Samræmd íslenskupróf eru í stöðugri þróun Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. september 2018 09:00 Forstjóri Menntamálastofnunar varar við að of miklar ályktanir séu dregnar út frá einstaka spurningum eða sýniprófum. Vísir/Anton Brink „Við fögnum þessari umræðu um hlutverk og innihald samræmdu prófanna. Við virðum það að Eiríkur brennur fyrir íslenskunni og hefur áhyggjur af stöðu hennar í samfélaginu. Það sem þarf samt að varast er að draga of miklar ályktanir út frá einstaka spurningum eða sýniprófum varðandi áhrif samræmdu prófanna á íslenskuna,“ segir Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Arnór er að vísa til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emeritus í íslenskri málfræði, á samræmt próf í íslensku fyrir 9. bekk. Telur Eiríkur að áherslurnar í prófinu séu kolrangar og ekki í samræmi við námskrá. Spurningar snúist um máltilfinningu en ekki kunnáttu og þekkingu. Þá séu prófin ekki til þess fallin að stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda til tungumálsins. „Við teljum að prófin séu í samræmi við námskrá. Spurningarnar eru kerfisbundið tengdar við námskrá. Það urðu miklar breytingar á henni fyrir fimm árum og nú er meiri áhersla lögð á hæfni en minni á einstök þekkingaratriði,“ segir Arnór. Hann segir að prófin séu í sífelldri þróun og bendir á að mikil vinna liggi á bak við gerð hvers prófs. „Það tekur tvö ár að þróa hvert próf og þau eru forprófuð í skólunum. Þau eru líka yfirfarin af sérfræðingum og við metum reynsluna af einstaka spurningum.“ Arnór bendir á að nemendur séu tíu ár í grunnskóla en það taki þá einungis fjórar klukkustundir samtals að þreyta samræmd próf í íslensku í 4., 7. og 9. bekk. „Að ætla það að prófin hafi svona mikil áhrif á stöðu íslenskunnar finnast mér ansi djarfar ályktanir. Það er hægt að dæma spurningar út frá íslenskunni sem slíkri en við horfum líka á próffræðilega mælikvarða. Einhverjum spurningum eiga bara mjög góðir nemendur að geta svarað. Við þurfum að hafa breidd í spurningunum.“ Arnór segir að stór hluti námsmats fari fram í skólunum. „Við höfum sýnt fram á að það er mikið samræmi milli þess mats og niðurstaðna prófanna. Þau hafa mikið forspárgildi um áframhaldandi nám nemenda, jafnvel upp í háskólana. Samræmdu prófin eru mikilvægur mælikvarði og gefa skólum, sveitarfélögum og stjórnvöldum upplýsingar um stöðuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
„Við fögnum þessari umræðu um hlutverk og innihald samræmdu prófanna. Við virðum það að Eiríkur brennur fyrir íslenskunni og hefur áhyggjur af stöðu hennar í samfélaginu. Það sem þarf samt að varast er að draga of miklar ályktanir út frá einstaka spurningum eða sýniprófum varðandi áhrif samræmdu prófanna á íslenskuna,“ segir Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Arnór er að vísa til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emeritus í íslenskri málfræði, á samræmt próf í íslensku fyrir 9. bekk. Telur Eiríkur að áherslurnar í prófinu séu kolrangar og ekki í samræmi við námskrá. Spurningar snúist um máltilfinningu en ekki kunnáttu og þekkingu. Þá séu prófin ekki til þess fallin að stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda til tungumálsins. „Við teljum að prófin séu í samræmi við námskrá. Spurningarnar eru kerfisbundið tengdar við námskrá. Það urðu miklar breytingar á henni fyrir fimm árum og nú er meiri áhersla lögð á hæfni en minni á einstök þekkingaratriði,“ segir Arnór. Hann segir að prófin séu í sífelldri þróun og bendir á að mikil vinna liggi á bak við gerð hvers prófs. „Það tekur tvö ár að þróa hvert próf og þau eru forprófuð í skólunum. Þau eru líka yfirfarin af sérfræðingum og við metum reynsluna af einstaka spurningum.“ Arnór bendir á að nemendur séu tíu ár í grunnskóla en það taki þá einungis fjórar klukkustundir samtals að þreyta samræmd próf í íslensku í 4., 7. og 9. bekk. „Að ætla það að prófin hafi svona mikil áhrif á stöðu íslenskunnar finnast mér ansi djarfar ályktanir. Það er hægt að dæma spurningar út frá íslenskunni sem slíkri en við horfum líka á próffræðilega mælikvarða. Einhverjum spurningum eiga bara mjög góðir nemendur að geta svarað. Við þurfum að hafa breidd í spurningunum.“ Arnór segir að stór hluti námsmats fari fram í skólunum. „Við höfum sýnt fram á að það er mikið samræmi milli þess mats og niðurstaðna prófanna. Þau hafa mikið forspárgildi um áframhaldandi nám nemenda, jafnvel upp í háskólana. Samræmdu prófin eru mikilvægur mælikvarði og gefa skólum, sveitarfélögum og stjórnvöldum upplýsingar um stöðuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira