Forystufé reynist bændum vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. september 2018 19:45 „Það er mikilvægt að vera með þægt sauðfé sem smalast vel þannig að það gangi vel að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi Einarsson, sauðfjárbóndi í Egilsstaðakoti í Flóahreppi, sem gefur forystufé sýna hæstu einkunn en það leiðir féð í smalamennsku. Sjálfur á Þorsteinn Logi þrjá forystusauði og þrjár forystuær. Það var góð stemming í Reykjaréttum á Skeiðum um helgina þar sem fjöldi fólks koma saman til að draga ær og lömb í dilka. Um sjö þúsund fjár voru í réttunum. Það færist í aukana að sauðfjárbændur séu með forystufé. Þorsteinn Logi er einn af þeim bændum. Hann á til dæmis Spartacus sem er undan Flórgoða og Karitas, sem er alltaf á undan safninu heim í rekstri. „Við eigum sem sagt þrjá sauði og þrjár forystur. Þær hafa oftast verið meira gagn en ógagn en þó slapp systir hans Spartacus inn í afréttin hjá okkur, hún er frekar erfið viðureignar enda held ég að þetta verði hennar síðasta haust. Það er númer eitt, tvö og þrjú að vera með fé sem er þægt og smalast vel enda hefur gengið vel hjá okkur að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi. En hvert er hlutverk forystusauðanna? „Þeir leiða féð og í gamla daga var þetta náttúrulega ræktað til þess að vera með harðgert fé sem sótti í góða beit. Í dag er þetta meira til gamans en það er þó oft gott að vera með góðar forystur, þær eru ákveðnar að fara yfir árnar þar sem við erum að reka safnið“, bætir Þorsteinn Logi við og ítrekar nauðsyn þess að viðhalda stofninum. Þorsteinn Logi var með um 800 fjár í réttunum. En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag ? „Það er náttúrulega töff en í svona árferði verður maður bara að rækta sitt fé og bæta stofninn. Það koma alltaf góðir tímar eftir lægðir, við sjáum það að eftir uppgangstíminn eftir hrun þá blómstruðu fyrirtæki. Það verður eins núna, menn skera niður lélegustu kindurnar og svo koma góðir tímar eftir það“ Dýr Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
„Það er mikilvægt að vera með þægt sauðfé sem smalast vel þannig að það gangi vel að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi Einarsson, sauðfjárbóndi í Egilsstaðakoti í Flóahreppi, sem gefur forystufé sýna hæstu einkunn en það leiðir féð í smalamennsku. Sjálfur á Þorsteinn Logi þrjá forystusauði og þrjár forystuær. Það var góð stemming í Reykjaréttum á Skeiðum um helgina þar sem fjöldi fólks koma saman til að draga ær og lömb í dilka. Um sjö þúsund fjár voru í réttunum. Það færist í aukana að sauðfjárbændur séu með forystufé. Þorsteinn Logi er einn af þeim bændum. Hann á til dæmis Spartacus sem er undan Flórgoða og Karitas, sem er alltaf á undan safninu heim í rekstri. „Við eigum sem sagt þrjá sauði og þrjár forystur. Þær hafa oftast verið meira gagn en ógagn en þó slapp systir hans Spartacus inn í afréttin hjá okkur, hún er frekar erfið viðureignar enda held ég að þetta verði hennar síðasta haust. Það er númer eitt, tvö og þrjú að vera með fé sem er þægt og smalast vel enda hefur gengið vel hjá okkur að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi. En hvert er hlutverk forystusauðanna? „Þeir leiða féð og í gamla daga var þetta náttúrulega ræktað til þess að vera með harðgert fé sem sótti í góða beit. Í dag er þetta meira til gamans en það er þó oft gott að vera með góðar forystur, þær eru ákveðnar að fara yfir árnar þar sem við erum að reka safnið“, bætir Þorsteinn Logi við og ítrekar nauðsyn þess að viðhalda stofninum. Þorsteinn Logi var með um 800 fjár í réttunum. En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag ? „Það er náttúrulega töff en í svona árferði verður maður bara að rækta sitt fé og bæta stofninn. Það koma alltaf góðir tímar eftir lægðir, við sjáum það að eftir uppgangstíminn eftir hrun þá blómstruðu fyrirtæki. Það verður eins núna, menn skera niður lélegustu kindurnar og svo koma góðir tímar eftir það“
Dýr Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira