,“ segir Kjartan að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Skagafjörður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Lemstraður smyrill varð gleðigjafi á hótelinu Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði í liðinni viku. Fuglinn varð fyrir því óláni að fljúga á einn af gluggum byggingarinnar en staðarhaldarar tóku hann að sér og hlúðu að honum. „Yfirkokkurinn okkar, Garðar Kári Garðarsson, heyrði mikinn dynk og tók eftir því að smyrillinn hafði lent á glugganum. Hann skellti sér í hanska, tók hann inn og við pössuðum upp á hann,“ segir aðstoðarhótelstjórinn Kjartan Ólafsson. Að sögn Kjartans var fuglinn með laskaðan vinstri væng og nokkuð ringlaður eftir byltuna. Smyrlinum var komið fyrir í búri og hlúð að honum. Meðan hann var í umsjá þeirra Kjartans og Garðars var ákveðið að nefna fuglinn og hlaut hann nafnið Guttormur Hugi Eleven Garðarsson en eigandi Depla er fyrirtækið Eleven Experiences. Sem kunnugt er þá eru smyrlar ránfuglar og næra sig með því að veiða smáfugla og mýs. Matseðill Guttorms, eða Gutta eins og hann var kallaður í daglegu tali, breyttist næsta lítið við dvölina hjá þeim köppum.„Það gerist mjög reglulega hjá okkur að smáfuglar lenda á rúðunum hjá okkur og drepast við höggið. Meðan Gutti var hjá okkur þá var þeim hent inn í búrið hjá honum í stað þess að fleygja þeim eitthvert annað.“ Smyrlar eru alls ekki vinsælustu fuglar landsins enda margir sem kunna betur við söngfugla og kunna fuglum sem vilja gera þá að bráð litlar þakkir. Eflaust hefðu einhverjir talið réttara að koma smyrlinum undir græna torfu til að tryggja að fuglasöngur myndi óma í Fljótunum Kjartan segir að það hafi ekki komið til greina að losa nærumhverfi hótelsins við smyrilinn enda komi veiðar fuglsins reglulega að góðum notum. „Hann var á lífi þegar við fundum hann og við ákváðum að halda lífinu í honum. Við erum ekki mikið í því að drepa dýr til þess að drepa þau og við hugsum líka um aðra fugla sem eru á lífi þegar við finnum þá. Smyrlarnir ráðast líka á mýsnar og koma þannig í veg fyrir að þær skili sér inn til okkar,“ segir Kjartan. Gutti var gestur hótelsins í sex daga. Á fjórða degi var reynt að sleppa honum en hann vildi ekki fara. Tveimur dögum síðar var hann hins vegar tilbúinn til að fljúga á brott í frelsið á ný. „Hann lítur alltaf við hjá okkur núna, lendir á handriðinu hérna og horfir inn,“ segir Kjartan að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Skagafjörður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira