Áhrif María Bjarnadóttir skrifar 7. september 2018 07:00 Neysla á kókaíni hefur náð nýjum hæðum á Englandi. Aukningin er ekki tilkomin vegna þess að fleiri missa tökin á lífinu og enda á götunni vegna fíkniefnaneyslu. Hún er víst tilkomin vegna samfélagslega meðvitaðs millistéttarfólks. Fólks sem talar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og gefur til góðgerðarmála, en fær sér stundum smá kókaín um helgar, án þess að það hafi teljanleg áhrif á annað í lífi þess en kostnaðinn við djammið – sem það hefur hvort eð er efni á. Hræsni þessara fíkniefnanotenda gengur algerlega fram af Cressinda Dick, æðst setta lögreglustjóra á Englandi. Hún segir að það þýði lítið að láta sig umhverfisvernd og jafnréttismál varða þegar neysluhegðun fólks styður við skipulagða glæpastarfsemi. Borgarstjórinn í London og dómsmálaráðherra Bretlands hafa tekið undir með lögreglustjóranum. Ráðherrann vill að millistéttarfólkið fletti ekki yfir fréttirnar af aukinni glæpatíðni ungs fólks í fátækari hlutum borgarinnar án þess að skammast sín og finna til ábyrgðar. Það væri kauphegðun þess sem kallaði á brotastarfsemi annarra. Vald neytandans verður sífellt meira í samfélagsmálum. Að kaupa í matinn er liggur við orðin ein allsherjarstjórnmálayfirlýsing. Stuðningurinn tengdur varningnum sem við kaupum og vörumerki orðin ímynd málstaðar á grundvelli samstarfssamnings. Kjóstu með veskinu. Ekki nota fíkniefni af pólitískum ástæðum. Sniðgöngum vörur tengdar þessum framleiðanda. Stundum mætti halda að neytandinn og kjósandinn séu ekki sami einstaklingur. Kannski hafa áhrif markaðarins bara tekið fram úr áhrifum stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Neysla á kókaíni hefur náð nýjum hæðum á Englandi. Aukningin er ekki tilkomin vegna þess að fleiri missa tökin á lífinu og enda á götunni vegna fíkniefnaneyslu. Hún er víst tilkomin vegna samfélagslega meðvitaðs millistéttarfólks. Fólks sem talar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og gefur til góðgerðarmála, en fær sér stundum smá kókaín um helgar, án þess að það hafi teljanleg áhrif á annað í lífi þess en kostnaðinn við djammið – sem það hefur hvort eð er efni á. Hræsni þessara fíkniefnanotenda gengur algerlega fram af Cressinda Dick, æðst setta lögreglustjóra á Englandi. Hún segir að það þýði lítið að láta sig umhverfisvernd og jafnréttismál varða þegar neysluhegðun fólks styður við skipulagða glæpastarfsemi. Borgarstjórinn í London og dómsmálaráðherra Bretlands hafa tekið undir með lögreglustjóranum. Ráðherrann vill að millistéttarfólkið fletti ekki yfir fréttirnar af aukinni glæpatíðni ungs fólks í fátækari hlutum borgarinnar án þess að skammast sín og finna til ábyrgðar. Það væri kauphegðun þess sem kallaði á brotastarfsemi annarra. Vald neytandans verður sífellt meira í samfélagsmálum. Að kaupa í matinn er liggur við orðin ein allsherjarstjórnmálayfirlýsing. Stuðningurinn tengdur varningnum sem við kaupum og vörumerki orðin ímynd málstaðar á grundvelli samstarfssamnings. Kjóstu með veskinu. Ekki nota fíkniefni af pólitískum ástæðum. Sniðgöngum vörur tengdar þessum framleiðanda. Stundum mætti halda að neytandinn og kjósandinn séu ekki sami einstaklingur. Kannski hafa áhrif markaðarins bara tekið fram úr áhrifum stjórnmálanna.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun