Vilja að ríkið taki þátt í að bæta tjón af völdum skýstrókanna í Álftaveri Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2018 16:58 Tjónið af völdum strókanna einskorðaðist við bæinn Norðurhjáleigu. Sæunn Káradóttir Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón sem ábúendur á Norðurhjáleigu í Álftaveri urðu fyrir af völdum óvenjuöflugra skýstróka í síðustu viku. Náttúruhamfaratryggingar bæta ekki tjónið og Veðurstofan hefur ekki tækjabúnað til að spá fyrir um skýstróka.Þrír óvenjuöflugir skýstrókar ollu usla á bænum Norðurhjáleigu í Vestur-Skaftafellssýslu á föstudag. Þak rifnuðu af húsum og jeppi með kerru fauk út í skurð. Stærsti strókurinn feykti braki allt að kílómetra frá bænum. Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem áður gekk undir nafninu Viðlagatrygging Íslands, bætir hins vegar ekki tjón af völdum skýstróka þar sem almennt tryggingafélög bjóða upp á foktryggingar. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði Mbl.is í vikunni að lagabreytingu þyrfti til að náttúruhamfaratrygging næði yfir tjón af völdum skýstróka. Í ályktun sveitarstjórnar Skaftárhrepps í dag krefst hún þess að almannatryggingakerfið takið til endurskoðunar skilgreiningu á hvað teljist til náttúruhamfara vegna skýstrókanna. Þeir hafi verið af stærðargráðu sem ekki sé þekkt í sögulegu samhengi. „Það er alveg ljóst að atburður af þessu tagi getur gerst aftur hvar sem er á landinu og engin leið að spá fyrir um slíkt líkt og önnur veðurfyrirbrigði. Skýstrókar eru ófyrirsjáanlegir með öllu og hefur Veðurstofa Íslands enga möguleika á að gefa út viðvaranir vegna þeirra,“ Sveitarstjórnin fer því fram á að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón ábúendanna á Norðurhjáleigu.Fyrirsjáanlegir en ekki með tækjakosti Veðurstofunnar Skýstrókar eru fyrirsjáanlegt veðurfyrirbrigði með réttum tækjum og tólum. Þannig er spáð fyrir um stróka í Bandaríkjunum á svæðum þar sem þeir eru nokkuð tíðir. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að í Bandaríkjunum séu tækjabúnaður og líkön sérstaklega hönnuð til að greina skýstróka. „Við höfum hins vegar ekkert slíkt hjá okkur,“ segir hún. Strókar sem þessir eru þó afar fátíðir á Íslandi. Elín Björk segir að Veðurstofan viti ekki til þess að svo mikið tjón hafi orðið af völdum þeirra. Aðeins sé grunur um eitt og tvö tilfelli síðustu öldina þar sem skýstrókar gætu hafa verið á ferðinni en það sé ekki staðfest. Til þess að geta spáð fyrir um skýstrókar þarf dýrar veðursjár. Elín Björk segir að Veðurstofan hafi reynt að fjölga þeim um landið enda myndu þær nýtast við allar veðurspár. Eftir sem áður yrði ólíklegt að hægt yrði að spá fyrir um skýstróka. „Það myndi aldrei vera nema heppni ef svona skýstrókur myndi myndast í nágrenni við veðursjá sem sæi hann. Þá er viðvörunartíminn kannski á bilinu tíu mínútur til tuttugu mínútur. Þú gerir ekkert nema að forða þér á þeim tíma,“ segir Elín Björk. Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00 Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón sem ábúendur á Norðurhjáleigu í Álftaveri urðu fyrir af völdum óvenjuöflugra skýstróka í síðustu viku. Náttúruhamfaratryggingar bæta ekki tjónið og Veðurstofan hefur ekki tækjabúnað til að spá fyrir um skýstróka.Þrír óvenjuöflugir skýstrókar ollu usla á bænum Norðurhjáleigu í Vestur-Skaftafellssýslu á föstudag. Þak rifnuðu af húsum og jeppi með kerru fauk út í skurð. Stærsti strókurinn feykti braki allt að kílómetra frá bænum. Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem áður gekk undir nafninu Viðlagatrygging Íslands, bætir hins vegar ekki tjón af völdum skýstróka þar sem almennt tryggingafélög bjóða upp á foktryggingar. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði Mbl.is í vikunni að lagabreytingu þyrfti til að náttúruhamfaratrygging næði yfir tjón af völdum skýstróka. Í ályktun sveitarstjórnar Skaftárhrepps í dag krefst hún þess að almannatryggingakerfið takið til endurskoðunar skilgreiningu á hvað teljist til náttúruhamfara vegna skýstrókanna. Þeir hafi verið af stærðargráðu sem ekki sé þekkt í sögulegu samhengi. „Það er alveg ljóst að atburður af þessu tagi getur gerst aftur hvar sem er á landinu og engin leið að spá fyrir um slíkt líkt og önnur veðurfyrirbrigði. Skýstrókar eru ófyrirsjáanlegir með öllu og hefur Veðurstofa Íslands enga möguleika á að gefa út viðvaranir vegna þeirra,“ Sveitarstjórnin fer því fram á að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón ábúendanna á Norðurhjáleigu.Fyrirsjáanlegir en ekki með tækjakosti Veðurstofunnar Skýstrókar eru fyrirsjáanlegt veðurfyrirbrigði með réttum tækjum og tólum. Þannig er spáð fyrir um stróka í Bandaríkjunum á svæðum þar sem þeir eru nokkuð tíðir. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að í Bandaríkjunum séu tækjabúnaður og líkön sérstaklega hönnuð til að greina skýstróka. „Við höfum hins vegar ekkert slíkt hjá okkur,“ segir hún. Strókar sem þessir eru þó afar fátíðir á Íslandi. Elín Björk segir að Veðurstofan viti ekki til þess að svo mikið tjón hafi orðið af völdum þeirra. Aðeins sé grunur um eitt og tvö tilfelli síðustu öldina þar sem skýstrókar gætu hafa verið á ferðinni en það sé ekki staðfest. Til þess að geta spáð fyrir um skýstrókar þarf dýrar veðursjár. Elín Björk segir að Veðurstofan hafi reynt að fjölga þeim um landið enda myndu þær nýtast við allar veðurspár. Eftir sem áður yrði ólíklegt að hægt yrði að spá fyrir um skýstróka. „Það myndi aldrei vera nema heppni ef svona skýstrókur myndi myndast í nágrenni við veðursjá sem sæi hann. Þá er viðvörunartíminn kannski á bilinu tíu mínútur til tuttugu mínútur. Þú gerir ekkert nema að forða þér á þeim tíma,“ segir Elín Björk.
Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00 Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00
Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23
Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36