Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2018 16:29 Þórdís Lóa segir að við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað því hverjir stjórna. Gylfi segir að málið verði tekið sérstaklega fyrir á stjórnarfundi OR. Mikill hiti er í máli sem upphaflega kom upp á yfirborðið á síðu Einars Bárðarsonar athafnamanns og leiddi svo til uppsagnar á Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrnnar - dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur.Þórdís Lóa vill ekki að hinn meinti dóni fái neinn afslátt OR er í eigu Reykjavíkurborgar og meðal þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig á vegg Einars og fordæma þann atburð sem hann lýsir er formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún segir: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið.Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“ Þannig liggur fyrir að málið er heitt innan stjórnmálanna sem væntanlega munu þá hafa samband við sitt fólk í stjórn OR og krefjast aðgerða. Málið kom upp í kjölfar fundar Einars og forstjóra OR, sem Einar kallar ómerkilegan mann; að hann hafi staðið með framkvæmdastjóranum sem nú hefur mátt víkja vegna „óviðeigandi hegðunar“ eins og það er kallað. Spjótin beinast þannig að Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem segist hins vegar hafa upplifað téðan fund á allt annan hátt en Einar.Málið verður tekið fyrir í stjórn OR Gylfi Magnússon er einn stjórnarmanna í OR og hann telur víst, í samtali við Vísi, að málið verði tekið sérstaklega fyrir á næsta stjórnarfundi. „Þetta hefur þegar verið tekið fyrir af stjórn ON, sem sagði Bjarna Má upp. Ég geri fastlega ráð fyrir að einnig verði farið yfir málið á næsta fundi stjórnar OR, annað væri óeðlilegt,“ segir Gylfi. Næsti reglulegi fundur er á dagskrá 24. september. Gylfi segist ekki vita hvort haldinn verði fundur áður til að fara sérstaklega yfir málið. „Ég hef ekki óskað eftir því. Stjórnin hefur verið upplýst um málið nú þegar. Það er auðvitað mikilvægt að draga af því réttan lærdóm og bregðast rétt við, bæði nú og í framtíðarmálum, en það kallar ekki á neinar skyndiákvarðanir umfram þær sem þegar hafa verið teknar.“ Vísir hefur rætt við aðra stjórnarmenn, svo sem Hildi Björnsdóttur, Sigríði Rut Júlíusdóttur og Kjartan Magnússon en þau hafa öll kosið að tjá sig ekki um málið að svo stöddu máli. MeToo Sveitarstjórnarmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Viðskipti Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Mikill hiti er í máli sem upphaflega kom upp á yfirborðið á síðu Einars Bárðarsonar athafnamanns og leiddi svo til uppsagnar á Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrnnar - dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur.Þórdís Lóa vill ekki að hinn meinti dóni fái neinn afslátt OR er í eigu Reykjavíkurborgar og meðal þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig á vegg Einars og fordæma þann atburð sem hann lýsir er formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún segir: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið.Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“ Þannig liggur fyrir að málið er heitt innan stjórnmálanna sem væntanlega munu þá hafa samband við sitt fólk í stjórn OR og krefjast aðgerða. Málið kom upp í kjölfar fundar Einars og forstjóra OR, sem Einar kallar ómerkilegan mann; að hann hafi staðið með framkvæmdastjóranum sem nú hefur mátt víkja vegna „óviðeigandi hegðunar“ eins og það er kallað. Spjótin beinast þannig að Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem segist hins vegar hafa upplifað téðan fund á allt annan hátt en Einar.Málið verður tekið fyrir í stjórn OR Gylfi Magnússon er einn stjórnarmanna í OR og hann telur víst, í samtali við Vísi, að málið verði tekið sérstaklega fyrir á næsta stjórnarfundi. „Þetta hefur þegar verið tekið fyrir af stjórn ON, sem sagði Bjarna Má upp. Ég geri fastlega ráð fyrir að einnig verði farið yfir málið á næsta fundi stjórnar OR, annað væri óeðlilegt,“ segir Gylfi. Næsti reglulegi fundur er á dagskrá 24. september. Gylfi segist ekki vita hvort haldinn verði fundur áður til að fara sérstaklega yfir málið. „Ég hef ekki óskað eftir því. Stjórnin hefur verið upplýst um málið nú þegar. Það er auðvitað mikilvægt að draga af því réttan lærdóm og bregðast rétt við, bæði nú og í framtíðarmálum, en það kallar ekki á neinar skyndiákvarðanir umfram þær sem þegar hafa verið teknar.“ Vísir hefur rætt við aðra stjórnarmenn, svo sem Hildi Björnsdóttur, Sigríði Rut Júlíusdóttur og Kjartan Magnússon en þau hafa öll kosið að tjá sig ekki um málið að svo stöddu máli.
MeToo Sveitarstjórnarmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Viðskipti Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40