Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana Andri Eysteinsson skrifar 3. september 2018 21:19 Fílar eru vinsælt skotmark veiðiþjófa í Afríku vegna skögultanna þeirra. Vísir/EPA Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa í könnunarferð sinni fundið hræ af tæplega 90 afríkufílum í nágrenni þjóðgarðs í afríkuríkinu Botsvana. Í samtali við BBC segir Mike Chase, sem stýrði könnuninni, að ekki væru nema örfáar vikur síðan fílarnir 87 hefðu verið drepnir og skögultennur þeirra fjarlægðar, í þokkabót sagði Chase að á síðustu þremur mánuðum hefðu fimm hvítir nashyrningar verið drepnir af veiðiþjófum. Botsvana hefur í gegnum tíðina tekið einkar hart á veiðiþjófnaði hafa verið starfræktar sérstakar vopnaðar sveitir til að vinna bug á veiðiþjófum. BBC greinir frá því að gögn úr miðunarbúnaði, sem komið hefur verið fyrir á fílum í nágrannalöndunum Angóla, Namibíu og Sambíu, sýni að fílar leiti í miklum mæli í öryggið sem hefur verið í Botsvana. Tölfræði samtakanna Elephants Without Borders sýnir að á síðasta áratug hefur þriðjungur afríska fílastofnsins verið drepinn, þar af hefur 60% stofnsins í Tansaníu verið drepinn á síðustu fimm árum. Botsvana, vegna nálgunar sinnar á veiðiþjófnaði hefur að mestu sloppið við þessa miklu veiði á fílastofni sínum en eftir að nýr forseti landsins, Mokgweeti Masisi sem tók við embætti í maí á þessu ári, ákvað að afvopna sveitirnar sem unnu gegn veiðiþjófnaði hafa veiðiþjófar gengið á lagið. Chase segir forsetann þurfa að taka á þessu vandamáli sem fyrst, ímynd Botsvana sé í hættu, bæði sem áfangastaðar sem og sem dýraverndunarathvarfs. Angóla Botsvana Dýr Namibía Sambía Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa í könnunarferð sinni fundið hræ af tæplega 90 afríkufílum í nágrenni þjóðgarðs í afríkuríkinu Botsvana. Í samtali við BBC segir Mike Chase, sem stýrði könnuninni, að ekki væru nema örfáar vikur síðan fílarnir 87 hefðu verið drepnir og skögultennur þeirra fjarlægðar, í þokkabót sagði Chase að á síðustu þremur mánuðum hefðu fimm hvítir nashyrningar verið drepnir af veiðiþjófum. Botsvana hefur í gegnum tíðina tekið einkar hart á veiðiþjófnaði hafa verið starfræktar sérstakar vopnaðar sveitir til að vinna bug á veiðiþjófum. BBC greinir frá því að gögn úr miðunarbúnaði, sem komið hefur verið fyrir á fílum í nágrannalöndunum Angóla, Namibíu og Sambíu, sýni að fílar leiti í miklum mæli í öryggið sem hefur verið í Botsvana. Tölfræði samtakanna Elephants Without Borders sýnir að á síðasta áratug hefur þriðjungur afríska fílastofnsins verið drepinn, þar af hefur 60% stofnsins í Tansaníu verið drepinn á síðustu fimm árum. Botsvana, vegna nálgunar sinnar á veiðiþjófnaði hefur að mestu sloppið við þessa miklu veiði á fílastofni sínum en eftir að nýr forseti landsins, Mokgweeti Masisi sem tók við embætti í maí á þessu ári, ákvað að afvopna sveitirnar sem unnu gegn veiðiþjófnaði hafa veiðiþjófar gengið á lagið. Chase segir forsetann þurfa að taka á þessu vandamáli sem fyrst, ímynd Botsvana sé í hættu, bæði sem áfangastaðar sem og sem dýraverndunarathvarfs.
Angóla Botsvana Dýr Namibía Sambía Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira