Aurus Senat eins og forsetabíll Pútíns en bara aðeins minni útgáfa hans Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2018 10:00 Hinn rússneski Aurus Senat er hlaðinn munaði og ekki skortir hann heldur afl. Ekki er langt síðan að Vladímír Pútín forseti Rússlands fékk nýja forsetabílinn, en nú gefst almenningi kostur á að eignast örlítið minni útfærslu hans frá sama framleiðanda. Þessi bíll, Aurus Senat, er nú sýndur á bílasýningu.Ekki skortir afl né munað Það er sko engin aumingjavél undir húddinu á Aurus Senat, eða 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skila 598 hestöflum og tengd við 9 gíra sjálfskiptingu. Þessi vél var þróuð með hjálp Porsche. Bíllinn er að auki fjórhjóladrifinn. Viður, leður og pússað stál er allsráðandi í innanrými bílsins og bíllinn því ríkulegur mjög. Hann er mjög vel tæknilega búinn og með allrahanda aksturs- og öryggisbúnaði sem líklega er fenginn frá bílaframleiðendum vestar í álfunni. Framleiðandi Aurus Senat, sem ber nafnið Nami, hefur ekki enn látið uppi verð þessa bíls, en það er örugglega stór haugur af rúblum. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent
Ekki er langt síðan að Vladímír Pútín forseti Rússlands fékk nýja forsetabílinn, en nú gefst almenningi kostur á að eignast örlítið minni útfærslu hans frá sama framleiðanda. Þessi bíll, Aurus Senat, er nú sýndur á bílasýningu.Ekki skortir afl né munað Það er sko engin aumingjavél undir húddinu á Aurus Senat, eða 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skila 598 hestöflum og tengd við 9 gíra sjálfskiptingu. Þessi vél var þróuð með hjálp Porsche. Bíllinn er að auki fjórhjóladrifinn. Viður, leður og pússað stál er allsráðandi í innanrými bílsins og bíllinn því ríkulegur mjög. Hann er mjög vel tæknilega búinn og með allrahanda aksturs- og öryggisbúnaði sem líklega er fenginn frá bílaframleiðendum vestar í álfunni. Framleiðandi Aurus Senat, sem ber nafnið Nami, hefur ekki enn látið uppi verð þessa bíls, en það er örugglega stór haugur af rúblum.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent