Sigurður hefur verið fréttastjóri viðskipta undanfarin fjögur og hálft ár. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Exista.
Sigurður er hagfræðingur með meistaragráðu frá Columbia háskóla í New York í Bandaríkjunum.

Vísir greindi fyrr í dag frá því að Skapti Hallgrímsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, hefði misst vinnuna á Morgunblaðinu eftir að hafa unnið þar alla starfsævi sína.
Þá munu fleiri blaðamenn hafa misst vinnuna og aðrir starfsmenn tekið á sig launalækkun samkvæmt heimildum Vísis.
Svanhvít Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Morgunblaðsins, tjáði Vísi að ekki væri um hópuppsögn að ræða. Hún vildi ekki tjá sig nánar um breytingarnar.
Áskriftargjald Morgunblaðsins hækkar um rúmlega fimm prósent um mánaðarmótin og er nú 6960 krónur.