Erla enn með ábyrgðina á herðum sér Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. september 2018 06:00 Erla ræðir við Davíð Þór Björgvinsson saksóknara. Fréttablaðið/Eyþór „Ég gekk með það svo lengi í maganum að þetta væri allt mér að kenna og það er svo erfitt núna að mín sakfelling er það sem stendur eftir. Eins og allt sé mér að kenna,“ segir Erla Bolladóttir sem enn situr uppi með sakfellingardóm eftir að sýknað hefur verið í mannsdrápsmálunum báðum. Hún segist bæði meyr og glöð en um leið full af sársauka. „Með sýknu í málinu er verið að lýsa framburð minn ómarktækan. Það eru frábærar fréttir og ekki síst fyrir mitt mál sem er enn óútkljáð því það byggir líka á því að ekkert hafi verið að marka minn framburð sem þvingaður var fram. Enda algerlega fáránlegt, nú þegar búið er að sýkna af Geirfinnsmálinu, að við höfum haft samantekin ráð um að koma sökum á aðra menn, ef spjótin beindust að okkur.“ Erla undirbýr nú mál til ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar sem synjaði henni um endurupptöku. „Mín óskaniðurstaða væri að Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu og lýsti því með rökstuðningi að ekki verði annað séð en að lög hafi verið þverbrotin í gegnum alla rannsóknina og þar sem allir sakborningar hafi verið þvingaðir til að veita sína framburði og harma að það skyldi hafa gerst,“ segir Erla aðspurð um hvað þurfi að hennar mati til að loka megi málinu endanlega. „Ég hefði viljað fá viðurkenningu réttarins á því að þetta mál sé mikill harmur í réttarsögu okkar og að rétturinn biðji alla sakborninga og aðra sem liðið hafa vegna þessa og þjóðina eins og hún leggur sig fyrirgefningar á þessu máli, sem hefur valdið bæði svo miklu vantrausti og reiði í samfélaginu. Og ég vil að því verði lofað að framvegis verði allrar varúðar gætt varðandi réttindi þeirra sem ákærðir eru,“ segir Erla.Erla sat í á fremsta bekk þegar dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í gær. Dómurinn er henni gleðiefni enda staðfestir hann að framburðir hennar voru ómarktækir. Fréttablaðið/EyþórHún segist oft fá símtöl og skilaboð frá fólki sem brotið hefur verið á í refsivörslukerfinu og vill að málið eigi að vera öllu kerfinu víti til varnaðar. „En til þess þarf einhver að segja upphátt það sem allir hugsa.“ Erla segist enn vera að læra og uppgötva nýja hluti um málið því mikið hafi komið fram af nýjum gögnum. Eins og dagbækurnar í Síðumúla. Hún nefnir sem dæmi að mjög sterk rök séu leidd að því hver hafi fyrst bent á Kristján Viðar og Sævar í tengslum við hvarf Guðmundar og þannig orðið til þess að allt málið fór af stað. „Hann hefur viðurkennt í skýrslu sem var tekin árin 2016 að hafa alltaf verið að ljúga í lögguna á þessum tíma. Myndu það ekki flokkast sem rangar sakargiftir?“ spyr Erla. Erla átti gott samband við Sævar síðustu árin hans. „Við sátum oft í hjólageymslunni heima og rifjuðum upp gamlar minningar og stundum hlógum við svo mikið að fáránleika málsins að við bókstaflega grétum af hlátri,“ segir Erla. Hún segir að þótt málið hafi alltaf verið jafn stórt fyrir Sævari, þá hafi hann sjálfur orðið mildari með tímanum. Erla hefur líka ágætt samband við Kristján Viðar Júlíusson. „Hann er ánægður með að ég standi í öllu saman því þá getur hann lifað eins og hann vill, í hvarfi frá almenningi. Ég ann honum þess.“Guðjón hefur enn ekki jafnað sig að fullu Guðjón Skarphéðinsson, sem var sýknaður í gær af því að hafa átt þátt í að hafa orðið Geirfinni að bana, er ánægður með að niðurstaða sé loksins komin í málið þótt langan tíma hafi tekið að fá hana. „Nei, það hef ég nú ekki. Ekki algerlega,“ segir Guðjón, inntur eftir því hvort hann hafi jafnað sig eftir einangrunarvistina og þær þjáningar sem málið hefur valdið honum. Það var niðurstaða starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál að játningar Guðjóns í málinu væru falskar. Hann segir minnið enn valda sér erfiðleikum þótt það gerist æ sjaldnar. „Því skýtur enn upp í hausnum á mér stundum og þá svolítið eins og vondum draum,“ segir Guðjón en bætir við að það gerist sem betur fer æ sjaldnar. Hann segir að þá komi upp ruglingur í huganum og hann geti ekki verið alveg viss. „Máske hafi þetta gerst allt sisona, eins og því var lýst þarna 1980, en um leið eru engar sannanir fyrir því að þetta hafi gerst á annað borð að þá get ég slegið því frá mér.“ Hann segir minnisvafann líka hanga saman við að málið hafði hvorki neitt upphaf né endi á sínum tíma. „Því var haldið fast að okkur hvernig þetta væri í raun og veru. Og þá fórum við sum hver að hallast að því að þetta væri svona í raun og veru.“ Áminntur um nýfengna sýknu segir Guðjón að nú hafi lagalega hliðin vissulega tekið enda, þótt einhver vafastykki geti skotið upp kollinum annað slagið.Enn sekur um þjófnað á veski Geirfinns Sakfelling Kristjáns Viðars Júlíussonar fyrir þjófnað á veski og penna af líki Geirfinns stendur enn. Samkvæmt dóminum 1980 stal hann þessum munum eftir að hafa flutt lík Geirfinns í félagi við samverkamenn sína frá Keflavík og að Grettisgötu 82. Í málflutningi fyrr í mánuðinum vakti Davíð Þór Björgvinsson saksóknari athygli á því að krafa hans um sýknu byggðist á því að ekki væri nægilega sannað að sú atburðarás sem byggt var á í málinu hefði átt sér stað. Sá sönnunarskortur eigi þá einnig að leiða til þess að þjófnaðarbrot Kristjáns Viðars sé ósannað. Hæstiréttur tók hins vegar ekki af skarið með þetta brot Kristjáns og sakfelling hans fyrir þjófnað á veski Geirfinns stendur því enn. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
„Ég gekk með það svo lengi í maganum að þetta væri allt mér að kenna og það er svo erfitt núna að mín sakfelling er það sem stendur eftir. Eins og allt sé mér að kenna,“ segir Erla Bolladóttir sem enn situr uppi með sakfellingardóm eftir að sýknað hefur verið í mannsdrápsmálunum báðum. Hún segist bæði meyr og glöð en um leið full af sársauka. „Með sýknu í málinu er verið að lýsa framburð minn ómarktækan. Það eru frábærar fréttir og ekki síst fyrir mitt mál sem er enn óútkljáð því það byggir líka á því að ekkert hafi verið að marka minn framburð sem þvingaður var fram. Enda algerlega fáránlegt, nú þegar búið er að sýkna af Geirfinnsmálinu, að við höfum haft samantekin ráð um að koma sökum á aðra menn, ef spjótin beindust að okkur.“ Erla undirbýr nú mál til ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar sem synjaði henni um endurupptöku. „Mín óskaniðurstaða væri að Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu og lýsti því með rökstuðningi að ekki verði annað séð en að lög hafi verið þverbrotin í gegnum alla rannsóknina og þar sem allir sakborningar hafi verið þvingaðir til að veita sína framburði og harma að það skyldi hafa gerst,“ segir Erla aðspurð um hvað þurfi að hennar mati til að loka megi málinu endanlega. „Ég hefði viljað fá viðurkenningu réttarins á því að þetta mál sé mikill harmur í réttarsögu okkar og að rétturinn biðji alla sakborninga og aðra sem liðið hafa vegna þessa og þjóðina eins og hún leggur sig fyrirgefningar á þessu máli, sem hefur valdið bæði svo miklu vantrausti og reiði í samfélaginu. Og ég vil að því verði lofað að framvegis verði allrar varúðar gætt varðandi réttindi þeirra sem ákærðir eru,“ segir Erla.Erla sat í á fremsta bekk þegar dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í gær. Dómurinn er henni gleðiefni enda staðfestir hann að framburðir hennar voru ómarktækir. Fréttablaðið/EyþórHún segist oft fá símtöl og skilaboð frá fólki sem brotið hefur verið á í refsivörslukerfinu og vill að málið eigi að vera öllu kerfinu víti til varnaðar. „En til þess þarf einhver að segja upphátt það sem allir hugsa.“ Erla segist enn vera að læra og uppgötva nýja hluti um málið því mikið hafi komið fram af nýjum gögnum. Eins og dagbækurnar í Síðumúla. Hún nefnir sem dæmi að mjög sterk rök séu leidd að því hver hafi fyrst bent á Kristján Viðar og Sævar í tengslum við hvarf Guðmundar og þannig orðið til þess að allt málið fór af stað. „Hann hefur viðurkennt í skýrslu sem var tekin árin 2016 að hafa alltaf verið að ljúga í lögguna á þessum tíma. Myndu það ekki flokkast sem rangar sakargiftir?“ spyr Erla. Erla átti gott samband við Sævar síðustu árin hans. „Við sátum oft í hjólageymslunni heima og rifjuðum upp gamlar minningar og stundum hlógum við svo mikið að fáránleika málsins að við bókstaflega grétum af hlátri,“ segir Erla. Hún segir að þótt málið hafi alltaf verið jafn stórt fyrir Sævari, þá hafi hann sjálfur orðið mildari með tímanum. Erla hefur líka ágætt samband við Kristján Viðar Júlíusson. „Hann er ánægður með að ég standi í öllu saman því þá getur hann lifað eins og hann vill, í hvarfi frá almenningi. Ég ann honum þess.“Guðjón hefur enn ekki jafnað sig að fullu Guðjón Skarphéðinsson, sem var sýknaður í gær af því að hafa átt þátt í að hafa orðið Geirfinni að bana, er ánægður með að niðurstaða sé loksins komin í málið þótt langan tíma hafi tekið að fá hana. „Nei, það hef ég nú ekki. Ekki algerlega,“ segir Guðjón, inntur eftir því hvort hann hafi jafnað sig eftir einangrunarvistina og þær þjáningar sem málið hefur valdið honum. Það var niðurstaða starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál að játningar Guðjóns í málinu væru falskar. Hann segir minnið enn valda sér erfiðleikum þótt það gerist æ sjaldnar. „Því skýtur enn upp í hausnum á mér stundum og þá svolítið eins og vondum draum,“ segir Guðjón en bætir við að það gerist sem betur fer æ sjaldnar. Hann segir að þá komi upp ruglingur í huganum og hann geti ekki verið alveg viss. „Máske hafi þetta gerst allt sisona, eins og því var lýst þarna 1980, en um leið eru engar sannanir fyrir því að þetta hafi gerst á annað borð að þá get ég slegið því frá mér.“ Hann segir minnisvafann líka hanga saman við að málið hafði hvorki neitt upphaf né endi á sínum tíma. „Því var haldið fast að okkur hvernig þetta væri í raun og veru. Og þá fórum við sum hver að hallast að því að þetta væri svona í raun og veru.“ Áminntur um nýfengna sýknu segir Guðjón að nú hafi lagalega hliðin vissulega tekið enda, þótt einhver vafastykki geti skotið upp kollinum annað slagið.Enn sekur um þjófnað á veski Geirfinns Sakfelling Kristjáns Viðars Júlíussonar fyrir þjófnað á veski og penna af líki Geirfinns stendur enn. Samkvæmt dóminum 1980 stal hann þessum munum eftir að hafa flutt lík Geirfinns í félagi við samverkamenn sína frá Keflavík og að Grettisgötu 82. Í málflutningi fyrr í mánuðinum vakti Davíð Þór Björgvinsson saksóknari athygli á því að krafa hans um sýknu byggðist á því að ekki væri nægilega sannað að sú atburðarás sem byggt var á í málinu hefði átt sér stað. Sá sönnunarskortur eigi þá einnig að leiða til þess að þjófnaðarbrot Kristjáns Viðars sé ósannað. Hæstiréttur tók hins vegar ekki af skarið með þetta brot Kristjáns og sakfelling hans fyrir þjófnað á veski Geirfinns stendur því enn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
„Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04
Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11