Adam Tooze: Mistök að láta Lehman Brothers falla Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. september 2018 14:30 Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla í New York. Vísir/ÞÞ Í dag eru tíu ár frá falli Lehman Brothers fjárfestingarbankans en fall bankans var vendipunktur í alþjóðlegu fjármálakrepunni 2008. Höfundur nýrrar bókar um kreppuna telur að það hafi verið mistök að láta bankann falla. Fall Lehman Brothers er stærsta gjaldþrot sögunnar en skuldir bankans námu 613 milljörðum dollara og eignirnar 639 milljörðum dollara þegar hann féll. Þegar Lehman féll 15. september 2008 hafði það smitáhrif á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, lánamarkaðir frusu og bankar úti um allan heim lentu í lausafjárvandræðum, þar á meðal íslensku bankarnir. Í raun hefur þessum eina atburði verið lýst þannig að hjarta kapítalismans hafi hætt að slá um stund. Margir fjárfestingarbankar og tryggingarfélög riðuðu til falls í kjölfarið eða þurftu á neyðarlánum að halda til að lifa af. Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla í New York var að gefa út nýja bók um alþjóðlegu fjármálakreppuna og eftirmál hennar sem vakið hefur mikla athygli. Bókin sem ber heitið Crashed: How a decade of financial crises changed the world byggir á ítarlegum rannsóknum Tooze. Spurningin sem margir velta fyrir sér núna, áratug eftir fall Lehman Brothers, var það rétt ákvörðun að láta bankann fara í þrot í stað þess að bjarga honum? „Ég held að allir átti sig á því núna að þessi ákvörðun hafði í för með sér hörmulegt stórslys. Áfallið sem þetta hafði á lánamarkaði magnaði upp ástand sem var þegar orðið slæmt. Jafnvel þeir sem tóku þessa ákvörðun réttlæta hana með vísun í að þeir hafi ekki haft nægar valdheimildir til að bjarga bankanum. Réttlætingar fyrir því að láta Lehman falla eru mjög sjaldgæfar nú til dags. Ef þú ætlar að færa rök fyrir því þá þarftu að fara lengra aftur í tímann til vorsins 2008 þegar Bear Sterns var í vandræðum og segja, við hefðum átt að láta hann falla. Það er fátt sem réttlætir þessa ákvörðun að láta Lehman falla, eftir á að hyggja,“ segir Tooze. Bear Sterns var bjargað af Seðlabanka New York og eignir bankans seldar til JP Morgan Chase hinn 14. mars 2008. Rætt verður við Adam Tooze í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Visir/Friðrik Þór HalldórssonAlþjóðlega kreppan var þegar hafin Að þessu sögðu telur Tooze samt að ekki megi heldur ýkja áhrifin af falli Lehman Brothers þar sem það var alþjóðleg fjármálakreppa í gangi, sem hófst 2007, þegar Lehman fór á hlðina. Tooze vísar þar í lausafjárvandræði banka í Þýskalandi, Frakklandi og áhlaupið á Northern Rock í Bretlandi. „Það er alþjóðleg kreppa í gangi en fall Lehman magnar hana upp frá miðjum september og áfram. Kannski var þetta áfallið sem var nauðsynlegt til að koma fólk til vitundar um hversu alvarleg kreppa þetta var,“ segir Tooze. Í raun var tekin meðvituð ákvörðun um að láta Lehman Brothers fara í þrot en þar voru í farabroddi Hank Paulson þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og Timothy Geithner þáverandi bankastjóri Seðlabanka New York. Skömmu áður en Lehman Brothers fór í þrot reyndi Barclays-bankinn að kaupa starfsemi og eignir bankans en ekki var fallist á tilboðið. Eftir að Lehman féll eignaðist Barclays síðan verðmætar eignir bankans á aðeins brot af því verði sem hann hafði boðið í þær nokkrum dögum fyrr. Hrunið Tíu ár frá hruni Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í dag eru tíu ár frá falli Lehman Brothers fjárfestingarbankans en fall bankans var vendipunktur í alþjóðlegu fjármálakrepunni 2008. Höfundur nýrrar bókar um kreppuna telur að það hafi verið mistök að láta bankann falla. Fall Lehman Brothers er stærsta gjaldþrot sögunnar en skuldir bankans námu 613 milljörðum dollara og eignirnar 639 milljörðum dollara þegar hann féll. Þegar Lehman féll 15. september 2008 hafði það smitáhrif á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, lánamarkaðir frusu og bankar úti um allan heim lentu í lausafjárvandræðum, þar á meðal íslensku bankarnir. Í raun hefur þessum eina atburði verið lýst þannig að hjarta kapítalismans hafi hætt að slá um stund. Margir fjárfestingarbankar og tryggingarfélög riðuðu til falls í kjölfarið eða þurftu á neyðarlánum að halda til að lifa af. Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla í New York var að gefa út nýja bók um alþjóðlegu fjármálakreppuna og eftirmál hennar sem vakið hefur mikla athygli. Bókin sem ber heitið Crashed: How a decade of financial crises changed the world byggir á ítarlegum rannsóknum Tooze. Spurningin sem margir velta fyrir sér núna, áratug eftir fall Lehman Brothers, var það rétt ákvörðun að láta bankann fara í þrot í stað þess að bjarga honum? „Ég held að allir átti sig á því núna að þessi ákvörðun hafði í för með sér hörmulegt stórslys. Áfallið sem þetta hafði á lánamarkaði magnaði upp ástand sem var þegar orðið slæmt. Jafnvel þeir sem tóku þessa ákvörðun réttlæta hana með vísun í að þeir hafi ekki haft nægar valdheimildir til að bjarga bankanum. Réttlætingar fyrir því að láta Lehman falla eru mjög sjaldgæfar nú til dags. Ef þú ætlar að færa rök fyrir því þá þarftu að fara lengra aftur í tímann til vorsins 2008 þegar Bear Sterns var í vandræðum og segja, við hefðum átt að láta hann falla. Það er fátt sem réttlætir þessa ákvörðun að láta Lehman falla, eftir á að hyggja,“ segir Tooze. Bear Sterns var bjargað af Seðlabanka New York og eignir bankans seldar til JP Morgan Chase hinn 14. mars 2008. Rætt verður við Adam Tooze í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Visir/Friðrik Þór HalldórssonAlþjóðlega kreppan var þegar hafin Að þessu sögðu telur Tooze samt að ekki megi heldur ýkja áhrifin af falli Lehman Brothers þar sem það var alþjóðleg fjármálakreppa í gangi, sem hófst 2007, þegar Lehman fór á hlðina. Tooze vísar þar í lausafjárvandræði banka í Þýskalandi, Frakklandi og áhlaupið á Northern Rock í Bretlandi. „Það er alþjóðleg kreppa í gangi en fall Lehman magnar hana upp frá miðjum september og áfram. Kannski var þetta áfallið sem var nauðsynlegt til að koma fólk til vitundar um hversu alvarleg kreppa þetta var,“ segir Tooze. Í raun var tekin meðvituð ákvörðun um að láta Lehman Brothers fara í þrot en þar voru í farabroddi Hank Paulson þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og Timothy Geithner þáverandi bankastjóri Seðlabanka New York. Skömmu áður en Lehman Brothers fór í þrot reyndi Barclays-bankinn að kaupa starfsemi og eignir bankans en ekki var fallist á tilboðið. Eftir að Lehman féll eignaðist Barclays síðan verðmætar eignir bankans á aðeins brot af því verði sem hann hafði boðið í þær nokkrum dögum fyrr.
Hrunið Tíu ár frá hruni Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira