Tilfinningaþrungnir endurfundir í Norður-Kóreu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. ágúst 2018 22:02 Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Vísir/AP Mikið var um tilfinningar, tár og faðmlög þegar 330 Suður-Kóreubúar fengu að hitta fjölda ættingja í Norður-Kóreu í dag. Flest þeirra höfðu ekki séð hvort annað síðan að Kóreustríðið braust út fyrir 68 árum. Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Í dag var hún í hópi Suður-Kóreubúa sem ferðuðust yfir landamærin til norðurs og hittu ættingja sem þau hafa ekki fengið að hitta áratugum saman vegna einangrunarstefnu Norður-Kóreu. Hún hefur til að mynda ekki hitt son sinn í 68 ár. „Ég er viss um að ég þekki hann ekki. Hann var þriggja ára en nú er hann 71 árs og hann mun ekki þekkja mig heldur. Mig langar að spyrja hvernig hann lifði af öll þessi ár, hvort ný móðir hafi alið hann upp eða hvort faðir hans hafi alið hann einn upp,“ segir Lee Gemsun. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Kóreuríkin koma sér saman um að heimila fólki að ferðast yfir landamærin til að heimsækja ættingja sem margir töldu jafnvel löngu látna. Viðburðurinn í dag þykir til marks um þýðu í samskipti ríkjanna. 330 Suður-Kóreubúar ferðuðust norður í dag til að hitta 185 ættingja sína. Mikið var um tár faðmlög og tilfinningar en dæmi eru um að ættingjar hafi ekki hist áratugum saman líkt og í tilfelli hinnar 89 ára gömlu Cho Soon-Do sem fékk loks að hitta yngri systkini sín frá Suður-Kóreu sem urðu viðskila við hana barnung þegar stríðið braust út. „Ég er full þakklætis að þú gast komið alla leið hingað. Var ekki erfitt að komast hingað? Það var erfitt, ekki satt? Ég veit að það var erfitt. Ég man hve falleg þú varst,“ segir Cho Hye Do við Cho Soon-Do. Cho Soon-Do svaraði systur sinni: „Loksins fæ ég að hitta þig eftir að hafa lifað svo lengi.“ Endurkynni fjölskyldnanna varði þó stutt eða í ellefu klukkustundir en alls hafa 20 viðburðir sem þessir verið skipulagðir frá árinu 2000. Í Suður-Kóreu eru um 132 þúsund einstaklingar sem hafa verið aðskildir frá ættingjum sínum í Norður-Kóreu. Norður-Kórea Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Mikið var um tilfinningar, tár og faðmlög þegar 330 Suður-Kóreubúar fengu að hitta fjölda ættingja í Norður-Kóreu í dag. Flest þeirra höfðu ekki séð hvort annað síðan að Kóreustríðið braust út fyrir 68 árum. Hin 91 árs gamla Lee Gemsun er ein þeirra fjölmörgu sem urðu viðskila við fjölskyldu sína í Norður-Kóreu þegar Kóreustríðið braust út árið 1950. Í dag var hún í hópi Suður-Kóreubúa sem ferðuðust yfir landamærin til norðurs og hittu ættingja sem þau hafa ekki fengið að hitta áratugum saman vegna einangrunarstefnu Norður-Kóreu. Hún hefur til að mynda ekki hitt son sinn í 68 ár. „Ég er viss um að ég þekki hann ekki. Hann var þriggja ára en nú er hann 71 árs og hann mun ekki þekkja mig heldur. Mig langar að spyrja hvernig hann lifði af öll þessi ár, hvort ný móðir hafi alið hann upp eða hvort faðir hans hafi alið hann einn upp,“ segir Lee Gemsun. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Kóreuríkin koma sér saman um að heimila fólki að ferðast yfir landamærin til að heimsækja ættingja sem margir töldu jafnvel löngu látna. Viðburðurinn í dag þykir til marks um þýðu í samskipti ríkjanna. 330 Suður-Kóreubúar ferðuðust norður í dag til að hitta 185 ættingja sína. Mikið var um tár faðmlög og tilfinningar en dæmi eru um að ættingjar hafi ekki hist áratugum saman líkt og í tilfelli hinnar 89 ára gömlu Cho Soon-Do sem fékk loks að hitta yngri systkini sín frá Suður-Kóreu sem urðu viðskila við hana barnung þegar stríðið braust út. „Ég er full þakklætis að þú gast komið alla leið hingað. Var ekki erfitt að komast hingað? Það var erfitt, ekki satt? Ég veit að það var erfitt. Ég man hve falleg þú varst,“ segir Cho Hye Do við Cho Soon-Do. Cho Soon-Do svaraði systur sinni: „Loksins fæ ég að hitta þig eftir að hafa lifað svo lengi.“ Endurkynni fjölskyldnanna varði þó stutt eða í ellefu klukkustundir en alls hafa 20 viðburðir sem þessir verið skipulagðir frá árinu 2000. Í Suður-Kóreu eru um 132 þúsund einstaklingar sem hafa verið aðskildir frá ættingjum sínum í Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira