Drógu kálfafulla langreyði í land Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2018 21:50 Kálfur langreyðarinnar sést fyrir miðri mynd. HARD TO PORT Þýsku samtökin Hard to Port, sem hafa það að markmiði að stöðva hvalaveiðar við Ísland, segja í tilkynningu að hvalveiðimenn hafi veitt kálfafulla langreyði laust fyrir klukkan 17.00 í dag. Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri samtakanna, var staddur í Hvalfirði þegar starfsmenn Hvals hf. drógu hvalinn á land. Mynd af verknaðinum hefur verið deilt víða á samskiptamiðlinum Twitter en samtökin birtu færslu þar sem þau vöktu athygli á framferði starfsfólks. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.„Þegar starfsfólkið skar á hvalinn datt fóstrið úr líkama móðurinnar, það var alveg hræðilegt að verða vitni að þessu,“ segir Feuerhahn í tilkynningunni. Starfsfólk Hvals Hf fjarlægðu fóstrið og að því er fram kemur í tilkynningu frá Hard to Port var það auðsjáanlega hrætt um að fóstrið myndi nást á ljósmynd. Samtökin Reykjavík Whale Save efndu til samstöðuvöku fyrir Langreyðar við hvalstöðina í Hvalfirði í kvöld klukkan 20:30, hún mun standa yfir fram til klukkan 23:30. Hvalveiðar Íslendinga hafa verið harðlega gagnrýndar jafnt hér heima sem og erlendis og virðist ekki lát ætla að verða á því. Erlendir fjölmiðlamenn hafa birt myndir og myndbönd frá Hvalfirði í kvöld og má sjá eitt þeirra hér að neðan.#BREAKING Icelandic whalers kill pregnant fin whale. Trying to hide the fetus from our cameras. #Iceland#whalerwatchingpic.twitter.com/ohCUzEQEOX — Hard To Port (@hardtoport) August 20, 2018 Hvalveiðar Tengdar fréttir Vaka fyrir hvali Samtök sem kalla sig Whale Save gangast í kvöld fyrir samstöðuvöku gegn veiðum á langreyðum við hvalstöðina í Hvalfirði. 20. ágúst 2018 06:30 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Þingmaður VG segir eðlilegt að veiða hval 18. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Þýsku samtökin Hard to Port, sem hafa það að markmiði að stöðva hvalaveiðar við Ísland, segja í tilkynningu að hvalveiðimenn hafi veitt kálfafulla langreyði laust fyrir klukkan 17.00 í dag. Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri samtakanna, var staddur í Hvalfirði þegar starfsmenn Hvals hf. drógu hvalinn á land. Mynd af verknaðinum hefur verið deilt víða á samskiptamiðlinum Twitter en samtökin birtu færslu þar sem þau vöktu athygli á framferði starfsfólks. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.„Þegar starfsfólkið skar á hvalinn datt fóstrið úr líkama móðurinnar, það var alveg hræðilegt að verða vitni að þessu,“ segir Feuerhahn í tilkynningunni. Starfsfólk Hvals Hf fjarlægðu fóstrið og að því er fram kemur í tilkynningu frá Hard to Port var það auðsjáanlega hrætt um að fóstrið myndi nást á ljósmynd. Samtökin Reykjavík Whale Save efndu til samstöðuvöku fyrir Langreyðar við hvalstöðina í Hvalfirði í kvöld klukkan 20:30, hún mun standa yfir fram til klukkan 23:30. Hvalveiðar Íslendinga hafa verið harðlega gagnrýndar jafnt hér heima sem og erlendis og virðist ekki lát ætla að verða á því. Erlendir fjölmiðlamenn hafa birt myndir og myndbönd frá Hvalfirði í kvöld og má sjá eitt þeirra hér að neðan.#BREAKING Icelandic whalers kill pregnant fin whale. Trying to hide the fetus from our cameras. #Iceland#whalerwatchingpic.twitter.com/ohCUzEQEOX — Hard To Port (@hardtoport) August 20, 2018
Hvalveiðar Tengdar fréttir Vaka fyrir hvali Samtök sem kalla sig Whale Save gangast í kvöld fyrir samstöðuvöku gegn veiðum á langreyðum við hvalstöðina í Hvalfirði. 20. ágúst 2018 06:30 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Þingmaður VG segir eðlilegt að veiða hval 18. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Vaka fyrir hvali Samtök sem kalla sig Whale Save gangast í kvöld fyrir samstöðuvöku gegn veiðum á langreyðum við hvalstöðina í Hvalfirði. 20. ágúst 2018 06:30
Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34