Bráðamóttakan á Menningarnótt: Ölvun, átök og aukastarfsfólk á vakt Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 15:00 Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Vísir/Anton Brink Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. Yfirlæknir bráðalækninga segir að frekar hafi borið á tilfellum tengdum skemmtanalífi miðað við fyrri ár.Sjá einnig: Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja „Það er almennt mikið álag á bráðamóttökunni á Menningarnótt og meira álag en miðað við aðra daga. Við undirbúum okkur með því að hafa aukastarfsfólk á vaktinni þennan dag og þessa nótt, í öllum starfsstéttum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Aðspurður segir Jón að tilfellin tengist flest hátíðahöldum í borginni.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku.Mynd/Aðsend„Í fyrsta lagi eru þetta tilfelli sem tengjast Reykjavíkurmaraþoninu, bæði meiðsli og ofáreynsla sem geta komið þaðan, og svo eftir því sem líður á daginn og kvöldið eru það tilfelli sem snúa að ölvun og átökum.“Hvernig var álagið á laugardaginn miðað við fyrri Menningarnætur?„Það var minna að gera í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið en heldur meira að gera í tengslum við skemmtanalíf kvöldsins.“ Að sögn Hrannar Stefánsdóttur, verkefnastjóra neyðarmóttöku Landspítalans, var álagið ekki mikið á neyðarmóttöku kynferðisbrota á Menningarnótt nú um helgina. Hún tekur þó undir með Jóni og segir almennt um að ræða mikla álagsnótt á spítalanum. Eins og áður hefur komið fram var einnig afar mikill erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt. Samtals þurfti lögregla að sinna 131 máli og tíu gistu fangageymslur. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir, talsvert var um ölvun og slagsmál meðal ungmenna auk þess sem lögregla var tvisvar kölluð til vegna gruns um heimilisofbeldi. Heilbrigðismál Landspítalinn Lögreglumál Menningarnótt Tengdar fréttir Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58 Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. 19. ágúst 2018 19:33 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Sjá meira
Álag á bráðamóttöku Landspítalans er töluvert meira á Menningarnótt en önnur kvöld. Yfirlæknir bráðalækninga segir að frekar hafi borið á tilfellum tengdum skemmtanalífi miðað við fyrri ár.Sjá einnig: Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja „Það er almennt mikið álag á bráðamóttökunni á Menningarnótt og meira álag en miðað við aðra daga. Við undirbúum okkur með því að hafa aukastarfsfólk á vaktinni þennan dag og þessa nótt, í öllum starfsstéttum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Aðspurður segir Jón að tilfellin tengist flest hátíðahöldum í borginni.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku.Mynd/Aðsend„Í fyrsta lagi eru þetta tilfelli sem tengjast Reykjavíkurmaraþoninu, bæði meiðsli og ofáreynsla sem geta komið þaðan, og svo eftir því sem líður á daginn og kvöldið eru það tilfelli sem snúa að ölvun og átökum.“Hvernig var álagið á laugardaginn miðað við fyrri Menningarnætur?„Það var minna að gera í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið en heldur meira að gera í tengslum við skemmtanalíf kvöldsins.“ Að sögn Hrannar Stefánsdóttur, verkefnastjóra neyðarmóttöku Landspítalans, var álagið ekki mikið á neyðarmóttöku kynferðisbrota á Menningarnótt nú um helgina. Hún tekur þó undir með Jóni og segir almennt um að ræða mikla álagsnótt á spítalanum. Eins og áður hefur komið fram var einnig afar mikill erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt. Samtals þurfti lögregla að sinna 131 máli og tíu gistu fangageymslur. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir, talsvert var um ölvun og slagsmál meðal ungmenna auk þess sem lögregla var tvisvar kölluð til vegna gruns um heimilisofbeldi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Lögreglumál Menningarnótt Tengdar fréttir Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58 Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. 19. ágúst 2018 19:33 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Sjá meira
Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58
Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. 19. ágúst 2018 19:33
Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37