Ókláraðar þotur hrannast upp hjá Boeing Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2018 11:28 Gríðarleg eftirspurn er eftir Boeing 737 MAX flugvélunum. Vísir/Getty Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skortir nú pláss í grennd við verksmiðju fyrirtækisins í Washington-ríki Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að ókláraðar 737 MAX þotur framleiðandans hrannast nú upp vegna þess að framleiðandi þotuhreyflanna annar ekki eftirspurn Boeing.Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal sem byggir hana á gögnum og viðtölum við embættismenn og yfirvöld í nærliggjandi sveitarfélögum sem hafa fengið beiðni um hvort hægt sé að fá pláss fyrir hinar ókláruðu þotur á hinum ýmsu flugvöllum í grennd við verksmiðju Boeing. Gríðarleg eftirspurn er eftir hinum nýju 737 MAX flugvélum Boeing og hefur Icelandair meðal annars tekið slíkar þotur í notkun. Um 4.500 slíkar þotur eru í pöntun en fyrirtækið framleiðir um 50 slíkar þotur á mánuði, í júlí gat Boeing hins vegar aðeins afhent 29.Vélarnar eru framleiddar í grennd við Seattle.Vísir/GettySetja tímabundna hreyfla á flugvélarnar svo hægt sé að fljúga þeim burt Sem fyrr segir liggur vandamálið hjá CFM, sem framleiðir þotuhreyfla í flugvélarnar, en einnig hjá Spirit Aerosystem sem framleiðir flugvélaskrokka- og íhluti fyrir Boeing. „Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðsluferlið þar sem við sjáum nú að flugvélarnar eru tilbúnar að öllu leyti nema að það vantar hreyflanna,“ skrifaði starfsmaður flugvallar í grennd við Boeing í tölvupósti til Flugmálastjórnar Bandaríkjanna vegna vandamálsins. Þar sem Boeing getur ekki afhent vélarnar til viðskiptavina og lítið sem ekkert pláss sé eftir við verksmiðjuna hefur fyrirtækið þurft að leita til flugvalla í nágrenninu á meðan beðið er eftir nýju hreyflunum. Eru vélarnar útbúnar hreyflum svo fljúga megi þeim á flugvellina þar sem þær eru geymdar. Hreyflarnir eru svo teknir af og notaðir á aðrar vélar sem þarf að geyma. Boeing reiknar þó með að vandamálið sé ekki viðvarandi og að það hafi ekki haft teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Þá hafi fyrirtækin sem framleiði íhlutina sem vantar tilkynnt um að framleiðsluferli þeirra muni nú geta annað eftirspurn Boeing. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skortir nú pláss í grennd við verksmiðju fyrirtækisins í Washington-ríki Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að ókláraðar 737 MAX þotur framleiðandans hrannast nú upp vegna þess að framleiðandi þotuhreyflanna annar ekki eftirspurn Boeing.Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal sem byggir hana á gögnum og viðtölum við embættismenn og yfirvöld í nærliggjandi sveitarfélögum sem hafa fengið beiðni um hvort hægt sé að fá pláss fyrir hinar ókláruðu þotur á hinum ýmsu flugvöllum í grennd við verksmiðju Boeing. Gríðarleg eftirspurn er eftir hinum nýju 737 MAX flugvélum Boeing og hefur Icelandair meðal annars tekið slíkar þotur í notkun. Um 4.500 slíkar þotur eru í pöntun en fyrirtækið framleiðir um 50 slíkar þotur á mánuði, í júlí gat Boeing hins vegar aðeins afhent 29.Vélarnar eru framleiddar í grennd við Seattle.Vísir/GettySetja tímabundna hreyfla á flugvélarnar svo hægt sé að fljúga þeim burt Sem fyrr segir liggur vandamálið hjá CFM, sem framleiðir þotuhreyfla í flugvélarnar, en einnig hjá Spirit Aerosystem sem framleiðir flugvélaskrokka- og íhluti fyrir Boeing. „Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðsluferlið þar sem við sjáum nú að flugvélarnar eru tilbúnar að öllu leyti nema að það vantar hreyflanna,“ skrifaði starfsmaður flugvallar í grennd við Boeing í tölvupósti til Flugmálastjórnar Bandaríkjanna vegna vandamálsins. Þar sem Boeing getur ekki afhent vélarnar til viðskiptavina og lítið sem ekkert pláss sé eftir við verksmiðjuna hefur fyrirtækið þurft að leita til flugvalla í nágrenninu á meðan beðið er eftir nýju hreyflunum. Eru vélarnar útbúnar hreyflum svo fljúga megi þeim á flugvellina þar sem þær eru geymdar. Hreyflarnir eru svo teknir af og notaðir á aðrar vélar sem þarf að geyma. Boeing reiknar þó með að vandamálið sé ekki viðvarandi og að það hafi ekki haft teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Þá hafi fyrirtækin sem framleiði íhlutina sem vantar tilkynnt um að framleiðsluferli þeirra muni nú geta annað eftirspurn Boeing.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00