Deilur um þriggja metra skjólveggi sendar aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. september 2018 11:15 Nágrannadeilurnar hafa varið fram og til baka í dómskerfinu. Fréttablaðið/ernir Landsréttur hefur sent deilur á milli nágranna um skjólveggi á sameiginlegri lóð í Furugerði í Reykjavík aftur til héraðsdóms. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu þar sem húsfélagi fjöleignarhússins þar sem deiluaðilar búa var ekki gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna í málinu. Á lóðinni má finna tvo 2,75 metra langa skjólveggi sem girða af stóran hluta lóðarinnar en rekja má málið til þess að stefnendur keyptu íbúð í húsinu árið 2015. Í þinglystri eignaskiptayfirlýsingu hússins kemur fram að húsinu sé skipt í þrjár íbúðir og að lóð hússins sé í óskiptri sameign allra eigna. Vildu þau sem keyptu íbúð í húsinu árið 2015 fá skýringar á því af hverju skjólveggir hafi verið reistir á sameiginlegri lóð hússins í ljósi þess að lóðin væri í óskiptri sameign allra eigenda. Töldu þau ljóst að ekki hafi legið heimild fyrir því að reisa veggina. Stefndu þau því nágrönnum sínum fyrir dómstólum. Gerðu þau kröfu um að skjólveggirnir yrðu fjarlægðir þar sem að sameign húsfélags verði ekki ráðstafað af húsfélagi með samningi nema allir eigendur séu því samþykkir. Þá sé samkvæmt lögum óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það ætlað og auk þess sem að eiganda sé ekki heimilt á eigin spýtur að gera nokkrar breytingar á sameign eða helga sér til einkanota tiltekna hluta hennar. Óþarfi að stefna húsfélaginu að mati Landsréttar Nágrannirnir svöruðu með því að óska eftir því að málinu yrði vísað frá dómi þar sem húsfélagi hússins hafi ekki verið gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gefa húsfélaginu kost á að grípa til varna og því var málinu vísað frá fyrr á árinu. Þessum úrskurði héraðsdómstóls var áfrýjað til Landsréttar sem komst að niðurstöðu fyrr í mánuðinum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að þar sem málið varði alla sameigendur hússins og að þeir hafi allir ýmist sótt málið eða gripið til varna hafi verið óþarfi að húsfélagið yrði aðili að málinu. Segir í niðurstöðu Landsréttar að ekki verði annað séð en að með dómi megi leiða ágreining í málinu til lykta að fullu og var því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Dómsmál Nágrannadeilur Reykjavík Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Landsréttur hefur sent deilur á milli nágranna um skjólveggi á sameiginlegri lóð í Furugerði í Reykjavík aftur til héraðsdóms. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu þar sem húsfélagi fjöleignarhússins þar sem deiluaðilar búa var ekki gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna í málinu. Á lóðinni má finna tvo 2,75 metra langa skjólveggi sem girða af stóran hluta lóðarinnar en rekja má málið til þess að stefnendur keyptu íbúð í húsinu árið 2015. Í þinglystri eignaskiptayfirlýsingu hússins kemur fram að húsinu sé skipt í þrjár íbúðir og að lóð hússins sé í óskiptri sameign allra eigna. Vildu þau sem keyptu íbúð í húsinu árið 2015 fá skýringar á því af hverju skjólveggir hafi verið reistir á sameiginlegri lóð hússins í ljósi þess að lóðin væri í óskiptri sameign allra eigenda. Töldu þau ljóst að ekki hafi legið heimild fyrir því að reisa veggina. Stefndu þau því nágrönnum sínum fyrir dómstólum. Gerðu þau kröfu um að skjólveggirnir yrðu fjarlægðir þar sem að sameign húsfélags verði ekki ráðstafað af húsfélagi með samningi nema allir eigendur séu því samþykkir. Þá sé samkvæmt lögum óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það ætlað og auk þess sem að eiganda sé ekki heimilt á eigin spýtur að gera nokkrar breytingar á sameign eða helga sér til einkanota tiltekna hluta hennar. Óþarfi að stefna húsfélaginu að mati Landsréttar Nágrannirnir svöruðu með því að óska eftir því að málinu yrði vísað frá dómi þar sem húsfélagi hússins hafi ekki verið gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gefa húsfélaginu kost á að grípa til varna og því var málinu vísað frá fyrr á árinu. Þessum úrskurði héraðsdómstóls var áfrýjað til Landsréttar sem komst að niðurstöðu fyrr í mánuðinum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að þar sem málið varði alla sameigendur hússins og að þeir hafi allir ýmist sótt málið eða gripið til varna hafi verið óþarfi að húsfélagið yrði aðili að málinu. Segir í niðurstöðu Landsréttar að ekki verði annað séð en að með dómi megi leiða ágreining í málinu til lykta að fullu og var því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Dómsmál Nágrannadeilur Reykjavík Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira